Aftur Þriggjabrúa - en hvar var blómasalinn?

Ósk kom með tvo kassa af geli í Laug og úthlutaði okkur Ragnari og Bigga, nú er um að gera að fara að venjast þessu efni áður en til alvörunnar kemur. Aðrir mættir: Guðrún, Dagný, Jörundur, Magnús, Þorvaldur, Jóhanna Ólafs, Haraldur og Frikki Meló. Ritari ætlaði bara að rétt hita upp, fara rólega Hlífðarfót, jafnvel stoppa í Nauthólsvík og dýfa sér í saltan sjó. Jörundur talaði um að ótímabært væri að fara að hvíla, það mætti vel fara einhverja vegalengd og taka svolítið á því.

Farið hratt út, 5 mín. tempó þegar á Ægisíðu. Greinilegt var að áhrif 30 km hlaups í síðustu viku voru farin að dvína, enda kraftur í karlinum og hann til í hvað sem var. Er komið var í Nauthólsvík var hann orðinn vel heitur og því ekki um annað ræða en halda áfram, og enn sást til fremstu hlaupara. Er komið var í brekkuna hjá Bogganum sást enn til hraðafanta, en ekki eftir það. Dagný og Þorvaldur settu stefnuna á Suðurhlíð, Jörundur langt að baki.

Útvarpshæð og vegalengdin niður á Sæbraut tekin á 5 mín. tempói. Á Sæbraut tók ritari eftir Jörundi sem nálgaðist óðfluga. Eftir á upplýsti hann að hann hefði farið á 5 mín. tempói frá Útvarpshúsi og að Höfða. Þannig dró hann uppi ritara og náði honum við Hörpu. Þetta er hlaupari sem fór 30 km í gær á innan við þremur klukkustundum! Bara til að gá hvort hann gæti það.

Svo var farið um Miðbæ og Hljómskálagarð og endað á rólegu dóli, meðaltempó í kringum 5:25. Jógaæfing á Flöt þegar komið var tilbaka. Þar voru hlauparar sem voru 10 mín. fyrr á ferð en við. Eftir stutta dvöl í potti var haldið heim til Helmuts og Jóhönnu til þess að ráða ráðum fyrir Laugaveg. Þar dúkkaði óhlaupinn blómasali upp og bar við að hann hefði þurft að sinna útlendingum. Bauð fram Unimog til þess að ferja mannskapinn í Landmannalaugar, en var tekið fremur fálega. Stefndi í að menn pöntuðu sér far með rútunni. Gista í Þórsmörk og taka því rólega fram á sunnudag.

Spenna eykst fyrir stóra daginn. 20 km í boði á laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband