4.8.2010 | 21:49
Ritari rís af sjúkrabeði - hefjast nú enn frásagnir af afrekum
Eftir tíu daga vesaldóm og veikindi reis ritari í dag af sjúkrabeði sínum og ákvað að mæta til hlaupa á ný og láta reyna á hvort heilsa batnaði við það eða versnaði. Það var Vesturbæjarlaug, mæting stundvísleg og var fjöldi góðra hlaupara mættur: próf. Fróði, Þorvaldur, Magnús tannlæknir, Einar blómasali, Bjarni Benz, Björn matreiðslulistamaður, Birgir jógalistamaður, Magga þjálfari, Rúnar á hjólinu, Kári, dr. Jóhanna, Ragnar, Pétur fyrrv. baðvörður, og svo sást Benedikt sem lítt blandar geði við oss venjulega hlaupara þessi misserin.
Það var stuttur ádíens á Plani, Magga gaf út skýr fyrirmæli um hlaup og svo var lagt í hann, þrátt fyrir að Kári væri ekki mættur út. Við vinir hans reyndum að streitast á móti og hvöttum til þess að beðið væri eftir honum, en á slíkt var ekki hlustað. Við mjökuðumst af stað og Þorvaldur gaf út þá yfirlýsing að þetta væru Dónamannasamtök - ekki væri lengur í heiðri haft gamalt heiðursmannasamkomulag um að bíða eftir góðum mönnum sem sýndu viðleitni til þess að hlaupa með okkur en væru eilítið seinir fyrir.
Veður gott, 18 stiga hiti, sól og logn. Ritari óhlaupinn sl. tvær vikur vegna veikinda og því var þetta ákveðin prófraun í kvöld. Fór hægt út, hljóp með Magga, sem er ávallt tilbúinn að leggja lag sitt við lökustu hlaupara og veita þeim félagsskap. Biggi var með okkur framan af, en þreyttist fljótt á að fara svo hægt og yfirgaf okkur. Við Magnús tókum góða rispu á ferðalögum sumarsins sem höfðu farið með okkur víða um land, á Norðurland og Vestfirði, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.
Það vakti furðu okkar hversu hægt hlaupurum miðaði fyrir framan okkur. Varð okkur einkum starsýnt á Einar blómasala, próf. Fróða og dr. Jóhönnu, sem rétt mjökuðust áfram í Skerjafirðinum. Ekki var útlit fyrir að þetta fólk ynni nein afrek á þessum degi.
Við Maggi vorum bara rólegir, fengum okkur að drekka í Nauthólsvík og dóluðum okkur áfram Hlíðarfót. Fórum hjá Gvuðsmönnum og þá leið tilbaka, en vorum óhræddir við að ganga á köflum, áttum jafnvel von á Kára að baki okkur. En þetta gekk bara furðu vel hjá sjúklingnum og hlaupi lokið með góðum sveita.
Á Plani voru Magga, Rúnar, Biggi og Bjössi. Magga vildi fá plan. Hún vill að menn fari að setja sér markmið, stefni að einhverju. Af þeirri ástæðu var ákveðið að beina því til hlaupara að ákveða hlaup á erlendri grund á næsta ári og hefja fljótlega undirbúning að slíku hlaupi. Nefnd voru hlaup í Amsterdam, London, París, Stokkhólmi, Færeyjum - en ákveðið að koma almennri hvatningu á framfæri við hlaupara og reyna að komast að samkomulagi um ákjósanlegt hlaup næsta vor. Er þessari hvatningu hér með komið á framfæri við félagsmenn.
Í potti sat á fleti fyrir Tumi sem hefur forframast í Venesúela sl. árið og hafði frá mörgu að segja. Eðlilega höfðu menn margar spurningar um þjóðhætti í þessu fjarlæga landi, einnig um matarmenningu. Einnig upplýst um rauða málningu í óbyggðum, spurt var: hvar er Jörundur?
Þegar ritari yfirgaf Laug Vora varð hann var við stímabrak og stimpingar á tröppum Laugarinnar. Þar stóðu Bjarni Benz, blómasalinn og próf. Fróði og rifust um vegalengdir og tíma. "Hann svindlaði!" sagði Benzinn um blómasalann. Blómasalinn horfði vonaraugum á ritara og biðlaði til hans um að vanda frásögn kvöldsins. Prófessorinn heimtaði hins vegar miskunnarlausa frásögn um óheilindi og óheiðarleika blómasala sem sneiðir öll horn á leiðum sínum og styttir hvert hlaup margfaldlega, en kemur svo á sama tíma og aðrir á Plan. Benzinn skammaði hann blóðugum skömmum fyrir að drattast hægt af stað í upphafi hlaups og það stæðist einfaldlega ekki að hann hefði hlaupið sömu vegalengd og þeir prófessorinn og á sama tíma.
Þannig gekk þessi miðvikudagur fyrir sig í Hlaupasamtökunum. Nú er að taka sig á og lyfta Samtökunum upp á töflunni í Hlaupadagbókinni. Fyrsti Föstudagur er næsta föstudag.
Það var stuttur ádíens á Plani, Magga gaf út skýr fyrirmæli um hlaup og svo var lagt í hann, þrátt fyrir að Kári væri ekki mættur út. Við vinir hans reyndum að streitast á móti og hvöttum til þess að beðið væri eftir honum, en á slíkt var ekki hlustað. Við mjökuðumst af stað og Þorvaldur gaf út þá yfirlýsing að þetta væru Dónamannasamtök - ekki væri lengur í heiðri haft gamalt heiðursmannasamkomulag um að bíða eftir góðum mönnum sem sýndu viðleitni til þess að hlaupa með okkur en væru eilítið seinir fyrir.
Veður gott, 18 stiga hiti, sól og logn. Ritari óhlaupinn sl. tvær vikur vegna veikinda og því var þetta ákveðin prófraun í kvöld. Fór hægt út, hljóp með Magga, sem er ávallt tilbúinn að leggja lag sitt við lökustu hlaupara og veita þeim félagsskap. Biggi var með okkur framan af, en þreyttist fljótt á að fara svo hægt og yfirgaf okkur. Við Magnús tókum góða rispu á ferðalögum sumarsins sem höfðu farið með okkur víða um land, á Norðurland og Vestfirði, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.
Það vakti furðu okkar hversu hægt hlaupurum miðaði fyrir framan okkur. Varð okkur einkum starsýnt á Einar blómasala, próf. Fróða og dr. Jóhönnu, sem rétt mjökuðust áfram í Skerjafirðinum. Ekki var útlit fyrir að þetta fólk ynni nein afrek á þessum degi.
Við Maggi vorum bara rólegir, fengum okkur að drekka í Nauthólsvík og dóluðum okkur áfram Hlíðarfót. Fórum hjá Gvuðsmönnum og þá leið tilbaka, en vorum óhræddir við að ganga á köflum, áttum jafnvel von á Kára að baki okkur. En þetta gekk bara furðu vel hjá sjúklingnum og hlaupi lokið með góðum sveita.
Á Plani voru Magga, Rúnar, Biggi og Bjössi. Magga vildi fá plan. Hún vill að menn fari að setja sér markmið, stefni að einhverju. Af þeirri ástæðu var ákveðið að beina því til hlaupara að ákveða hlaup á erlendri grund á næsta ári og hefja fljótlega undirbúning að slíku hlaupi. Nefnd voru hlaup í Amsterdam, London, París, Stokkhólmi, Færeyjum - en ákveðið að koma almennri hvatningu á framfæri við hlaupara og reyna að komast að samkomulagi um ákjósanlegt hlaup næsta vor. Er þessari hvatningu hér með komið á framfæri við félagsmenn.
Í potti sat á fleti fyrir Tumi sem hefur forframast í Venesúela sl. árið og hafði frá mörgu að segja. Eðlilega höfðu menn margar spurningar um þjóðhætti í þessu fjarlæga landi, einnig um matarmenningu. Einnig upplýst um rauða málningu í óbyggðum, spurt var: hvar er Jörundur?
Þegar ritari yfirgaf Laug Vora varð hann var við stímabrak og stimpingar á tröppum Laugarinnar. Þar stóðu Bjarni Benz, blómasalinn og próf. Fróði og rifust um vegalengdir og tíma. "Hann svindlaði!" sagði Benzinn um blómasalann. Blómasalinn horfði vonaraugum á ritara og biðlaði til hans um að vanda frásögn kvöldsins. Prófessorinn heimtaði hins vegar miskunnarlausa frásögn um óheilindi og óheiðarleika blómasala sem sneiðir öll horn á leiðum sínum og styttir hvert hlaup margfaldlega, en kemur svo á sama tíma og aðrir á Plan. Benzinn skammaði hann blóðugum skömmum fyrir að drattast hægt af stað í upphafi hlaups og það stæðist einfaldlega ekki að hann hefði hlaupið sömu vegalengd og þeir prófessorinn og á sama tíma.
Þannig gekk þessi miðvikudagur fyrir sig í Hlaupasamtökunum. Nú er að taka sig á og lyfta Samtökunum upp á töflunni í Hlaupadagbókinni. Fyrsti Föstudagur er næsta föstudag.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 5.8.2010 kl. 19:45 | Facebook
Athugasemdir
Ég legg til að við tökum ÞÞ2011 (Þyngeyjarsýslu-Þema). Mývatn og Jökulsárhlaup.
Jóhanna Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 14:52
Styð tillögu Jóhönnu. Til ritara, mín málning er græn. Þessar vikurnar held ég mér sem lengst frá Reykjavík.
Jörundur (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 21:17
Hvernig væri að hafa lúpínulaust hlaup næsta sumar: Laugaveginn fyrir sem flesta?
Flosi Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.