9.9.2012 | 13:42
Einn á ferð á sunnudagsmorgni
Skrifari hlakkaði mikið til að hitta félaga sína í Hlaupasamtökum Lýðveldisins á þessum fagra sunnudagsmorgni í september. Stillt veður og fagurt, ákjósanlegt til hlaupa. Er klukkan var orðin 10:10 sat skrifari einn í Brottfararsal og ekki einn einasti hinna hefðbundnu sunnudagshlaupara mættur. Úr því rættist ekki og hljóp hann því einn í dag. Gat hann sér þess til að fjórir þessara einstaklinga væru að vitja veraldlegra eigna sinna úr timbri, steinsteypu og gleri, en létu útiveru og holla hreyfingu sitja á hakanum.
Það var yndislegt að hlaupa á þessum degi, laus við barlóm um búksorgir og peningaleysi. Í Kirkjugarði var tekin aukalykkja til þess að skoða og signa yfir leiði venslafólks. Að öðru leyti var hlaupið í alla staði hefðbundið með stoppi á réttum stöðum.
Pottur góður með þeim dr. Einari Gunnari, dr. Baldri og Jörundi, auk Benzins og Bigga sem dúkkuðu upp. Allir tilgreindir voru óhlaupnir.
Framundan eru spennandi tímar. Prófessor Fróði ku ætla að mæta til hlaupa af nýju eftir slys á mánudag. Nk. laugardag er svo Reykjafellshlaup. Í gvuðs friði.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá ritara, var að gæta veraldrega eigna. Saknaði þess að hlaupa ekki í morgun !
Einar
Einar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.