14.5.2010 | 21:16
Afmæli Hlaupasamtakanna nálgast - nú er ekki tími til að örvænta
Um þetta var rætt á Fyrsta Föstudegi á Ljóninu, þar sem dyggustu og tryggustu synir Samtaka Vorra voru saman komnir í kvöld að halda hátíðlegt afmæli ástsæls Forseta Vors. Meira um það seinna.
Satt bezt að segja var heldur slök mæting í föstudagshlaup, þrátt fyrir að gefið hefði verið út að nú yrði tekinn út Fyrsti Föstudagur sem var slegið á frest seinast. Þarna mátti bera kennzl á próf. Fróða, Flosa, Benzinn, Kára, Kalla, Ragnar, Ólaf ritara, Rakel, Þorvald og líklega ekki mjög marga til viðbótar. Fagurt veður, 10 stiga hiti hið minnsta, hægur vindur. Farið rólega út. Áður en langt var um liðið skiptist hópurinn upp í tvennt: prófessorinn, ritarann, Benzinn og Ragnar - og svo þá hina. Mér er það mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að ég hékk í þessum frambærilegu hlaupurum alla leiðina, hefðbundið um Sólrúnarbraut, Skerjafjörð, Flugvöll, Nauthólsvík, Hi-Lux, Kirkjugarð, Veðurstofu, Söng- og Skák, Hlíðar, Klambra, Hlemm, Sæbraut og þá leið tilbaka. Hvarvetna voru teknir sprettir og þéttingar í anda liðinna tíma.Við Kirkjugarð var rifjuð upp sagan af nuddkonunni Unu, sem menn ortu kvæði um og var eitthvað á þá leið: fyrst kom Una, svo kom stuna, og loks kom buna. Prófessorinn þrætti fyrir vitneskju um þenna kveðskap og flutti okkur kvæði sem hann orti á hátindi ferils síns og var ruglað saman við kveðskap Einars Ben.
Þetta var hratt hlaup og var ritari stoltur af því að vera samtímamaður þessara grannvöxnu og ágætu hlaupara, en jafnframt gott að hafa héra sem píska mann áfram. Við héldum áfram út Sæbraut, Mýrargötu og upp Ægisgötu, en í stað þess að fara niður Hofsvallagötu var lengt út í Ánanaust og um Grandaveg tilbaka til Laugar. 12,55 km á 1:07. Stuttu síðar komu aðrir hlauparar og höfðu farið eitthvað styttra.
Nú gerðist það í Brottfararsal að óhlaupinn Federico Melabudensis kom færandi hendi með Cadbury´s súkkulaði af nýrri tegund og nýrri stærð. Hann braut súkkulaðið niður fyrir viðstadda og mataði hlaupara þannig að allir stóðu á blístri. Maður úðaði í sig súkkulaðinu og frábað sér meira, en hugsaði: er enginn endir á því hversu mikið er til af súkkulaði? Hefði ekki blómasalinn viljað vera hérna í dag, hann sem er svo hrifinn af Cadbury´s?
Haldinn var Fyrsti Föstudagur venju samkvæmt á Ljóninu. Þar voru mættir ástsælustu synir Hlaupasamtakanna og lögðu á ráðin um afmælið, 25 ára afmælið. Er lagt til að leigt verði húsnæði undir viðburðinn á heppilegum tíma og heppilegum stað, þó verður að bíða eftir því að dr. Jóhanna og Helmut koma frá Chile - þannig að þetta getur fyrst orðið eftir ca. 1 mánuð. Jafnframt þarf að hafa upp á upphafsmönnunum og bjóða þeim. Það þurfa að vera veitingar og dagskrá og ræðuhöld. Lagt er til að fundinn verði heppilegur hópur atkvæðamanna eða -kvenna til þess að annast undirbúning og skipulag. Haft verður samband við frambærilega aðila þess að koma að framkvæmdum.
Neshlaup á morgun kl. 11.
Myndataka og viðtöl á Plani nk. mánudag fyrir Vesturbæjarblað.
Satt bezt að segja var heldur slök mæting í föstudagshlaup, þrátt fyrir að gefið hefði verið út að nú yrði tekinn út Fyrsti Föstudagur sem var slegið á frest seinast. Þarna mátti bera kennzl á próf. Fróða, Flosa, Benzinn, Kára, Kalla, Ragnar, Ólaf ritara, Rakel, Þorvald og líklega ekki mjög marga til viðbótar. Fagurt veður, 10 stiga hiti hið minnsta, hægur vindur. Farið rólega út. Áður en langt var um liðið skiptist hópurinn upp í tvennt: prófessorinn, ritarann, Benzinn og Ragnar - og svo þá hina. Mér er það mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að ég hékk í þessum frambærilegu hlaupurum alla leiðina, hefðbundið um Sólrúnarbraut, Skerjafjörð, Flugvöll, Nauthólsvík, Hi-Lux, Kirkjugarð, Veðurstofu, Söng- og Skák, Hlíðar, Klambra, Hlemm, Sæbraut og þá leið tilbaka. Hvarvetna voru teknir sprettir og þéttingar í anda liðinna tíma.Við Kirkjugarð var rifjuð upp sagan af nuddkonunni Unu, sem menn ortu kvæði um og var eitthvað á þá leið: fyrst kom Una, svo kom stuna, og loks kom buna. Prófessorinn þrætti fyrir vitneskju um þenna kveðskap og flutti okkur kvæði sem hann orti á hátindi ferils síns og var ruglað saman við kveðskap Einars Ben.
Þetta var hratt hlaup og var ritari stoltur af því að vera samtímamaður þessara grannvöxnu og ágætu hlaupara, en jafnframt gott að hafa héra sem píska mann áfram. Við héldum áfram út Sæbraut, Mýrargötu og upp Ægisgötu, en í stað þess að fara niður Hofsvallagötu var lengt út í Ánanaust og um Grandaveg tilbaka til Laugar. 12,55 km á 1:07. Stuttu síðar komu aðrir hlauparar og höfðu farið eitthvað styttra.
Nú gerðist það í Brottfararsal að óhlaupinn Federico Melabudensis kom færandi hendi með Cadbury´s súkkulaði af nýrri tegund og nýrri stærð. Hann braut súkkulaðið niður fyrir viðstadda og mataði hlaupara þannig að allir stóðu á blístri. Maður úðaði í sig súkkulaðinu og frábað sér meira, en hugsaði: er enginn endir á því hversu mikið er til af súkkulaði? Hefði ekki blómasalinn viljað vera hérna í dag, hann sem er svo hrifinn af Cadbury´s?
Haldinn var Fyrsti Föstudagur venju samkvæmt á Ljóninu. Þar voru mættir ástsælustu synir Hlaupasamtakanna og lögðu á ráðin um afmælið, 25 ára afmælið. Er lagt til að leigt verði húsnæði undir viðburðinn á heppilegum tíma og heppilegum stað, þó verður að bíða eftir því að dr. Jóhanna og Helmut koma frá Chile - þannig að þetta getur fyrst orðið eftir ca. 1 mánuð. Jafnframt þarf að hafa upp á upphafsmönnunum og bjóða þeim. Það þurfa að vera veitingar og dagskrá og ræðuhöld. Lagt er til að fundinn verði heppilegur hópur atkvæðamanna eða -kvenna til þess að annast undirbúning og skipulag. Haft verður samband við frambærilega aðila þess að koma að framkvæmdum.
Neshlaup á morgun kl. 11.
Myndataka og viðtöl á Plani nk. mánudag fyrir Vesturbæjarblað.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.