Reykjafellshlaup 2010

Boðað er til Reykjafellshlaups haustið 2010 með svofelldum boðskap:

Þá er komið að hinu árlega Reykjafellshlaupi, sem að þessu sinni verður haldið laugardaginn 11. september.

Mæting við Vesturbæjarlaugina kl. 14.30. Íris hefur boðist til að flytja farangur að Varmárlaug fyrir þá sem óska þess. Hlaupið hefst stundvíslega kl. 14.45.

Hlaupið er um Ægisíðu, Nauthólsvík, Flanir, Fossvogsdal, Elliðarárdal, Grafarvog og sjávarstíg í Mosfellsbæ og að Varmárlauginni.

Vegalengdin er u.þ.b. hálft maraþon, en þeir sem vilja hlaupa styttra geti komið inn við Víkingsheimilið  (ca. 13 km), við Elliðarárvoginn (ca. 10 km)  eða við höggmyndir á hólnum fyrir ofan Gufunes (ca. 8 km).

Einnig er tilvalið að hjóla alla leiðina eða hluta þess.

Í Varmárlauginni má hvíla lúin bein og fara í sturtu. Frá Varmárlauginni förum við upp í sveitasæluna okkar að Reykjafelli og ættum við að koma þangað  upp úr kl. 18.00.

Þeir sem ætla hvorki að hlaupa, hjóla né að fara í sund koma beint þangað.

Þar er boðið upp á kraftmikla kjötsúpu, brauð og gos. Um aðra drykki sér hver sjálfur.

Ef veður leyfir ætlum við að kveikja varðeld eftir mat. Einn gítar er á staðnum og gott væri ef fleiri gætu komið með hljóðfæri og söngbækur.

Bestu kveðjur,

Helmut og Jóhanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband