8.1.2010 | 21:03
Fyrsti Föstudagur haldinn hátíðlegur
Þetta var einn af þessum eftirminnilegum hlaupadögum. Svo var mál með vexti að Hlaupasamtök Lýðveldisins stóðu fyrir hefðbundnu föstudagshlaupi í dag og var til þess boðað með eðlilegum fyrirvara. Enda var komið að enn einum Fyrsta Föstudegi. Svo vildi þó til að frekar illa var mætt í hlaupið, eingöngu voru Flosi, Kári, Denni, Biggi, Bjössi, Benzinn, blómasalinn, Rúna, ritari - og líklega ekki fleiri. Þarna vantaði margt mætra sveina og meyja. Vakti það furðu viðstaddra.
Engar umtalsverðar móðganir flugu manna á milli, eindrægni ríkti og var ekki staldrað lengi við á Plani, en þó höfðu menn tíma til þess að gaumgæfa nýjan bækling um detox við Mývatn sem liggur frammi í Laug Vorri þessi misserin. Hlauparar þurfa ekki detox, þeir hlaupa.
Á föstudögum er hlaupið hefðbundið. Þá er farið rólega. Farið rólega af stað. Menn voru ólmir og voru kátir að hafa endurheimt Bigga. Biggi var sprækur framan af, en fljótlega eftir það eins og sprungin blaðra. Benzinn að mæta eftir langa fjarveru og var furðu ern. Það var afar hált á Ægisíðu og mátti fara varlega. Þetta skánaði er komið var í Skerjafjörðinn, þá var aftur hægt að fara að taka á því. Þetta tækifæri létum við helztu drengirnir ekki framhjá okkur fara, keyrðum á 5:18 mín. tempói út í Nauthólsvík. Þetta vorum við Flosi, Bjössi, Benzinn og einhver með okkur, sem ég man ekki alveg hver var.
Nema hvað, í Nauthólsvík gerðust hlutirnir. Við áfram upp Hi-Lux, en það fréttist af Bigga og Kára þar sem þeir tóku strikið út að HR þar sem fram fór skoðun á aðstæðum. Aðrir áfram hefðbundið. Það fór svo að við Bjarni höfðum félagsskap hvor af öðrum það sem eftir lifði hlaups. Til að byrja með ræddum við detox-fræði og sýndist hvorum sitt í þeim efnum. Fljótlega var farið að ræða pólitíkina og þegar komið var niður að Sæbraut var Bjarni farinn að hækka raustina svo hressilega að ég hafði áhyggjur af því að vegfarendur hringdu í lögreglu til þess að afstýra vandræðum. Hér var sleginn sá tónn að það bæri að manna víkingaskip og stilla forseta vorum uppi í stafni með bryntröll í hendi svo að fjandvinum okkar féllust hendur, titrandi af hræðslu andspænis þessum andlega jöfri, og bæðu um að fá að semja um hagstæðar endurgreiðslur skulda Íslendinga á Icesave-skuldum.
Bjarni var sprækur í hlaupi dagsins og ekki ónýtt að hlaupa með svona kappa, hélt manni við efnið og hraðanum uppi. Aldrei slegið af. Komið á Móttökuplan þar sem fyrir voru á fleti Flosi og Bjössi og svo einhver sem ég man ekki nafnið á. Teygt og talað. Þarna mætti Benedikt óhlaupinn að þessu sinni, en kvaðst hafa hlaupið um morguninn og að Magga þjálfari væri til frásagnar um það.
Pottur ljúfur sem ævinlega og fylltist maður auðmýkt og þakklæti fyrir að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja slíkt úrval fólks sem þarna safnaðist saman til samtals eftir hlaup. Þó var enn betra að mæta til Fyrsta Föstudags á Dauða Ljóninu eftir hlaup - þar komu saman höfðingjar og áttu saman góða stund með bernaise-borgara og bjórkollu. Góð stund sem ástæða er til að þakka fyrir, jafnframt því að hvatt er til þess að fólk mæti af nýju til hlaups í fyrramálið frá Laug kl. 9:30. Langt.
