Einn eldsnöggur fyrir landsleik

Það var spenna fyrir landsleik Þjóðverja og Spánverja í kvöld - svo að almennt stefndu menn á stutt. Ég fór Hlíðarfótsaumingja með Benzinum, Bjössa og Þorvaldi, nokkrar konur með okkur, og svo Biggi, aðrir held ég hafi ætlað Þriggjabrúa og jafnvel lengra. Hneyksli dagsins: blómasalinn hljóp ekki, fór í pott og sást svo akandi eftir Miklubraut þegar við vorum að koma tilbaka. Hann sleppti sem sé ekki hlaupi til að horfa á boltann! Er þetta fáheyrð ósvífni og ekki til eftirbreytni.

Næst: föstudagur, búið er að auglýsa Fyrsta hjá Jörundi. Stendur það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband