13.9.2010 | 20:56
Öskjuhlíðarsprettir í haustblíðunni
Nokkur fjöldi hlaupara mættur í Brottfararsal á mánudegi að afloknu Reykjafellshlaupi, væntingar uppi um létt hlaup. Nei, aldeilis ekki! Sprettir í Öskjuhlíð, ekki færri en 10. Hér mátti bera kennsl á virðulega hlaupara eins og dr. Friðrik, Magnús, próf. Fróða, Flosa, dr. Karl, dr. Jóhönnu, og svo okkur hina. Það voru Einar blómasali, ritari, Kári, Eiríkur, Þorbjargir, Jóhanna, Flóki, Rúnar, Frikki og líklega ekki fleiri.
Kunnuglegur rúntur í blíðskaparveðri, þó eitthvað farið að kólna. Ágætisról á okkur þótt stirðleika gætti eftir langt hlaup laugardagsins, fínt að liðka sig upp á þennan hátt. Tíðindalaust inn í Nauthólsvík, svo var farið hjá HR og lagt í brekkurnar. Ég tók eina fjóra spretti og lét þar við sitja, þau hin fóru eitthvað fleiri. Fór gegnum skóginn og hjá Gvuðsmönnum. Náði Kára við Háskólann. Þetta var fínt hlaup og líðan góð.
Hittum Einar blómasala á Plani. Hann kvaðst langa í ískalt appelsín og kókosbollu. Kári kvaðst hafa aðrar langanir sem eru ekki hafandi eftir. Löng seta í potti með Skerjafjarðarskáldinu sem fór á kostum með frásögum og vísnaflutningi.
Kunnuglegur rúntur í blíðskaparveðri, þó eitthvað farið að kólna. Ágætisról á okkur þótt stirðleika gætti eftir langt hlaup laugardagsins, fínt að liðka sig upp á þennan hátt. Tíðindalaust inn í Nauthólsvík, svo var farið hjá HR og lagt í brekkurnar. Ég tók eina fjóra spretti og lét þar við sitja, þau hin fóru eitthvað fleiri. Fór gegnum skóginn og hjá Gvuðsmönnum. Náði Kára við Háskólann. Þetta var fínt hlaup og líðan góð.
Hittum Einar blómasala á Plani. Hann kvaðst langa í ískalt appelsín og kókosbollu. Kári kvaðst hafa aðrar langanir sem eru ekki hafandi eftir. Löng seta í potti með Skerjafjarðarskáldinu sem fór á kostum með frásögum og vísnaflutningi.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.