Aðeins þeir beztu...

Fáir mættir í föstudagshlaup á vegum Hlaupasamtaka Lýðveldisins þótt einboðið væri. Próf. Fróði, Einar blómasali, Ólafur Gunnarsson og skrifari. Prófessorinn ætlaði ekki styttra en 20 km - og Ólafur hinn ekki heldur, en við Einar höfðum raunsærri markmið enda er Evrópusambandið búið að stimpla okkur fatlafól. Kannski tímabært að fara að panta góðan hjólastól. Þæfingsfærð og því var farið varlega. Þeir hinir skildu okkur fatlafælurnar fljótlega eftir - og svo kom að því að leiðir skildi með okkur Einari. 

Ég hljóp alla leið út að Skítastöð - OG TILBAKA! Þetta var erfitt en ég kom tilbaka til Laugar á Kristilegum tíma og fann Kára félaga okkar fyrir á fleti ásamt Gunný. Það urðu skiljanlega fagnaðarfundir og gengu sögur af högum hvors annars. Svo bættist Einar í hópinn og ekki minnkaði gleðin við það. 

Nú er hafinn undirbúningur að heilagri jólahátíð, næst verður hlaupið á sunnudag kl. 10:10 - og þá verða helztu málefni haustþings krufin með hæfilegri blöndu af mannúð og bílnúmerum. Svo er það Kirkjuhlaupið á annan dag jóla. 

Í gvuðs friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband