7.7.2013 | 16:27
Fyrsti Föstudagur að skrifara
Föstudaginn 5. júlí sl. var Fyrsti Föstudagur hvers mánaðar haldinn hátíðlegur að skrifara. Hann hafði staðið í ströngu allan daginn við þrif og matargerð. Klukkan 19:30 mætti fyrsti gestur, Þorvaldur Gunnlaugsson, og þétt á eftir kom þingmaður Samtaka Vorra, Vilhjálmur Bjarnason. Þeir voru báðir háttvísin uppmáluð og boðaði það gott fyrir kvöldið. Síðan komu aðrir gestir. Þessir voru: Kári, Maggie, Þorbjörg, Unnur og Biggi, Helmut og Jóhanna, Einar og Vilborg, Frikki og Rúna, Jörundur, Bjarni Benz og Bjössi kokkur, Denni og Hrönn. Margir komu færandi hendi í tilefni af afmæli skrifara nýverið.
Skrifari stóð í eldahúsi og bar fram veitingar af miklum móð, flatbökur komu á færibandi og runnu jafnharðan ofan í gestina. Einar kvartaði yfir að hafa ekki fengið neitt. Benzinn lagaði Irish Coffee ofan í flesta viðstadda og mæltist sá drykkur vel fyrir.
Ljúf kvöldstund í góðra vina hópi.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.