4.4.2011 | 20:09
Ræðuhöld í afmælisveizlu Jörundar
Spurt var: eru ræðuhöld leyfð? Engin svör bárust frá Jörundi eða fjölskyldu hans. Hins vegar barst þetta svar frá þekktum álitsgjafa í Garðabæ:
"Er ekki rétt að þið nafnar og frændur semjið ræðu saman og flytjið hana líka. Þið getið mært hvor annan og mært Skólabrúarætt og tengsl hennar við Hvol og aðra ættingja Hannesar Hólmsteins. Slíkt yrði kærkomin afmælisgjöf fyrir afmælisbarnið. Góða skemmtun, og með vinsemd. Vilhjálmur Bjarnason."
Hér þótti ritara rétt að svara:
"Mér hugnaðist ekki ábending VB um skyldleika við HHG og fór á Íslendingabók. Þar kom fram að við frændur eigum ekki sameiginlegan þráð að téðum aðila. Ég á sameiginlegan forföður með HHG fæddan 1700, sem telst ekki mikill skyldleiki, og það í gegnum Þingeyjarlegg ættar minnar, og ekki gegnum Suðurlandið eða Lækjarkot og Skólabrú. Ég held því fram hreinleika, spillingarleysi, snyrtimennsku og sjentilmennsku ættar vorrar sem hefur fengið sína áþreifanlegasta birtingarmynd í frænda mínum, Formanni til Lífstíðar, Ó. Þorsteinssyni Víkingi. Og við munum mæta galvaskir til afmælisboðs Jörundar vinar okkar næstkomandi laugardag og flytja þar mikla mærðarrullu. En að sjálfsögðu er óhjákvæmilegt að rullan fjalli að vissu marki um okkur sjálfa og hvernig líf Jörundar hefur öðlast dýpri merkingu í gegnum kunningsskapinn við okkur."
Þá barst þetta svar: "Það er erfitt að leiðsegja sjálfhverfum mönnum. Með vísun í Hvol er vísað til uppruna Jörundar, ekki ykkar. Gissur Jörundur faðir HHG er einnig frá Hvoli, þ.e. náfrændi Jörundar afmælisbarns. Hann mun væntanlega útlista það í afmæli sínu. Þar sem ræður ykkar fjalla um skyldleika við Skólabrúarætt hlýtur þetta að koma til tals. Þið Ó Ó eruð jú ættarlaukar Skólabrúarættar. Með vinsemd, Vilhjálmur Bjarnason."
Þessum orðum til fyllingar flutti Formaður hyllingarræðu til Jörundar sjötugs og mærði hann enn frekar. Þar var einnig lesið kvæðið Búlúlala eftir Stein Steinarr með kyndugum snúningi. Veizlan var hin virðulegasta og fór vel fram í alla staði. Hafi þeir kæra þökk er buðu.
Athugasemdir
Þegar þessar snjöllu ræður voru fluttar í afmælinu
orti skáld ljóð;
BÚLÚLALAHeiðursforseti Lýðveldisins heitir Ólafur ÓlafurOg Ólafur Ólafur segir BúlúlalaÖllum mönnum sem íhuga málstað LýðveldisinsFinnst unun að heyra Ólaf Ólaf tala Ólafi Ólafi finnst unun að heyra sjálfan sig tala Búlúlala Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir LýðveldisinsSem ekki hlusta á Ólaf Ólaf Ólaf talaÉg er Ólafur Ólafur segir Ólafur ÓlafurÉg er Ólafur Ólafur Búlúlala
Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.