Nýir skór vekja aðdáun og öfund

Það vekur jafnan aðdáun þegar hlaupafélagi mætir á nýjum skóm til hlaups. Á því varð engin undantekning í dag þegar ritari kom íklæddur nýjum Asics Nimbus Gel 11 og var heldur betur reffilegur. Þó varð vart við öfundarraddir inn á milli og Einar blómasali heimtaði að fá að máta skóna. Ekki var léð máls á slíku, enda blómasalinn smáfættari en ritari. Rifjaðar upp senur úr eftirminnilegum kvikmyndum, m.a. Peter Sellers myndum. Mættir auk blómasala og ritara Bjössi, Kári, Flosi, Þorvaldur, Rúnar, Margrét, Ósk, Gerður, Jóhanna, Haraldur, Melabúðar-Friðrik, Benedikt og Flóki.

Það var sett upp þétt prógramm fyrir viljuga hlaupara, farið hratt inn í Öskjuhlíð í blíðviðri, þar sem við tókum 7 spretti í brekkunum. Búið er að loka fyrir flestar helztu akstursleiðir svo að nú er hægt að hlaupa ótruflað fyrir bílaumferð. Ýsa með hömsum er ekki góður undirbúningur fyrir hlaup; enn síður ef menn fá sér þrisvar á diskinn, eins og blómasalinn gerði í hádeginu. Hann sprakk eftir einn sprett og fór Hlíðarfót tilbaka.

Þegar upp var staðið voru farnir rúmir 12 km á allnokkrum hraða, góður undirbúningur fyrir langt eða meðallangt á miðvikudag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Ýsa með hömsum er ekki góður undirbúningur fyrir hlaup… ekki tala illa um Blómasalann… 

… hann er búinn að vera hér í allt kvöld, laga rafleiðslur, fúga flísar, skipta um innstungur.

ef ekki hebbði verið ýsa með hömsum !

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 26.4.2010 kl. 22:56

2 identicon

Menn töluðu um Jógann eftir hlaup. Menn spurðu: "Hvar er Jóginn?" Einhver svaraði: "Hann borðar ekki nóg af ýsu með hömsum!"

Ólafur Grétar Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband