30.1.2010 | 15:15
Er það satt? Getur það verið?
Sagði Björn sannleikann? Var Friðrik búinn að fá sér pönkaraklippingu og láta húðflúra íslenzka fánann báðum megin á hausinn á sér? Hann hlýtur þá að vera auðþekkjanlegur í ádíensinum í Vín. Nema hvað: fjöldi hlaupara mættir til hlaups á laugardagsmorgni kl. 9:30 - daginn þegar við mætum Frakklandi í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Veður ólýsanlega fagurt, heiðskírt, stilla, napurt - fjallahringurinn í austri baðaði sig í rísandi sól. Plönin voru af ýmsu tagi, sumir ætluðu í tempóhlaup, aðrir vildu fara langt. Með þetta var lagt upp.
Ástæða er til að nefna sérstaklega viðveru þeirra Þorvalds og Magnúsar, sem hafa ekki áður mætt á laugardegi eftir því sem ég bezt veit. Annars var þetta hefðbundna laugardagslið mætt. Hópurinn gisnaði fljótlega og áður en maður vissi af var maður lentur í kunnuglegu kompaníi, með blómasalanum - og svo fylgdi Albert okkur austur að Víkingsheimili. Albert forvitnaðist um þessi ströngu plön sem menn eru í og þessa miklu keyrslu alla laugardaga. "Já, maður stefnir á Parísarmaraþon í april" sagði blómasalinn. "Maður er í prógrammi." En þegar spurt var hvað ritarinn ætlaðist fyrir kom löng ræða um það að hann væri aðallega að þessu blómasalanum til stuðnings og uppbyggingar, því sjálfur stefndi ritarinn sosum ekki á neitt ákveðið. Hann hlypi með blómasalanum honum til móralsks stuðnings, vegna þess hversu blómasalinn væri laus við sjálfsaga og hætti til að hlífa sjálfum sér á hlaupum. Rifjaður var upp gærdagurinn, þegar Einar fór af tilviljun í heimsókn í fyrirtæki þar sem Þorramatur var á borðum í hádeginu. Á téðum vinnustað unnu nær eingöngu Portúgalar sem litu ekki við matnum. Neyddist því Einar til þess að úða í sig lundaböggum og hrútspungum. Í hlaupi kvöldsins var svo ráðist til inngöngu á Jómfrúna í Lækjargötu og þar snædd rauðspretta, henni skolað niður með hálfum lítra af bjór. Um kvöldið var svo ís og gúmmelaði af ýmsu tagi.
Þannig fórum við austurúr og skildu leiðir okkar fóstbræðra og Alberts við Víkingsvöll, við Einar stefndum í Kópavoginn, en fórum ekki Goldfinger heldur hina neðri leið sem Flosi hefur stundum farið. Yfir Breiðholtsbraut og stungum okkur beint niður í Elliðaárdal, þaðan undir brautina aftur og upp hjá gamla Fáksheimilinu og stefndum út á Miklubraut. Þar mættum við manni sem heitir Einar og er blómasali (NB Jörundur - var þetta klóninn?) Mættum mörgum hlaupurum og virðast hlaupahópar koma vel undan vetri. Er því vel til fundið að koma á sameiginlegum hlaupum hópa fyrsta laugardag hvers mánaðar, svo sem nánar er greint frá á Hlaupadagbókinni. Fyrsta slíka hlaup verður þreytt frá Laugardalslaug n.k. laugardag.
Ég var með orkudrykk með mér og saup drjúgum á honum á leiðinni. Hlaup gekk vel og vorum við bara sprækir, en stundum þurfti að rykkja í til þess að tempóið dytti ekki niður, aftur þetta með sjálfsaga og einbeitingu. Fórum Sæbrautina og svo Lækjargötu tilbaka. Það var svolítið napurt og því nauðsynlegt að halda vel áfram og ná það góðum hraða að maður kólnaði ekki. Enduðum í 17,5 km - en Einar hafði farið 4 áður en hlaup byrjaði svo að hann fór yfir 20 km í dag.
Í potti voru Ósk, Bjössi, blómasalinn og ritari - til umræðu kom leikurinn við Frakka og svo forval hjá stjórnmálaflokkunum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Sumir ætla að hvíla á morgun, en ekki sakar að láta þess getið að í fyrramálið er hlaupið frá Laug kl. 10:10 skv. hefð - og er af nógu að taka í greiningum og frásögnum: leikurinn, kosningarnar, svindlmál hið nýja þar sem fjórir voru handteknir og sæta rannsókn fyrir ótrúlega framgöngu gegn þjóð sinni sem er að vinna sig út úr djúpri kreppu. Vel mætt!
Ástæða er til að nefna sérstaklega viðveru þeirra Þorvalds og Magnúsar, sem hafa ekki áður mætt á laugardegi eftir því sem ég bezt veit. Annars var þetta hefðbundna laugardagslið mætt. Hópurinn gisnaði fljótlega og áður en maður vissi af var maður lentur í kunnuglegu kompaníi, með blómasalanum - og svo fylgdi Albert okkur austur að Víkingsheimili. Albert forvitnaðist um þessi ströngu plön sem menn eru í og þessa miklu keyrslu alla laugardaga. "Já, maður stefnir á Parísarmaraþon í april" sagði blómasalinn. "Maður er í prógrammi." En þegar spurt var hvað ritarinn ætlaðist fyrir kom löng ræða um það að hann væri aðallega að þessu blómasalanum til stuðnings og uppbyggingar, því sjálfur stefndi ritarinn sosum ekki á neitt ákveðið. Hann hlypi með blómasalanum honum til móralsks stuðnings, vegna þess hversu blómasalinn væri laus við sjálfsaga og hætti til að hlífa sjálfum sér á hlaupum. Rifjaður var upp gærdagurinn, þegar Einar fór af tilviljun í heimsókn í fyrirtæki þar sem Þorramatur var á borðum í hádeginu. Á téðum vinnustað unnu nær eingöngu Portúgalar sem litu ekki við matnum. Neyddist því Einar til þess að úða í sig lundaböggum og hrútspungum. Í hlaupi kvöldsins var svo ráðist til inngöngu á Jómfrúna í Lækjargötu og þar snædd rauðspretta, henni skolað niður með hálfum lítra af bjór. Um kvöldið var svo ís og gúmmelaði af ýmsu tagi.
Þannig fórum við austurúr og skildu leiðir okkar fóstbræðra og Alberts við Víkingsvöll, við Einar stefndum í Kópavoginn, en fórum ekki Goldfinger heldur hina neðri leið sem Flosi hefur stundum farið. Yfir Breiðholtsbraut og stungum okkur beint niður í Elliðaárdal, þaðan undir brautina aftur og upp hjá gamla Fáksheimilinu og stefndum út á Miklubraut. Þar mættum við manni sem heitir Einar og er blómasali (NB Jörundur - var þetta klóninn?) Mættum mörgum hlaupurum og virðast hlaupahópar koma vel undan vetri. Er því vel til fundið að koma á sameiginlegum hlaupum hópa fyrsta laugardag hvers mánaðar, svo sem nánar er greint frá á Hlaupadagbókinni. Fyrsta slíka hlaup verður þreytt frá Laugardalslaug n.k. laugardag.
Ég var með orkudrykk með mér og saup drjúgum á honum á leiðinni. Hlaup gekk vel og vorum við bara sprækir, en stundum þurfti að rykkja í til þess að tempóið dytti ekki niður, aftur þetta með sjálfsaga og einbeitingu. Fórum Sæbrautina og svo Lækjargötu tilbaka. Það var svolítið napurt og því nauðsynlegt að halda vel áfram og ná það góðum hraða að maður kólnaði ekki. Enduðum í 17,5 km - en Einar hafði farið 4 áður en hlaup byrjaði svo að hann fór yfir 20 km í dag.
Í potti voru Ósk, Bjössi, blómasalinn og ritari - til umræðu kom leikurinn við Frakka og svo forval hjá stjórnmálaflokkunum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Sumir ætla að hvíla á morgun, en ekki sakar að láta þess getið að í fyrramálið er hlaupið frá Laug kl. 10:10 skv. hefð - og er af nógu að taka í greiningum og frásögnum: leikurinn, kosningarnar, svindlmál hið nýja þar sem fjórir voru handteknir og sæta rannsókn fyrir ótrúlega framgöngu gegn þjóð sinni sem er að vinna sig út úr djúpri kreppu. Vel mætt!
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 31.1.2010 kl. 12:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.