26.1.2010 | 21:45
Með kjaftinum öllum
Hvar var Benzinn í kvöld? Ritari mættur til hlaups og enginn í Hlaupasamtökunum sjáanlegur. Hvar var fólkið sem úthúðaði honum sem letingja og ómenni í potti gærdagsins? Fremstir í flokki þeir Bjarni Benz og próf. Fróði sem útmáluðu líðan ritara að kveldi og reyndu að lauma inn samvizkubiti hjá þessum sómapilti, þessu afbragði annarra Vesturbæinga. Og Bjarni með kjaftinum öllum. Mál voru þannig vaxin að ritari vildi undirbúa gott langhlaup á morgun, miðvikudag, með því að taka létt tölt austur grundir. Lét blómasala vita af þessari fyrirætlan og fékk jákvæðar undirtektir - "ég kjem" sagði blómasalinn upp á norsku.
Árný fékk áfall þegar hún sá ritara koma úr Útiklefa hlaupaklæddan. "Er ekki þriðjudagur?" spurði hún. "Er ég orðin brjáluð? Ætlarðu að hlaupa á þriðjudegi?" spurði hún. "Já," svaraði ég. "Er það bannað?" Nei, vitanlega er heimilt að hlaupa á þriðjudegi ef mönnum sýnist svo. Ég settist og hóf að bíða eftir blómasala. Hafði fengið sms stuttu áður þar sem hann tilkynnti væntanlega komu sína til Laugar. Hlaup hefst kl. 17:30 stundvíslega. Ritari beið af meðfæddri linkind gagnvart öllu því litla og auma sem hrærist með okkur í tvær mínútur fram yfir hálfsex - en hugsaði sem svo: ef hann ætlaði að koma væri hann kominn. Hér er ekki beðið.
Lagði í hann í þokkalegu veðri og enn var bjart úti. Einhver vindur, en ekkert til þess að láta trufla sig, líklega yrði hann eitthvað meiri á leið tilbaka. Fáir á ferð og greinilegt að almennt eru þriðjudagar ekki vinsælir hlaupadagar. Einhvers staðar á leiðinni, líklega við flugvöll og í Nauthólsvík, brast á með hagli svo grimmu og hvössu að mér varð hugsað: þetta er ekki fyrir aumingja. En ekki var mér í hug að hverfa frá, hugsaði með mér: þetta er yndislegt! Þetta er lífið! Meira af svo góðu. Svona veðrabrigði gefa hlaupum vissulega gildi. Áfram austurúr og tilhugsunin um frekari kárínur af hendi náttúrunni juku mér karlmennskuþrótt. Mér leið eins og Hannesi Hafstein á Kaldadal.
Hljóp sem leið lá út að Kringlumýrarbraut og svo upp meðfram Kirkjugarði og upp að Kringlu. Þaðan niðurúr og niður stokk, hjá Gvuðsmönnum og vesturúr Hringbraut. Svo krisskrossið gamalkunna yfir braut og önnur þverun yfir vegna framkvæmdanna við veginn að HR sem Kári er búinn að kvarta yfir á bloggi sínu.
Þetta var nú óttalegt gutl á manni og varla hægt að tala um hlaup, eiginlega ætti maður að skammast sín að vera að segja frá þessu. Nema hvað, þetta var prýðileg liðkun fyrir langt á morgun, ekki styttra en 18 km - 69. Það voru vissulega vonbrigði að sjá engan frá Hlaupasamtökunum að hlaupi í kvöld og má heita furðulegt að fólk sem stefnir á París skuli vera svo værukært að sleppa góðu hlaupi þegar því býðst að hlaupa með valinkunnum hlaupaköppum. Að ekki sé minnst á galgopana sem réðust að ritara í potti í gær með flími og háðsglósum og héldu að þeir gætu brotið hann niður, eins og þeir hafa gert svo oft áður gagnvart grandalausum einfeldningum sem hafa rambað í raðir vorar. Nei, ekki svo hér. Í kvöld var sýnt fram á að það er ekki alveg einfalt mál að brjóta menn niður, þótt garvaðir eineltismenn og hrekkjusvín beiti útsmognustu aðferðum til að ná markmiðum sínum.
Er hér með hvatt til þess að fyrrgreindir galgopar mæti af nýju til hlaups á morgun, miðvikudag, og sýni þá hvort meira búi í þeim en kjafthátturinn einn saman.
Árný fékk áfall þegar hún sá ritara koma úr Útiklefa hlaupaklæddan. "Er ekki þriðjudagur?" spurði hún. "Er ég orðin brjáluð? Ætlarðu að hlaupa á þriðjudegi?" spurði hún. "Já," svaraði ég. "Er það bannað?" Nei, vitanlega er heimilt að hlaupa á þriðjudegi ef mönnum sýnist svo. Ég settist og hóf að bíða eftir blómasala. Hafði fengið sms stuttu áður þar sem hann tilkynnti væntanlega komu sína til Laugar. Hlaup hefst kl. 17:30 stundvíslega. Ritari beið af meðfæddri linkind gagnvart öllu því litla og auma sem hrærist með okkur í tvær mínútur fram yfir hálfsex - en hugsaði sem svo: ef hann ætlaði að koma væri hann kominn. Hér er ekki beðið.
Lagði í hann í þokkalegu veðri og enn var bjart úti. Einhver vindur, en ekkert til þess að láta trufla sig, líklega yrði hann eitthvað meiri á leið tilbaka. Fáir á ferð og greinilegt að almennt eru þriðjudagar ekki vinsælir hlaupadagar. Einhvers staðar á leiðinni, líklega við flugvöll og í Nauthólsvík, brast á með hagli svo grimmu og hvössu að mér varð hugsað: þetta er ekki fyrir aumingja. En ekki var mér í hug að hverfa frá, hugsaði með mér: þetta er yndislegt! Þetta er lífið! Meira af svo góðu. Svona veðrabrigði gefa hlaupum vissulega gildi. Áfram austurúr og tilhugsunin um frekari kárínur af hendi náttúrunni juku mér karlmennskuþrótt. Mér leið eins og Hannesi Hafstein á Kaldadal.
Hljóp sem leið lá út að Kringlumýrarbraut og svo upp meðfram Kirkjugarði og upp að Kringlu. Þaðan niðurúr og niður stokk, hjá Gvuðsmönnum og vesturúr Hringbraut. Svo krisskrossið gamalkunna yfir braut og önnur þverun yfir vegna framkvæmdanna við veginn að HR sem Kári er búinn að kvarta yfir á bloggi sínu.
Þetta var nú óttalegt gutl á manni og varla hægt að tala um hlaup, eiginlega ætti maður að skammast sín að vera að segja frá þessu. Nema hvað, þetta var prýðileg liðkun fyrir langt á morgun, ekki styttra en 18 km - 69. Það voru vissulega vonbrigði að sjá engan frá Hlaupasamtökunum að hlaupi í kvöld og má heita furðulegt að fólk sem stefnir á París skuli vera svo værukært að sleppa góðu hlaupi þegar því býðst að hlaupa með valinkunnum hlaupaköppum. Að ekki sé minnst á galgopana sem réðust að ritara í potti í gær með flími og háðsglósum og héldu að þeir gætu brotið hann niður, eins og þeir hafa gert svo oft áður gagnvart grandalausum einfeldningum sem hafa rambað í raðir vorar. Nei, ekki svo hér. Í kvöld var sýnt fram á að það er ekki alveg einfalt mál að brjóta menn niður, þótt garvaðir eineltismenn og hrekkjusvín beiti útsmognustu aðferðum til að ná markmiðum sínum.
Er hér með hvatt til þess að fyrrgreindir galgopar mæti af nýju til hlaups á morgun, miðvikudag, og sýni þá hvort meira búi í þeim en kjafthátturinn einn saman.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.