Hlaupasamtökin í Miðgarði

Í dag var hlaupið í Hlaupasamtökum Lýðveldisins á hefðbundnum hlaupatíma, eða nokkurn veginn. Lagt í hann frá W 139th Street (Harlem)og sem leið liggur um 7th Avenue, eða Adam Clayton Powell Blvd., eins og tröðin heitir nú, og niður á 110th Street þar sem Miðgarður (Central Park) opnast hlaupurum úr þessari áttinni. Þessar 29 "blokkir" tók 15 mín. að hlaupa í rólegri upphitun í vígsluhlaupi nýrra Gel Nimbus 13 skúa ($130).

Komið inn í hinn legendaríska Miðgarð þar sem fjöldi hlaupara af öllum stærðum, gerðum, hlaupastíl og hlaupahraða voru á ferð og slóst ritari í för með þeim. Þetta er nú ekki eins sléttlent og mig minnti, fín æfing á fótinn á góðu tempói, skórnir bókstaflega gældu við fæturna á mér. Tók einn hring kringum Jackie Kennedy Reservoir og aftur tilbaka upp á 110da stræti. Þaðan til upphafsstaðar á góðum hraða, lauk líklega 11,5 km á um klukkutíma. Þurfti sára sjaldan að stoppa á rauðum ljósum og var merkilega laus við að vera atyrtur af heimamönnum, sem töldu sér annað þarfara á föstudegi en að fara út að hlaupa. Fyrsta hlaup lofar góðu um framhaldið. Ég ætla að vera duglegur að hlaupa í New York!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband