Erum við á réttri leið?

Þar sem skrifari Hlaupasamtaka Lýðveldisins situr í Potti dagsins að loknum erfiðisdegi í Stjórnarráðinu og eigandi spaklegar viðræður við hr. próf. dr. Einar Gunnar Pétursson fornaldarfræðing, koma þeir askvaðandi Jörundur og Einar blómasali. Ekki var frítt við að þeir önguðu eins og viskítunnur og voru þeir að auki drafandi í talanda eins og próf. dr. Fróði á góðum föstudegi. Þeir reyndu að hafa uppi tölur um hlaupna kílómetra og hraða, en enduðu þó á því að játa að kallað hefði verið í þá á Geirsgötu. Þar hélt útgerðin upp á nýjasta ávinning sinn, skip Gvuðmundar vinalausa Mjaltafell RE-7. Í skemmu var boðið upp á rautt, hvítt, bjór og snittur. Ekki þurfti langar samningaviðræður til þess að fá þá félaga inn í skemmuna til þess að taka þátt í skemmtuninni - og er oss illa brugðið, gömlum kommónistum félögum Jörundar sem laminn var í hausinn af löðreglu til staðfestingar því að hann væri einn reyfari, að svo ágætur félagi skuli láta glepjast af glerperlum og eldvatni óvinanna. 

Nema hvað: þeir hafa sig á endanum út fyrir dyr, en vita ekki fyrr til en ótilgreindur kvenkostur kallar í þá öðru sinni, að sögn Kolbrún morgunsundskona, og dreif hún þá inn í annan viðburð, þar sem dreypt var á veigum, hvítum, rauðum og kampavínsgulum. Þegar svo var komið var kapp allt úr þeim runnið og þeir náðu með herkjum að klára hlaup dagsins, sem þó var bara hefðbundið, rúmir 11 km. Á sama tíma runnu skeiðið eftir öðrum leiður og fjarri sollinum próf. dr. Ágúst Kvaran, Maggie, Benzinn og Flosi, fóru hratt yfir og lögðu rúma 18 km að baki sér án þess að blása úr nös. Þetta fólk er til fyrirmyndar, meðan blómasala og Jörundi er bent á að leita sér aðstoðar í næstu stúku, líkt og gert var þegar Emil í Lönneberga drakk mjöðinn hér um árið og kom svíninu á fyllerí.

Nú líður senn að því að skrifari mæti til hlaupa á ný, e.t.v. verður látið reyna á knéð á sunnudagsmorgun, þegar vænta má samfylgdar svo ágætra manna sem Ó. Þorsteinssonar og Magnúsar Júlíusar kirkjuráðsmanns. Í gvuðs friði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband