Síðasta æfing fyrir Reykjavíkurmaraþon

Þokkalegur hópur hlaupara mættur í Vesturbæjarlaug á miðvikudegi fyrir Reykjavíkurmaraþon í strekkingsvindi á norðan. Benziinn hafði kynnt dóttur sína, Guðrúnu, fyrir hópnum og jafnframt lagt henni lífsreglurnar um ýmsa háttsemi, varaði ennfremur við ritara, hvaðeina er sagt væri gæti ratað í annála og til ævarandi birtingar á veraldarvefnum. Hortugheit yrðu ekki liðin. Ef vel væri hins vegar farið að honum gæti það orðið til góðs fyrir veittar umsagnir í pistlum.

Fyrirmæli voru um rólegt hlaup um Hlíðarfót og nokkra létta spretti þar. Tíðindalaust að mestu á Plani, lagt upp í rólegheitum en þó gætti spennu fyrir RM. Fjórir hlaluparar hafa sagst ætla í heilt: S. Ingvarsson, Jörundur, Ragnar og Rakel. Nokkrir fara hálft og enn aðrir 10 km. Rætt um sveitamyndun.

Fátt tíðinda í svo stuttu hlaupi. Farið inn í Nauthólsvík og beygt inn Hlíðarfótinn, ég lenti með Magga sem var þreyttur að vanda. Við fórum þetta í rólegheitunum, slepptum sprettum, misstum raunar sjónar á fólkinu sem ætlaði í sprettina. Það kom strekkingur á móti okkur á þessum kafla og var eilítið kaldur. Fínt að komast fyrir vind við Hringbraut og gott dól tilbaka.

Í potti var rætt um störf, breytingar á störfum og við hvað mætti miða þegar menn ákveða hvort þeir skipta um starf. Einhver sagði að starf gæti verið leiðinlegt en vel borgað. Svo væru til störf sem væru skemmtileg en illa borguð. Rætt frá ýmsum hliðum, en ekki verður greint frá einstökum sjónarmiðum eða ummælum af tillitssemi við viðkvæma.

Eftir hlaup í RM er hlaupurum boðið í hina hefðbundnu Chili con Carne veizlu ritara, sem að þessu sinni verður haldin í garði Jörundar stórhlaupara. Vel mætt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband