6.6.2010 | 13:38
Fáheyrð tíðindi á sunnudegi
Þeir gerast ekki betri, sumardagarnir sólríku með stilltu og björtu veðri. Sex karlar safnast saman til hlaups frá Neslaug: Ó. Þorsteinsson, Flosi, Jörundur, Benzinn, blómasalinn og ritari. Útiklefi fylltist af glaðværum gestum úr Vestbyen og smituðu út frá sér kátínu og lífsgleði um Nesið, ekki veitir af. Stóðum utandyra nokkrir, blómasalinn síðastur að vanda. Svo kom hann loks úr útiklefa og út á stétt og stóð ósköp umkomulaus og vandræðalegur, berfættur, sokkalaus. En það sem verra var: skórnir gleymdust heima, eða eins og hann orðaði það: Konan gleymdi að setja skó og sokka í töskuna.
Nú voru góð ráð dýr. Það var óhugsandi að sleppa svona degi og svona félagsskap. En Íslendingar eru úrræðagóðir og snjallráðir. Ákveðið var að blómasalinn æki heim og sækti sér skó, hitti okkur svo við Hofsvallagötu. Á þetta ráð var brugðið, og við hinir þræddum á meðan fjörur út á Ægisíðu. Það heyrir sögu til að skórnir höfðu ekki gleymst heima, þeir voru í skottinu á bílnum. Allinn er farinn að leika okkur grátt.
Við hinir hlupum sumsé með sjónum og var af nógu að taka í ættfræði og viðburðum dagsins. Hittum Einar svo á Ægisíðu, farið hægt í áttina að Nauthólsvík. Þegar við vorum langt komnir þangað dró okkur uppi kona nokkur sem virtist eiga við okkur erindi: Dagný. Hún vildi heyra sögur, en engar kunnum við sem hæfa sómakærum kvennaeyrum. Við svo búið skildi hún okkur eftir og hélt áfram för sinni. Jörundur reif upp lúpínu á Flönum. Rifjuð upp kynni við félaga sem ekki hafa sézt lengi á hlaupum, svo sem Gísla og Vilhjálm.
Nú verða þeir atburðir sem lengi verða í minnum hafðir að hlauparar taka á rás í miðjum Kirkjugarði og fór Jörundur þar fremstur í flokki forherðingarinnar. Við nafni héldum ró okkar og sýndum hlutaðeigandi tilhlýðilega virðingu, gengum allan kirkjugarð. Ekki þarf því að koma á óvart að téðir hlauparar náðu nokkru forskoti á okkur, en við létum það ekki á okkur fá, enda af nógu að taka í umfjöllunarefnum dagsins, er mörg hver lutu að rekstri og stjórnun opinberra stofnana.
Fórum á Veðurstofuhálendið, Klambra, Hlemm og niður á Sæbraut. Síðan lá fyrir að fara vestur í Ánanaust og þá leið vestur úr út á Nes. Er upp var staðið urðu þetta 14,6 km og er óvenjulangt á sunnudegi.
Nú bregður svo við að vantar bæði Baldur og frú Helgu Jónsdóttur Gröndal í pott - en þó mættur dr. Einar Gunnar. Ó. Þorsteinsson bar mikið lof á alla aðstöðu í sundlauginni, einkum sturtuna í útiklefa, sem er vatnsmikil og kraftmikil. Ákveðið að þreyta næsta laug frá Neslaug á morgun, mánudag, kl. 17:30.
Nú voru góð ráð dýr. Það var óhugsandi að sleppa svona degi og svona félagsskap. En Íslendingar eru úrræðagóðir og snjallráðir. Ákveðið var að blómasalinn æki heim og sækti sér skó, hitti okkur svo við Hofsvallagötu. Á þetta ráð var brugðið, og við hinir þræddum á meðan fjörur út á Ægisíðu. Það heyrir sögu til að skórnir höfðu ekki gleymst heima, þeir voru í skottinu á bílnum. Allinn er farinn að leika okkur grátt.
Við hinir hlupum sumsé með sjónum og var af nógu að taka í ættfræði og viðburðum dagsins. Hittum Einar svo á Ægisíðu, farið hægt í áttina að Nauthólsvík. Þegar við vorum langt komnir þangað dró okkur uppi kona nokkur sem virtist eiga við okkur erindi: Dagný. Hún vildi heyra sögur, en engar kunnum við sem hæfa sómakærum kvennaeyrum. Við svo búið skildi hún okkur eftir og hélt áfram för sinni. Jörundur reif upp lúpínu á Flönum. Rifjuð upp kynni við félaga sem ekki hafa sézt lengi á hlaupum, svo sem Gísla og Vilhjálm.
Nú verða þeir atburðir sem lengi verða í minnum hafðir að hlauparar taka á rás í miðjum Kirkjugarði og fór Jörundur þar fremstur í flokki forherðingarinnar. Við nafni héldum ró okkar og sýndum hlutaðeigandi tilhlýðilega virðingu, gengum allan kirkjugarð. Ekki þarf því að koma á óvart að téðir hlauparar náðu nokkru forskoti á okkur, en við létum það ekki á okkur fá, enda af nógu að taka í umfjöllunarefnum dagsins, er mörg hver lutu að rekstri og stjórnun opinberra stofnana.
Fórum á Veðurstofuhálendið, Klambra, Hlemm og niður á Sæbraut. Síðan lá fyrir að fara vestur í Ánanaust og þá leið vestur úr út á Nes. Er upp var staðið urðu þetta 14,6 km og er óvenjulangt á sunnudegi.
Nú bregður svo við að vantar bæði Baldur og frú Helgu Jónsdóttur Gröndal í pott - en þó mættur dr. Einar Gunnar. Ó. Þorsteinsson bar mikið lof á alla aðstöðu í sundlauginni, einkum sturtuna í útiklefa, sem er vatnsmikil og kraftmikil. Ákveðið að þreyta næsta laug frá Neslaug á morgun, mánudag, kl. 17:30.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.