24.5.2010 | 18:48
Hlaupið í sumarblíðu á annan í hvítasunnu
Fjórir mættir til hlaupa hjá Hlaupasamtökum Lýðveldisins á annan í hvítasunnu: Ólafur Þorsteinsson, Þorvaldur, Jörundur og Ólafur ritari. Vart þarf að fara orðum um veðurfar, einmunablíða, heiðskírt, nánast logn, aðeins andvari þegar komið var norður fyrir. Slík var spennan fyrir hlaupi dagsins að mönnum láðist að hafa með sér allt hlaupagírið í hlaup, en það kom ekki að sök, á svona degi fyrirgefst margt. Jörundur búinn að láta opna augun á sér með aðgerð, óttuðust viðstaddir að hann fengi nýja sýn á kommúnisma og lúpínu og að til skaðsemda horfði.
Slík voru hlýindin að menn gátu sig vart hrært án þess að lýsið rynni. Komum fljótt auga á konu sem rann á undan okkur og fylgdum henni lengi vel, unz komið var í Skerjafjörðinn, þá gafst hún upp og sneri við. Stuttu síðar hitti Ó. Þorsteinsson Zóphanías sundfélaga og varð að stoppa til að spjalla. Aftur varð að stanza í Nauthólsvík þar sem við rákumst á Magnús Torfason knattspyrnumann og tannlækni.
Þetta var ekki búið. Þegar komið var á móts við lögreglustöð mættum við dr. Guðrúnu Geirsdóttur Zoega, hlaupara í TKS, sem var á undarlegu róli, alein og yfirgefin. Upphóf hún mikla mærðarrollu um Hlaupasamtökin og hið gróskumikla félagslíf þeirra. Við útskýrðum fyrir henni innvígsluhefðir Samtakanna og ástæður þess að okkur héldist svo vel á nýju og efnilegu fólki. Jæja, við héldum áfram og slógum hvergi af þrátt fyrir mikinn hita. Fórum um Austurvöll til að kanna áhuga gesta þar á að hylla miðaldra hlaupara. Sá áhugi gerði ekki vart við sig.
Fámennt í potti, einungis dr. Baldur úr menningardeild Samtakanna og var farið yfir helztu stykki í leikhúsum borgarinnar. Næst hlaupið á miðvikudag: langt!
Slík voru hlýindin að menn gátu sig vart hrært án þess að lýsið rynni. Komum fljótt auga á konu sem rann á undan okkur og fylgdum henni lengi vel, unz komið var í Skerjafjörðinn, þá gafst hún upp og sneri við. Stuttu síðar hitti Ó. Þorsteinsson Zóphanías sundfélaga og varð að stoppa til að spjalla. Aftur varð að stanza í Nauthólsvík þar sem við rákumst á Magnús Torfason knattspyrnumann og tannlækni.
Þetta var ekki búið. Þegar komið var á móts við lögreglustöð mættum við dr. Guðrúnu Geirsdóttur Zoega, hlaupara í TKS, sem var á undarlegu róli, alein og yfirgefin. Upphóf hún mikla mærðarrollu um Hlaupasamtökin og hið gróskumikla félagslíf þeirra. Við útskýrðum fyrir henni innvígsluhefðir Samtakanna og ástæður þess að okkur héldist svo vel á nýju og efnilegu fólki. Jæja, við héldum áfram og slógum hvergi af þrátt fyrir mikinn hita. Fórum um Austurvöll til að kanna áhuga gesta þar á að hylla miðaldra hlaupara. Sá áhugi gerði ekki vart við sig.
Fámennt í potti, einungis dr. Baldur úr menningardeild Samtakanna og var farið yfir helztu stykki í leikhúsum borgarinnar. Næst hlaupið á miðvikudag: langt!
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.