PS - nýtt nafn á Skítastöð er Drulludæla. Það bara bessnar! See you - don´t wanna be you!
Engar umtalsverðar móðganir flugu manna á milli, eindrægni ríkti og var ekki staldrað lengi við á Plani, en þó höfðu menn tíma til þess að gaumgæfa nýjan bækling um detox við Mývatn sem liggur frammi í Laug Vorri þessi misserin. Hlauparar þurfa ekki detox, þeir hlaupa.
Á föstudögum er hlaupið hefðbundið. Þá er farið rólega. Farið rólega af stað. Menn voru ólmir og voru kátir að hafa endurheimt Bigga. Biggi var sprækur framan af, en fljótlega eftir það eins og sprungin blaðra. Benzinn að mæta eftir langa fjarveru og var furðu ern. Það var afar hált á Ægisíðu og mátti fara varlega. Þetta skánaði er komið var í Skerjafjörðinn, þá var aftur hægt að fara að taka á því. Þetta tækifæri létum við helztu drengirnir ekki framhjá okkur fara, keyrðum á 5:18 mín. tempói út í Nauthólsvík. Þetta vorum við Flosi, Bjössi, Benzinn og einhver með okkur, sem ég man ekki alveg hver var.
Nema hvað, í Nauthólsvík gerðust hlutirnir. Við áfram upp Hi-Lux, en það fréttist af Bigga og Kára þar sem þeir tóku strikið út að HR þar sem fram fór skoðun á aðstæðum. Aðrir áfram hefðbundið. Það fór svo að við Bjarni höfðum félagsskap hvor af öðrum það sem eftir lifði hlaups. Til að byrja með ræddum við detox-fræði og sýndist hvorum sitt í þeim efnum. Fljótlega var farið að ræða pólitíkina og þegar komið var niður að Sæbraut var Bjarni farinn að hækka raustina svo hressilega að ég hafði áhyggjur af því að vegfarendur hringdu í lögreglu til þess að afstýra vandræðum. Hér var sleginn sá tónn að það bæri að manna víkingaskip og stilla forseta vorum uppi í stafni með bryntröll í hendi svo að fjandvinum okkar féllust hendur, titrandi af hræðslu andspænis þessum andlega jöfri, og bæðu um að fá að semja um hagstæðar endurgreiðslur skulda Íslendinga á Icesave-skuldum.
Bjarni var sprækur í hlaupi dagsins og ekki ónýtt að hlaupa með svona kappa, hélt manni við efnið og hraðanum uppi. Aldrei slegið af. Komið á Móttökuplan þar sem fyrir voru á fleti Flosi og Bjössi og svo einhver sem ég man ekki nafnið á. Teygt og talað. Þarna mætti Benedikt óhlaupinn að þessu sinni, en kvaðst hafa hlaupið um morguninn og að Magga þjálfari væri til frásagnar um það.
Pottur ljúfur sem ævinlega og fylltist maður auðmýkt og þakklæti fyrir að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja slíkt úrval fólks sem þarna safnaðist saman til samtals eftir hlaup. Þó var enn betra að mæta til Fyrsta Föstudags á Dauða Ljóninu eftir hlaup - þar komu saman höfðingjar og áttu saman góða stund með bernaise-borgara og bjórkollu. Góð stund sem ástæða er til að þakka fyrir, jafnframt því að hvatt er til þess að fólk mæti af nýju til hlaups í fyrramálið frá Laug kl. 9:30. Langt.
PS - nýtt nafn á Skítastöð er Drulludæla. Það bara bessnar! See you - don´t wanna be you!
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Friedrich Kaufmann hat mit uns gelaufen
Flosi Kristjánsson, 8.1.2010 kl. 21:49
Gaudi krankentraener kann nicht das erwissen muchthen wurden bitte, danke.
Ólafur Grétar Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.