Bragð er að þá barnið finnur

Mánudagur á Nesi. Fjöldi hlaupara mættur, þar á meðal dr. Jóhanna, Helmut, Flosi, prófessor Fróði, Melabúðar-Frikki, Benzinn, Eiríkur, ritari og loks blómasalinn, síðastur að vanda. Sól og hiti úti. Ákveðið að hitta þau hin á Ægisíðu. Lagt í hann með svipuðu móti og í gærmorgun, meðfram ströndinni. Allhratt farið af stað, svo hratt raunar að prófessorinn kvartaði yfir tempóinu. Er komið var á Ægisíðu var hinn hópurinn þegar farinn af stað. Áfram á hröðu tempói inn í Nauthólsvík.

Þar hittum við loks þau hin, alla vega ég og Benzinn. Svo kom blómasalinn á eftir. Við vorum drifnir af stað í 500 m spretti og tókum eina fjóra slíka við Hlíðarfótinn, og einn hring í Öskjuhlíðinni. Orðnir vel heitir er hér var komið. Við Benzinn héldum svo tilbaka, með viðkomu í sjónum í Nauthólsvík, hann var svalur og frískandi. Svo áfram tilbaka, lukum líklega rúmum 14 km með þessu móti, og það á allþéttu tempói síðasta spölinn.

Ritari mætti foreldrum með litla stúlku, 2-3 ára gamla. Er hún sá ritara sagði hún: Hann er blautur! Varð þá Benzinum á orði: bragð er að þá barnið finnur. Setið í potti og spáð í leik kvöldsins í Vesturbænum, sem fer áreiðanlega illa. Næst er þreytt Minningarhlaup Guðmundar Gíslasonar á morgun, þriðjudag, kl. 17:30.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Við biðum nokkur eftir neshlaupurum á gatnamótum Hofsvallagötu og Ægissíðu en þeir voru ekki komnir 17:36 svo við lögum af stað án ykkar. Við Haukur hlupum Hlíðarfót.

Kveðja, Kári

Kári Harðarson, 7.6.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband