Í Esjuhlíðum

Nokkrir naglar mættir í hlíðar Esju í dag kl. 17:30 til þess að undirbúa Laugaveg. Jörundur, Flosi, Ragnar, ritari, blómasali, dr. Jóhanna, Helmut, Kári(að sögn) og Biggi. Veður bærilegt, 8 stiga hiti og e-r vindur í fjallinu, svolítið kaldara en í N.Y. Safnast saman við ræturnar og beðið eftir Bigga. Hann lætur alltaf bíða eftir sér. Þeir eru óheppnir sem safnast saman í bíl með honum, það er alltaf vesin. Hinir óþreyjufullu héldu þegar af stað í fjallið. Gengið eða skokkað upp. Blómasalinn og Helmut voru sprækir, en sprungu fljótlega og urðu að ganga.

Ritari í sínu fyrsta hlaupi á Esjuna og því rólegur. Fór upp að Vaði, snöri þar við og reyndi að hlaupa þar sem undirlag bauð upp á slíkt. Fylgdi að öðru leyti fordæmi Ferdinands nauts, att njuta av naturen, lukta på blommorna,það var gróðurangan í fjallinu, lúpínan að brjótast fram, "heilsaði sínum hjartansvini/honum Jörundi Guðmundssyni". Aðrir fóru lengra, menn tala ýmist um að fara upp að Steini eða steini og forðast þannig að kallast ósannindamenn.

Þetta var létt í kvöld, farið að Vaði og svo niður. Fór aftur upp einhvern spöl og lauk ca. 60 mín. hlaupi/göngu. Fullt af fólki að hlaupa í fjallinu. Underbart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Undirritaður sá Kára Harðarson á leið upp fjallið þegar við vorum á leiðinni niður. Nærvera hans er staðfest - og hann staðfastur í áformum um að taka sig á. Hann hjólar á hverjum degi í vinnuna og fer greitt.

Flosi Kristjánsson, 1.6.2011 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband