4.6.2011 | 17:26
Þriggjabrúa, Grafningshlaup og fleira
Ritari mætti einn til Útiklefa í morgun kl. 10:10. Mundi þá að ætlunin hafði verið að hlaupa í Grafningnum í dag, líklega var það þess vegna sem ég var með 19 missed calls frá ónefndum blómasala. Hann hefur ætlað að taka mig með. Af hálfu Hlaupasamtakanna tóku þátt í Grafningshlaupi í dag téður blómasali, Jörundur, Frikki í Melabúðinni og Rúna. Hlaupnir voru 25 km og var hlaupið að sögn erfitt. Ritari fór hins vegar Þriggjabrúahlaup á rólegu tempói og er óðum að koma sér aftur af stað í lokagírinn fyrir Laugaveginn, nú verður að fara að lengja. Það fréttist einnig af öðrum hlaupurum í dag, Magga, Ósk og Jóhanna og einhverjir fleiri fóru alllangt að því er ég kemst næst. Nú fara Samtökin að hífast upp töfluna þegar menn fara að skrá inn tölurnar.
Jæja, rólegt í fyrramálið í hefðbundnu Sunnudagshlaupi. Á þriðjudag er svo minningarhlaup Guðmundar Karls Gíslasonar, mæting við Hrafnhóla-gatnamótin 17:30.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.