Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
5.2.2010 | 21:33
Ótrúlegt hlaup á Fyrsta Föstudegi - en hvar var fólkið?
Þetta fór allt hægt af stað, ritari mætti í Brottfararsal og fannst harla einmanalegt þar. Fann Þorvald í útiklefa og hugsaði sem svo: nú, það verðum við tveir í dag. Áhugavert. Í Útiklefa gerðist það helzt að blómasalinn (seinn að vanda) dró upp nýkeyptar hlaupabuxur og hóf að draga þær á útlimi sér. Kom þá í ljós að hann hafði keypt tight fit stærð sem hentar fermingarstúlkum og fór því góður tími í að draga garmentið á gildvaxna útlimina. Nema hvað þegar komið var úr útiklefa tíndust þeir hver af öðrum til hlaups: Ágúst, Jörundur, Biggi, Magnús, Eiríkur og svo tveir nýliðar, Ragnar verkfræðingur og Ólafur U. Kristjánsson, grafískur hönnuður eins og Biggi. Það flæktist ekkert fyrir okkur að hafa okkur af stað, leiðin var hefðbundin, föstudagur. Einhver vindur og fremur svalt.
Samkomulag um að fara hægt. En menn voru sprækir og því engin ástæða til þess að halda aftur af sér. Við sáum að blómasalinn fór sér hægt og töldum að það væri vegna buxnanna og hófum að herma eftir honum, hlupum eins og spýtukallar. En ritari, sem er glöggur maður, sá að eitthvað meira bjó að baki. Lét hann þess getið við próf. Fróða að líklega væri hér hádegisverði um að kenna. Á Ægisíðu var tempóið um 5:15 - og það var bara gefið í alla leið út í Nauthólsvík. Þar héldu hópinn prófessorinn, Biggi, Eiríkur, Þorvaldur, Ragnar og ritari. Við fórum upp Hi-Lux, og viti menn, það var jeppi í hi-luxinu, hvað var að gerast? Einn karlmaður reyndist í jeppanum og ekkert að gerast, en styggð komst að manninum og hann ók með hraði í burtu.
Við upp brekkuna á hægu tölti, bílar hér og hvar og greinilegt að menn höfðu ýmislegt á prjónunum á þessu föstudagseftirmiðdegi. Biðum er upp var komið eftir þeim sem á eftir komu, en það var til lítils. Áfram upp með kirkjugarði og inn í hverfi. Ég gladdi viðstadda með þeirrí frétt að Danir legðu áherzlu á það í formennskuprógrammi sínu í norrænni samvinnu þetta árið að bjóða upp á úrræði fyrir fullorðna með athyglisbrest. Gerði ég að tillögu minni að Hlaupasamtökin sæktu um styrk til þess að rannsaka athyglisbrest meðal hlaupandi karlmanna á miðjum aldri sem þreyta ca. 10 km hlaup á hægri ferð og eiga erfitt með að fylgjast með frásögnum og halda þræði.
Við bættum heldur í eftir því sem leið á hlaup, enda prófessor Fróði í forystu og farinn að gerast þorstlátur. Farið um Hlemm og niður á Sæbraut. Þaðan hljóp þessi þvaga vestur úr. Ég ákvað að fylgja Bigga til baka, enda er hann töluvert bakk með sitt líkamlega helsi. Nema hvað við héldum góðum hraða, fórum um Geirsgötu og Ægisgötu, prófessorinn lengdi vestur úr út í Ánanaust og þaðan tilbaka til Laugar.
Er komið var til Laugar var blómasalinn kominn þar á undan okkur. Hann játaði að hafa misst sig í hádeginu, etið 300 gr hamborgara með skinku, beikoni og osti. Þetta var ástæða þess að hann var svona hægur í hlaupi dagsins. Þetta sá ritari þegar í upphafi hlaups. Blómasalinn náði sér aldrei á strik í hlaupinu, en hefur lýst yfir því að hann ætli að taka langhlaup morgundagsins með trompi.
Denni mætti í pott eftir hlaup og urðu mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður, m.a. um einelti meðal miðaldra karlmanna í hlaupahópum. Sami hópur mætti síðan til Fyrsta Föstudags á Rauða Ljóninu - auk þess sem Frikki af Melabúðarfrægð skaut inn kollinum. Og Ólöf Þorsteinsdóttir. Í fyrramálið tekur síðan við langhlaup frá Laugum. Vel mætt!
Samkomulag um að fara hægt. En menn voru sprækir og því engin ástæða til þess að halda aftur af sér. Við sáum að blómasalinn fór sér hægt og töldum að það væri vegna buxnanna og hófum að herma eftir honum, hlupum eins og spýtukallar. En ritari, sem er glöggur maður, sá að eitthvað meira bjó að baki. Lét hann þess getið við próf. Fróða að líklega væri hér hádegisverði um að kenna. Á Ægisíðu var tempóið um 5:15 - og það var bara gefið í alla leið út í Nauthólsvík. Þar héldu hópinn prófessorinn, Biggi, Eiríkur, Þorvaldur, Ragnar og ritari. Við fórum upp Hi-Lux, og viti menn, það var jeppi í hi-luxinu, hvað var að gerast? Einn karlmaður reyndist í jeppanum og ekkert að gerast, en styggð komst að manninum og hann ók með hraði í burtu.
Við upp brekkuna á hægu tölti, bílar hér og hvar og greinilegt að menn höfðu ýmislegt á prjónunum á þessu föstudagseftirmiðdegi. Biðum er upp var komið eftir þeim sem á eftir komu, en það var til lítils. Áfram upp með kirkjugarði og inn í hverfi. Ég gladdi viðstadda með þeirrí frétt að Danir legðu áherzlu á það í formennskuprógrammi sínu í norrænni samvinnu þetta árið að bjóða upp á úrræði fyrir fullorðna með athyglisbrest. Gerði ég að tillögu minni að Hlaupasamtökin sæktu um styrk til þess að rannsaka athyglisbrest meðal hlaupandi karlmanna á miðjum aldri sem þreyta ca. 10 km hlaup á hægri ferð og eiga erfitt með að fylgjast með frásögnum og halda þræði.
Við bættum heldur í eftir því sem leið á hlaup, enda prófessor Fróði í forystu og farinn að gerast þorstlátur. Farið um Hlemm og niður á Sæbraut. Þaðan hljóp þessi þvaga vestur úr. Ég ákvað að fylgja Bigga til baka, enda er hann töluvert bakk með sitt líkamlega helsi. Nema hvað við héldum góðum hraða, fórum um Geirsgötu og Ægisgötu, prófessorinn lengdi vestur úr út í Ánanaust og þaðan tilbaka til Laugar.
Er komið var til Laugar var blómasalinn kominn þar á undan okkur. Hann játaði að hafa misst sig í hádeginu, etið 300 gr hamborgara með skinku, beikoni og osti. Þetta var ástæða þess að hann var svona hægur í hlaupi dagsins. Þetta sá ritari þegar í upphafi hlaups. Blómasalinn náði sér aldrei á strik í hlaupinu, en hefur lýst yfir því að hann ætli að taka langhlaup morgundagsins með trompi.
Denni mætti í pott eftir hlaup og urðu mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður, m.a. um einelti meðal miðaldra karlmanna í hlaupahópum. Sami hópur mætti síðan til Fyrsta Föstudags á Rauða Ljóninu - auk þess sem Frikki af Melabúðarfrægð skaut inn kollinum. Og Ólöf Þorsteinsdóttir. Í fyrramálið tekur síðan við langhlaup frá Laugum. Vel mætt!
3.2.2010 | 21:16
Hlaupasamtökin eru hjálparsamtök
Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Þetta reyndu þegnar landsins í dag þegar Hlaupasamtök Lýðveldisins hlupu frá Vesturbæjarlaug austur um byggðir. Svo var mál með vexti að nokkrir hlauparar, ekki mjög margir, söfnuðust saman til hlaups rétt um 17:30. Þrjú prógrömm í gangi: Stíbbla, Þrjár brýr og svo sprettir. Hópurinn fór saman austur Sólrúnarbraut og að Skítastöð. Þar var ekki staðnæmst, heldur haldið áfram á 5 mín. tempói. Nú vildi svo til að ritari hékk í fremsta fólki. Ekki nóg með það, hann kvartaði yfir að það væri að þvælast fyrir sér, skaust svo fram úr við fyrsta tækifæri og hélt í humátt á eftir blómasalanum sem var langfremstur. Það er til lítils að vera að þjálfa einhvern fyrir París ef maður nær ekki að fylgja honum.
Það var fremur svalt í veðri og einhver vindur og eins gott að vera vel klæddur. Haldið áfram austur úr eftir Nauthólsvík á hröðu tempói og hér fór maður fyrst að verða var við aðra hlaupara, próf. Fróða, Flosa, Jóhönnu og Hauk. Þau tvö síðastnefndu fóru ásamt okkur blómasalanum upp hjá Bogganum og skammt undan var Albert. En þau fóru mun hraðar en við og voru horfin áður en við vissum af. Við fórum þetta hefðbundna yfir Bústaðaveg, upp hjá Útvarpshúsi, yfir Miklubraut og tókum stefnuna framhjá Fram-velli. Þar reyndi á hjálpsemi hlaupara. Við sáum bíl sem var í vandræðum undir brúnni undir Miklubrautina, bíllinn ógangfær og ökumaður aleinn að reyna að ýta honum. Hér kom góðmennið upp í Einari og hann heimtaði að við kæmum þessum ökumanni til hjálpar. Bílar óku hjá og enginn gerði sig líklegan til þess að aðstoða. Þetta var ungur maður sem hafði fyllt á bíliinn og lent í vandræðum í beinu framhaldi. Einar reif upp vélarhlífina og byrjaði að juða í geymistengjum, við það fóru öll ljós að blikka og stuttu síðar rauk bíllinn í gang og ökumaðurinn gat haldið leiðar sinnar.
Albert varð mjög impóneraður af þessum þegnskap okkar blómasalans og spurði: "Eruð þið alltaf svona hjálplegir? Gerist þetta oft?" Við sögðum að þetta væri eitt af móttóum Samtakanna: ávallt reiðurbúnir! Við héldum áfram leiðar okkar og vorum léttir á okkur. Hér viðurkenndi Einar að téður ökumaður héti Ólafur og væri sonur sinn, bíllinn væri einnig hans. Eitthvað sló við það á aðdáun Alberts. Einar taldi upp öll bílhræin sem hann á víðs vegar um borg og hafa leikið í hinum ýmsustu kvikmyndum og aldrei fengið borgað fyrir. Þannig héldum við áfram masandi niður Kringlumýrarbraut og sáum við Suðurlandsbraut að hiti var kominn í mínus 3.
Er komið var á Sæbraut var veður aldeilis með ágætum og fundum við ekki nokkurn vind. Tókum allhratt tempó vestur brautina, gerðum stuttan stanz við vatnshana þar sem ég drakk, héldum svo áfram hlaupinu og fórum um Lækjargötu og Hljómskálagarð eins og tíðkast hin siðari misserin. Albert hafði orðið viðskila við okkur einhvers staðar á Sæbraut, en náði okkur aftur á Hofsvallagötu. Stuttu síðar komu Rúnar og Magga, Eiríkur og Frikki - en þau höfðu tekið spretti og farið 16 km. Við hinir enduðum í 14. Flosi og prófessorinn fóru upp að Stíbblu, 22 km. Flosi gerði þetta af góðmennsku sinni því að prófessorinn var svo hræddur í myrkrinu sem var á leiðinni. Góðar teygjur iðkaðar í Móttökusal. Aðrir sem hlupu í dag voru Kári og Anna Birna, Þorvaldur og Magnús, og vakti athygli að Jörundur hljóp hvorki í dag né heldur á mánudag, maður sem þykist hafa efni á að úthúða öðrum fyrir að sleppa einu gönguhlaupi á sunnudagsmorgni. Hann ætti að rífast meira!
