Einn laufléttur hringur á sunnudagsmorgni

Fjórir mættir á sunnudegi í löðrandi blíðu: Ólafur Þorsteinsson, Magnús, Þorvaldur og Ólafur ritari. Helmut og Jóhanna búin að hlaupa og flatmöguðu í barnapotti. Farið rólega því að menn voru eitthvað slappir. Umræða hefðbundin, fylgt eftir nýlegum veikindum, sagt frá símtölum milli borgarhverfa og tekin staðan í pólitíkinni. Í Nauthólsvík þurfti Ólafur Þ. að taka mann tali og varð eftir, en við hinir héldum áfram. Úr því Formaður til Lífstíðar var ekki með í för lengur var ekki talin þörf á öllum stoppum svo að við héldum áfram án þess að stoppa.

Á Rauðarárstíg rákumst við á fáklætt fólk við strætóstoppistöð sem virtist ekki vera að bíða eftir strætó, líkara sem það væri að vakna af ölvunarsvefni og farin að tína á sig spjarirnar. Á Hlemmi hljóp Þorvaldur út í umferðina og hneykslaðist á því að bílarnir skyldu ekki stoppa fyrir honum.  

Slíkur var hitinn að ritari var rennblautur að hlaupi loknu þótt farið hafi verið rólega. Fjöldi sundlaugargesta naut sólarinnar, enda veðurblíðan einstök.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband