14.3.2010 | 17:41
Kynslóðabilið - eða: Þeir kalla þetta jafnrétti!
Maður 1: hann er heima allan daginn, liggur ýmist í sófanum og les, milli þess sem hann dottar; eða fer fram í eldhús og fær sér kaffi. Konan kemur heim klukkan fjögur eftir langan og slítandi dag í vinnunni, fer beint inn í eldhús að undirbúa kvöldmatinn. Klukkan sex er kvöldmaturinn tilbúinn og karlinn kemur röltandi eins og heimiliskötturinn, sezt við eldhúsborðið orðalaust og slafrar í sig matnum. Þegar því er lokið stendur hann upp og gengur orðalaust út, fer upp á loft og sezt við tölvuna. Fer svo niður aftur og horfir á fréttirnar í sjónvarpinu. Þá er konan búin að vaska upp eftir kvöldmatinn og ganga frá í eldhúsinu. Hún kemur inn í stofu og spyr: var eitthvað í fréttunum?
Maður 2: hann kemur til Laugar klukkan að verða hálffimm, dauðþreyttur eftir erfiðan dag í vinnunni, nær að slíta af sér reyfið og troða sér í hlaupagírið, fer hring með félögunum. Kemur heim til sín upp úr sjö, þar situr frúin í stofunni og les tímarrit, krakkarnir sitja glorhungraðir við eldhúsborðið og hamra með hnífapörum í borðplötuna og grenja: pabbi, hvenær kemur maturinn. Maðurinn hendir frá sér dótinu sínu, drífur sig beint í að laga kvöldverðinn, gómsætan kjúkling með chutney og hnetum. Það tekur hann bara klukkutíma að galdra fram kóngafæði. Þegar hann er svo búinn að ganga frá öllu, sezt hann nður dauðþreyttur og spyr konuna: var eitthvað í fréttunum?
Þeir kalla það jafnrétti, eða eitthvað í þá veruna.
Svona voru andstæðurnar dregnar fram í hlaupi dagsins og ályktað sem svo að hlutskipti mannanna væri misjafnt. Allmargir mættir í Brottfararsal. Þarna mættu Benedikt, Eiríkur, Magga, Rúnar og Frikki að fara langt 35 eða þar yfir. Svo vorum við þarna sunnudagsklúbburinn undir stjórn frænda míns og vinar, Ó. Þorsteinssonar. Við vorum ritari, blómasali, Magnús, Þorvaldur og Jörundur. Það var setið og skrafað um stund um ýmis persónufræði áður en lagt var í hann. Magga kvaðst hafa farið út að hlaupa í gærmorgun kl. 9:30 og lokið eðllilegu hlaupi. Svo hefði hún farið að sinna sínum hefðbundnu helgarerindum og séð blómasalann enn þá hlaupandi um eittleytið - það hafi komið henni á óvart.
Þau hin fóru út og í stað þess að hefja hlaup settust þau inn í bíl og óku af stað, féleg byrjun á hlaupi eða hitt þó heldur! Hinir fóru af stað rólega, Einar búinn að fara eina 34 km í gær, en samt furðusprækur þrátt fyrir það.
Í tilefni Útsvars var eðlilega mikið rætt um Vilhjálm vin okkar og spurt hver hefði síðast heyrt í honum. Einna helzt er að Ólafur Þorsteinsson hafi fregnir af honum, en enn hringir síminn á Kvisthaga þegar stórtíðindi eru. Um daginn var t.d. hringt í tilefni afmælis og spurt: jæja, fer þetta ekki að verða búið hjá þér? Það var rætt af trúnaði og einurð um ýmisleg málefni, en þess jafnan gætt að ekkert færi út fyrir hópinn eða kæmist í almæli. Stoppað í Nauthólsvík og sagðar sögur.
Magnús og Þorvaldur þreyttust á okkur í kirkjugarði og hlupu áfram án þess að stöðva til þess að njóta hefðbundinnar sögustundar þar. Nú var ekki meira með það nema hvað á Klambratúni var farið að leita að trénu hans Magga og voru menn ekki á eitt sáttir um hvaða tré það væri. Næst gerist það að við nálgumst Svörtuloft. Jörundur staðnæmist við hornið og þar er stór pollur á götunni. Ég hélt menn væru meðvitaðir um hann. Ég hrópa til Jörundar að passa sig á honum. Jörundur glottir. Ólafur frændi minn er á undan mér og stoppar hjá Jörundi, en Jörundur færir sig lítið eitt til hliðar. Í sömu svipum kemur bíll akandi hjá og fer beint ofan í pollinn svo að gusan stendur yfir persónu Ólafs Þorsteinssonar alla. Hann snýr sér örsnöggt undan og sleppur við versta vatnsganginn, en fær samt eitthvað á sig. Sáu menn nú hvað fyrir Jörundi vakti: teyma Ólaf í gildru og láta hann taka á sig mikið vatn. Jæja þarna stöndum við og virðum fyrir okkur járnskúlptúrinn á Tónlistarhúsinu sem verið er að skrúfa saman. Þegar því er lokið verður glerinu komið fyrir. Þetta er allt að koma.
Nú var rætt um sumarferðir. Ákveðið var að efna til árlegrar göngu Hlaupasamtakanna einhvern tímann í júli og fara um Laugaveginn - bjóða fjölskyldum með okkur ef áhugi er til staðar. Fararstjóri verður Jörundur Guðmundsson. 2-3 daga ferð með tjöldum og öllu. Enda í Þórsmörk þar sem blómasalinn stendur fyrir grillveizlu.
Ánægjuleg og fróðleg stund í potti. Þar söknuðu menn þó Helgu Jónsdóttur Zoega Gröndal, sem mun vera lasin heima. Auk hlaupinna voru þar dr. Baldur, dr. Einar Gunnar og Stefán verkfræðingur. Næst hlaupið á morgun, mánudag. Vel mætt!
Maður 2: hann kemur til Laugar klukkan að verða hálffimm, dauðþreyttur eftir erfiðan dag í vinnunni, nær að slíta af sér reyfið og troða sér í hlaupagírið, fer hring með félögunum. Kemur heim til sín upp úr sjö, þar situr frúin í stofunni og les tímarrit, krakkarnir sitja glorhungraðir við eldhúsborðið og hamra með hnífapörum í borðplötuna og grenja: pabbi, hvenær kemur maturinn. Maðurinn hendir frá sér dótinu sínu, drífur sig beint í að laga kvöldverðinn, gómsætan kjúkling með chutney og hnetum. Það tekur hann bara klukkutíma að galdra fram kóngafæði. Þegar hann er svo búinn að ganga frá öllu, sezt hann nður dauðþreyttur og spyr konuna: var eitthvað í fréttunum?
Þeir kalla það jafnrétti, eða eitthvað í þá veruna.
Svona voru andstæðurnar dregnar fram í hlaupi dagsins og ályktað sem svo að hlutskipti mannanna væri misjafnt. Allmargir mættir í Brottfararsal. Þarna mættu Benedikt, Eiríkur, Magga, Rúnar og Frikki að fara langt 35 eða þar yfir. Svo vorum við þarna sunnudagsklúbburinn undir stjórn frænda míns og vinar, Ó. Þorsteinssonar. Við vorum ritari, blómasali, Magnús, Þorvaldur og Jörundur. Það var setið og skrafað um stund um ýmis persónufræði áður en lagt var í hann. Magga kvaðst hafa farið út að hlaupa í gærmorgun kl. 9:30 og lokið eðllilegu hlaupi. Svo hefði hún farið að sinna sínum hefðbundnu helgarerindum og séð blómasalann enn þá hlaupandi um eittleytið - það hafi komið henni á óvart.
Þau hin fóru út og í stað þess að hefja hlaup settust þau inn í bíl og óku af stað, féleg byrjun á hlaupi eða hitt þó heldur! Hinir fóru af stað rólega, Einar búinn að fara eina 34 km í gær, en samt furðusprækur þrátt fyrir það.
Í tilefni Útsvars var eðlilega mikið rætt um Vilhjálm vin okkar og spurt hver hefði síðast heyrt í honum. Einna helzt er að Ólafur Þorsteinsson hafi fregnir af honum, en enn hringir síminn á Kvisthaga þegar stórtíðindi eru. Um daginn var t.d. hringt í tilefni afmælis og spurt: jæja, fer þetta ekki að verða búið hjá þér? Það var rætt af trúnaði og einurð um ýmisleg málefni, en þess jafnan gætt að ekkert færi út fyrir hópinn eða kæmist í almæli. Stoppað í Nauthólsvík og sagðar sögur.
Magnús og Þorvaldur þreyttust á okkur í kirkjugarði og hlupu áfram án þess að stöðva til þess að njóta hefðbundinnar sögustundar þar. Nú var ekki meira með það nema hvað á Klambratúni var farið að leita að trénu hans Magga og voru menn ekki á eitt sáttir um hvaða tré það væri. Næst gerist það að við nálgumst Svörtuloft. Jörundur staðnæmist við hornið og þar er stór pollur á götunni. Ég hélt menn væru meðvitaðir um hann. Ég hrópa til Jörundar að passa sig á honum. Jörundur glottir. Ólafur frændi minn er á undan mér og stoppar hjá Jörundi, en Jörundur færir sig lítið eitt til hliðar. Í sömu svipum kemur bíll akandi hjá og fer beint ofan í pollinn svo að gusan stendur yfir persónu Ólafs Þorsteinssonar alla. Hann snýr sér örsnöggt undan og sleppur við versta vatnsganginn, en fær samt eitthvað á sig. Sáu menn nú hvað fyrir Jörundi vakti: teyma Ólaf í gildru og láta hann taka á sig mikið vatn. Jæja þarna stöndum við og virðum fyrir okkur járnskúlptúrinn á Tónlistarhúsinu sem verið er að skrúfa saman. Þegar því er lokið verður glerinu komið fyrir. Þetta er allt að koma.
Nú var rætt um sumarferðir. Ákveðið var að efna til árlegrar göngu Hlaupasamtakanna einhvern tímann í júli og fara um Laugaveginn - bjóða fjölskyldum með okkur ef áhugi er til staðar. Fararstjóri verður Jörundur Guðmundsson. 2-3 daga ferð með tjöldum og öllu. Enda í Þórsmörk þar sem blómasalinn stendur fyrir grillveizlu.
Ánægjuleg og fróðleg stund í potti. Þar söknuðu menn þó Helgu Jónsdóttur Zoega Gröndal, sem mun vera lasin heima. Auk hlaupinna voru þar dr. Baldur, dr. Einar Gunnar og Stefán verkfræðingur. Næst hlaupið á morgun, mánudag. Vel mætt!
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Ég pant fara með Laugaveginn.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.