Magnús er maður, hann er ljón

Laugardagur kl. 9:30. Hlauparar safnast saman í Brottfararsal. Þar mátti þekkja Einar blómasala, Bjössa, Eirík, Magnús, Þorbjörgu K., Gerði, Flóka, Ragnar, ritara og Rúnar á reiðhjóli. Nýr maður, Örn, sem hljóp í Berlín í fyrra með Bjössa og Bigga. Blómasalinn búinn að fara 10 - ætlaði 30. Menn voru í misjafnlega góðu ástandi eftir skemmtanir gærdagsins, en það skyldi látið reyna á ásigkomulagið.

Magnús var í vafa með sjálfan sig, en langaði til þess að gera eitthvað meira en þennan hefðbundna Hlíðarfót. Stemmning fyrir Stokki.  Það var leiðindastrekkingur á Ægisíðu, mótvindur. Farið hægt til að byrja með. En er fram í sótti var hraðinn aukinn og var orðinn þokkalegur í Fossvogi. Margir úti að hlaupa á þessum tíma, fjölmargar konur í litlum hópum. Farið framhjá Víkingsheimili og niður að Elliðaám og yfir.

Í stað þess að fara upp Stokkinn héldum við áfram inni Laugardal, á þessum kafla vorum við fjórir saman, ritari, Maggi, Bjössi og Örn, og héldum góðu tempói, mikil brennsla og mikill sviti. Drukkið vatn á Sæbraut og svo haldið áfram. Við Maggi fórum um miðbæ og Hljómskálagarð. Enduðum á einum 18 km - vel af sér vikið svo löngu hlaupi án mikils fyrirvara.

Í potti var rifjað upp að einhverjir ætluðu í Brúarhlaup, dr. Jóhanna, Frikki og e.t.v. Flosi. Einar kom í pott og hafði farið 23 km. Næstu helgi verður svo Reykjafellshlaup, safnast saman við Vesturbæjarlaug kl. 14:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband