Fyrsti föstudagur

Sumir mættu í hlaup á Fyrsta Föstudegi hvers mánaðar í desember 2012. Nefndir voru Benzinn, Denni, Karl Gústaf, Þorvaldur, Rúna og svo ungur, slánalegur maður á að gizka 25 ára sem Denni vissi ekki nafnið á. Hlaupurum var fagnað í Potti Vorum í Vesturbæjarlaug að hlaupi loknu og samanstóð móttökusveitin af Kára, Önnu Birnu og skrifara. Setið lengi vel í Potti og tekið upp nördahjal um siglingavegalengdir og -tíma. Alveg til þess að drepa mann!

Af þessum voru aðeins tveir hinir fyrstnefndu auk skrifara sem sáu sóma sinn í að mæta á hefðbundinn Fyrsta á Ljóninu. Þar var nú öllu gáfulegri umræðan yfir glasi af jólaöli. Rætt um ESB, gjaldmiðilsmál, sjávarútveg, stönduga fjölskyldu í Eyjum og gamlan Golf.

Vonandi munu félagar Hlaupasamtakanna sýna hefðbundnum Hátíðisdögum Samtakanna meiri ræktarsemi í framtíðinni og mæta þar sem vaskir piltar koma saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef nú hingað til verið lýst sem þrekvöxnum. Skemmtileg tilbreyting að þykja slánalegur.

bestu kveðjur.

Heiðar Halldórsson (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 13:25

2 identicon

GAMLAN GOLF?

Birgir (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband