5.2.2010 | 21:33
Ótrúlegt hlaup á Fyrsta Föstudegi - en hvar var fólkið?
Þetta fór allt hægt af stað, ritari mætti í Brottfararsal og fannst harla einmanalegt þar. Fann Þorvald í útiklefa og hugsaði sem svo: nú, það verðum við tveir í dag. Áhugavert. Í Útiklefa gerðist það helzt að blómasalinn (seinn að vanda) dró upp nýkeyptar hlaupabuxur og hóf að draga þær á útlimi sér. Kom þá í ljós að hann hafði keypt tight fit stærð sem hentar fermingarstúlkum og fór því góður tími í að draga garmentið á gildvaxna útlimina. Nema hvað þegar komið var úr útiklefa tíndust þeir hver af öðrum til hlaups: Ágúst, Jörundur, Biggi, Magnús, Eiríkur og svo tveir nýliðar, Ragnar verkfræðingur og Ólafur U. Kristjánsson, grafískur hönnuður eins og Biggi. Það flæktist ekkert fyrir okkur að hafa okkur af stað, leiðin var hefðbundin, föstudagur. Einhver vindur og fremur svalt.
Samkomulag um að fara hægt. En menn voru sprækir og því engin ástæða til þess að halda aftur af sér. Við sáum að blómasalinn fór sér hægt og töldum að það væri vegna buxnanna og hófum að herma eftir honum, hlupum eins og spýtukallar. En ritari, sem er glöggur maður, sá að eitthvað meira bjó að baki. Lét hann þess getið við próf. Fróða að líklega væri hér hádegisverði um að kenna. Á Ægisíðu var tempóið um 5:15 - og það var bara gefið í alla leið út í Nauthólsvík. Þar héldu hópinn prófessorinn, Biggi, Eiríkur, Þorvaldur, Ragnar og ritari. Við fórum upp Hi-Lux, og viti menn, það var jeppi í hi-luxinu, hvað var að gerast? Einn karlmaður reyndist í jeppanum og ekkert að gerast, en styggð komst að manninum og hann ók með hraði í burtu.
Við upp brekkuna á hægu tölti, bílar hér og hvar og greinilegt að menn höfðu ýmislegt á prjónunum á þessu föstudagseftirmiðdegi. Biðum er upp var komið eftir þeim sem á eftir komu, en það var til lítils. Áfram upp með kirkjugarði og inn í hverfi. Ég gladdi viðstadda með þeirrí frétt að Danir legðu áherzlu á það í formennskuprógrammi sínu í norrænni samvinnu þetta árið að bjóða upp á úrræði fyrir fullorðna með athyglisbrest. Gerði ég að tillögu minni að Hlaupasamtökin sæktu um styrk til þess að rannsaka athyglisbrest meðal hlaupandi karlmanna á miðjum aldri sem þreyta ca. 10 km hlaup á hægri ferð og eiga erfitt með að fylgjast með frásögnum og halda þræði.
Við bættum heldur í eftir því sem leið á hlaup, enda prófessor Fróði í forystu og farinn að gerast þorstlátur. Farið um Hlemm og niður á Sæbraut. Þaðan hljóp þessi þvaga vestur úr. Ég ákvað að fylgja Bigga til baka, enda er hann töluvert bakk með sitt líkamlega helsi. Nema hvað við héldum góðum hraða, fórum um Geirsgötu og Ægisgötu, prófessorinn lengdi vestur úr út í Ánanaust og þaðan tilbaka til Laugar.
Er komið var til Laugar var blómasalinn kominn þar á undan okkur. Hann játaði að hafa misst sig í hádeginu, etið 300 gr hamborgara með skinku, beikoni og osti. Þetta var ástæða þess að hann var svona hægur í hlaupi dagsins. Þetta sá ritari þegar í upphafi hlaups. Blómasalinn náði sér aldrei á strik í hlaupinu, en hefur lýst yfir því að hann ætli að taka langhlaup morgundagsins með trompi.
Denni mætti í pott eftir hlaup og urðu mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður, m.a. um einelti meðal miðaldra karlmanna í hlaupahópum. Sami hópur mætti síðan til Fyrsta Föstudags á Rauða Ljóninu - auk þess sem Frikki af Melabúðarfrægð skaut inn kollinum. Og Ólöf Þorsteinsdóttir. Í fyrramálið tekur síðan við langhlaup frá Laugum. Vel mætt!
Samkomulag um að fara hægt. En menn voru sprækir og því engin ástæða til þess að halda aftur af sér. Við sáum að blómasalinn fór sér hægt og töldum að það væri vegna buxnanna og hófum að herma eftir honum, hlupum eins og spýtukallar. En ritari, sem er glöggur maður, sá að eitthvað meira bjó að baki. Lét hann þess getið við próf. Fróða að líklega væri hér hádegisverði um að kenna. Á Ægisíðu var tempóið um 5:15 - og það var bara gefið í alla leið út í Nauthólsvík. Þar héldu hópinn prófessorinn, Biggi, Eiríkur, Þorvaldur, Ragnar og ritari. Við fórum upp Hi-Lux, og viti menn, það var jeppi í hi-luxinu, hvað var að gerast? Einn karlmaður reyndist í jeppanum og ekkert að gerast, en styggð komst að manninum og hann ók með hraði í burtu.
Við upp brekkuna á hægu tölti, bílar hér og hvar og greinilegt að menn höfðu ýmislegt á prjónunum á þessu föstudagseftirmiðdegi. Biðum er upp var komið eftir þeim sem á eftir komu, en það var til lítils. Áfram upp með kirkjugarði og inn í hverfi. Ég gladdi viðstadda með þeirrí frétt að Danir legðu áherzlu á það í formennskuprógrammi sínu í norrænni samvinnu þetta árið að bjóða upp á úrræði fyrir fullorðna með athyglisbrest. Gerði ég að tillögu minni að Hlaupasamtökin sæktu um styrk til þess að rannsaka athyglisbrest meðal hlaupandi karlmanna á miðjum aldri sem þreyta ca. 10 km hlaup á hægri ferð og eiga erfitt með að fylgjast með frásögnum og halda þræði.
Við bættum heldur í eftir því sem leið á hlaup, enda prófessor Fróði í forystu og farinn að gerast þorstlátur. Farið um Hlemm og niður á Sæbraut. Þaðan hljóp þessi þvaga vestur úr. Ég ákvað að fylgja Bigga til baka, enda er hann töluvert bakk með sitt líkamlega helsi. Nema hvað við héldum góðum hraða, fórum um Geirsgötu og Ægisgötu, prófessorinn lengdi vestur úr út í Ánanaust og þaðan tilbaka til Laugar.
Er komið var til Laugar var blómasalinn kominn þar á undan okkur. Hann játaði að hafa misst sig í hádeginu, etið 300 gr hamborgara með skinku, beikoni og osti. Þetta var ástæða þess að hann var svona hægur í hlaupi dagsins. Þetta sá ritari þegar í upphafi hlaups. Blómasalinn náði sér aldrei á strik í hlaupinu, en hefur lýst yfir því að hann ætli að taka langhlaup morgundagsins með trompi.
Denni mætti í pott eftir hlaup og urðu mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður, m.a. um einelti meðal miðaldra karlmanna í hlaupahópum. Sami hópur mætti síðan til Fyrsta Föstudags á Rauða Ljóninu - auk þess sem Frikki af Melabúðarfrægð skaut inn kollinum. Og Ólöf Þorsteinsdóttir. Í fyrramálið tekur síðan við langhlaup frá Laugum. Vel mætt!
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
"Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk" stendur skrifað. Undirritaður getur þar í mót greint frá því að hann minntist sex Ólafa í fyrsta bekk og einum Óla betur!
Þessir: Ólafur Árni og Ólafur Haukur í 1. X; Ólafur Unnar Kristjánsson, Ólafur Johnson, Ólafur Jóhann Ólafsson og Ólafur Thorarensen; einnig Óli Anton Bieltvedt í 1. L.
Flosi Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.