Nú brá svo við að Sunddeild KR var búin að hertaka pottinn okkar og urðum við því að sitja í Örlygshöfn. Rætt um heilsufar Bigga og það sem framundan er hjá honum. Það er víst tiltölulega einföld aðgerð og viðráðanleg. Frikki sagðist treysta honum Unnari sínum til þess að gera hana með rúllupylsunálinni sinni og líma svo einhvern lepp á belginn á eftir, eða það sagði Bjössi kokkur að væri praxís. Deilt var um hvort hnémeiðsli væru útvortis eða innvortis. Að höfðu samráði við lækni skal upplýst að meinsemd sem ekki sést berum augum utan á skrokknum skilgreinist sem "innvortis" - og hafið þið það! Hnémeiðsli geta því talist innvortis ef þau eru inni í hnénu.
Nú er það svo að næstkomandi föstudag er Fyrsti Föstudagur - stefnt að því að halda upp á hann á Dauða Ljóninu. Félagar hvattir til að mæta, von er á óvæntum gesti! Daginn eftir er svo hlaupið frá Laugum kl. 9:30 í félagsskap hlaupara í öðrum hlaupahópum á Höfuðborgarsvæðinu.
Það var fremur svalt í veðri og einhver vindur og eins gott að vera vel klæddur. Haldið áfram austur úr eftir Nauthólsvík á hröðu tempói og hér fór maður fyrst að verða var við aðra hlaupara, próf. Fróða, Flosa, Jóhönnu og Hauk. Þau tvö síðastnefndu fóru ásamt okkur blómasalanum upp hjá Bogganum og skammt undan var Albert. En þau fóru mun hraðar en við og voru horfin áður en við vissum af. Við fórum þetta hefðbundna yfir Bústaðaveg, upp hjá Útvarpshúsi, yfir Miklubraut og tókum stefnuna framhjá Fram-velli. Þar reyndi á hjálpsemi hlaupara. Við sáum bíl sem var í vandræðum undir brúnni undir Miklubrautina, bíllinn ógangfær og ökumaður aleinn að reyna að ýta honum. Hér kom góðmennið upp í Einari og hann heimtaði að við kæmum þessum ökumanni til hjálpar. Bílar óku hjá og enginn gerði sig líklegan til þess að aðstoða. Þetta var ungur maður sem hafði fyllt á bíliinn og lent í vandræðum í beinu framhaldi. Einar reif upp vélarhlífina og byrjaði að juða í geymistengjum, við það fóru öll ljós að blikka og stuttu síðar rauk bíllinn í gang og ökumaðurinn gat haldið leiðar sinnar.
Albert varð mjög impóneraður af þessum þegnskap okkar blómasalans og spurði: "Eruð þið alltaf svona hjálplegir? Gerist þetta oft?" Við sögðum að þetta væri eitt af móttóum Samtakanna: ávallt reiðurbúnir! Við héldum áfram leiðar okkar og vorum léttir á okkur. Hér viðurkenndi Einar að téður ökumaður héti Ólafur og væri sonur sinn, bíllinn væri einnig hans. Eitthvað sló við það á aðdáun Alberts. Einar taldi upp öll bílhræin sem hann á víðs vegar um borg og hafa leikið í hinum ýmsustu kvikmyndum og aldrei fengið borgað fyrir. Þannig héldum við áfram masandi niður Kringlumýrarbraut og sáum við Suðurlandsbraut að hiti var kominn í mínus 3.
Er komið var á Sæbraut var veður aldeilis með ágætum og fundum við ekki nokkurn vind. Tókum allhratt tempó vestur brautina, gerðum stuttan stanz við vatnshana þar sem ég drakk, héldum svo áfram hlaupinu og fórum um Lækjargötu og Hljómskálagarð eins og tíðkast hin siðari misserin. Albert hafði orðið viðskila við okkur einhvers staðar á Sæbraut, en náði okkur aftur á Hofsvallagötu. Stuttu síðar komu Rúnar og Magga, Eiríkur og Frikki - en þau höfðu tekið spretti og farið 16 km. Við hinir enduðum í 14. Flosi og prófessorinn fóru upp að Stíbblu, 22 km. Flosi gerði þetta af góðmennsku sinni því að prófessorinn var svo hræddur í myrkrinu sem var á leiðinni. Góðar teygjur iðkaðar í Móttökusal. Aðrir sem hlupu í dag voru Kári og Anna Birna, Þorvaldur og Magnús, og vakti athygli að Jörundur hljóp hvorki í dag né heldur á mánudag, maður sem þykist hafa efni á að úthúða öðrum fyrir að sleppa einu gönguhlaupi á sunnudagsmorgni. Hann ætti að rífast meira!
Nú brá svo við að Sunddeild KR var búin að hertaka pottinn okkar og urðum við því að sitja í Örlygshöfn. Rætt um heilsufar Bigga og það sem framundan er hjá honum. Það er víst tiltölulega einföld aðgerð og viðráðanleg. Frikki sagðist treysta honum Unnari sínum til þess að gera hana með rúllupylsunálinni sinni og líma svo einhvern lepp á belginn á eftir, eða það sagði Bjössi kokkur að væri praxís. Deilt var um hvort hnémeiðsli væru útvortis eða innvortis. Að höfðu samráði við lækni skal upplýst að meinsemd sem ekki sést berum augum utan á skrokknum skilgreinist sem "innvortis" - og hafið þið það! Hnémeiðsli geta því talist innvortis ef þau eru inni í hnénu.
Nú er það svo að næstkomandi föstudag er Fyrsti Föstudagur - stefnt að því að halda upp á hann á Dauða Ljóninu. Félagar hvattir til að mæta, von er á óvæntum gesti! Daginn eftir er svo hlaupið frá Laugum kl. 9:30 í félagsskap hlaupara í öðrum hlaupahópum á Höfuðborgarsvæðinu.
Pistill Ritara | Breytt 4.2.2010 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2010 | 21:18
Óvenjufáir hlaupa á mánudegi - Minnt á laugardagshlaup frá Laugum
Þar sem ritari lá í potti í gærmorgun rétt um það leyti sem hlauparar safnast saman til sunnudagshlaups, harla sæll í sinni slökun eftir vel heppnaða hlaupaviku, sér hann kunnuglegu smetti bregða fyrir í rúðunni á Brottfararsal Laugar Vorrar. Stuttu síðar koma stormandi að honum tveir reiðir hlauparar, Ó. Þorsteinsson Víkingur og Jörundur, báðir á skítugum, óvörðum skónum, og jusu yfir hann óbótaskömmum fyrir að ætla að sleppa hlaupi á þessum degi. 18 km hlaup deginum áður var engin afsökun að þeirra mati.
Nema hvað, í dag var komið að mánudagshlaupi - sem þýðir bara eitt: sprettir. Nú eru ekki lengur tugir hlaupara mættir á mánudegi, eins og var í upphafi árs. Greinilegt er að vel meintur ásetningur um átak og breyttan lífsstíl er fyrir bí, fólk er farið að slaka á. Aðeins helztu hlauparar voru mættir, þar á meðal dr. Friðrik, Flosi, Magnús, Þorvaldur, Einar blómasali, Kári, Ósk, Hjálmar, Frikki, ritari, Þorbjörg K., Snorri, báðir þjálfarar, Ágúst, Sigurður Ingvarsson og Eiríkur. Og ská-tengdasonur Ágústs, sem ég man ekki hvað heitir. Þorvaldur snupraður af forstöðukonu fyrir að fylgja ekki prótókolli við komu til Laugar. Hlýlegar móttökur fengu Frambjóðandi Samtakanna, Hjálmar, fyrir ágætan árangur í kosningum helgarinnar, og Melabúðar-Frikki fyrir að vera meira áberandi í sjónvarpsrúðunni sl. sunnudag heldur en sjálfur Guðjón Valur. Kvaðst hann sæll yfir að hafa ekki aðhafst neitt misjafnt meðan á sýningu stóð.
Fórum í ágætisveðri upp á Víðimel og þaðan vestur úr út í Ánanaust og svo með ströndinni út á Nes. Hluti af hópnum hélt áfram um Gróttu, en aðrir settu stefnuna á Bakkavörina. Þar var gefin út skipun um 6-10 spretti upp brekkuna. Eftir sex slíka spretti vorum við blómasalinn búnir og héldum út á Lindarbraut, þaðan á Norðurströndina og tilbaka í nokkrum mótvindi, en á góðum spretti, út í Ánanaust og sömu leið til baka og komið var, Grandaveg og Víðimel.
Teygt vel og lengi úti á Plani og svo inni í Móttökusal. Upplýst að næstkomandi laugardag verður hlaupið frá Laugum kl. 9:30 í stórhlaupi laugardagshlaupara helztu hlaupahópa í Reykjavík. Var hvatt til þess að Hlaupasamtökin tækju þátt í þessu hlaupi og fjölmenntu. Síðar í vor mun okkur veitast sú ánægja að vera gestgjafar fyrir sambærilegu hlaupi frá Vesturbæjarlaug.
Pottur troðinn af glaðlegum hlaupurum sem ræddu margvísleg málefni, allt frá bíltúrum yfir Hellisheiðina og til Þorramtarins hjá Federico. Næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur, ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Nema hvað, í dag var komið að mánudagshlaupi - sem þýðir bara eitt: sprettir. Nú eru ekki lengur tugir hlaupara mættir á mánudegi, eins og var í upphafi árs. Greinilegt er að vel meintur ásetningur um átak og breyttan lífsstíl er fyrir bí, fólk er farið að slaka á. Aðeins helztu hlauparar voru mættir, þar á meðal dr. Friðrik, Flosi, Magnús, Þorvaldur, Einar blómasali, Kári, Ósk, Hjálmar, Frikki, ritari, Þorbjörg K., Snorri, báðir þjálfarar, Ágúst, Sigurður Ingvarsson og Eiríkur. Og ská-tengdasonur Ágústs, sem ég man ekki hvað heitir. Þorvaldur snupraður af forstöðukonu fyrir að fylgja ekki prótókolli við komu til Laugar. Hlýlegar móttökur fengu Frambjóðandi Samtakanna, Hjálmar, fyrir ágætan árangur í kosningum helgarinnar, og Melabúðar-Frikki fyrir að vera meira áberandi í sjónvarpsrúðunni sl. sunnudag heldur en sjálfur Guðjón Valur. Kvaðst hann sæll yfir að hafa ekki aðhafst neitt misjafnt meðan á sýningu stóð.
Fórum í ágætisveðri upp á Víðimel og þaðan vestur úr út í Ánanaust og svo með ströndinni út á Nes. Hluti af hópnum hélt áfram um Gróttu, en aðrir settu stefnuna á Bakkavörina. Þar var gefin út skipun um 6-10 spretti upp brekkuna. Eftir sex slíka spretti vorum við blómasalinn búnir og héldum út á Lindarbraut, þaðan á Norðurströndina og tilbaka í nokkrum mótvindi, en á góðum spretti, út í Ánanaust og sömu leið til baka og komið var, Grandaveg og Víðimel.
Teygt vel og lengi úti á Plani og svo inni í Móttökusal. Upplýst að næstkomandi laugardag verður hlaupið frá Laugum kl. 9:30 í stórhlaupi laugardagshlaupara helztu hlaupahópa í Reykjavík. Var hvatt til þess að Hlaupasamtökin tækju þátt í þessu hlaupi og fjölmenntu. Síðar í vor mun okkur veitast sú ánægja að vera gestgjafar fyrir sambærilegu hlaupi frá Vesturbæjarlaug.
Pottur troðinn af glaðlegum hlaupurum sem ræddu margvísleg málefni, allt frá bíltúrum yfir Hellisheiðina og til Þorramtarins hjá Federico. Næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur, ekki ráð nema í tíma sé tekið.