24.6.2009 | 21:49
Sól og sjór á miðvikudegi
Mæting allgóð til hlaups á miðvikudegi eftir sögufrægt Jónsmessuhlaup þar sem félagar Samtakanna settu hvert persónulegt metið á fætur öðru. Mættir voru Þorvaldur, dr. Friðrik, Friðrik kaupmaður, Magnús Júlíus, Einar blómasali, Ólafur ritari, Jörundur, Margrét þjálfari, Kári, Kalli kokkur, Eiríkur og Benni, og nokkrir í viðbót sem ég man ekki hverjir voru, jú, Rúnar þjálfari, en aðeins til ráðgjafar, ekki til hlaups. Jörundur var með áróður fyrir Vesturgötunni 2009. Einar blómasali heimtaði prógramm fyrir Reykjavíkurmaraþon, ekki væri seinna vænna. Rúnar lofaði að koma með prógramm sem hentaði feitlögnum heimilisfeðrum í Vesturbænum.
Það var ekki vit í öðru en taka því rólega í dag, hlaupnir færu Hlíðarfót, aðrir máttu sosum fara Suðurhlíðar eða Þriggjabrúahlaup. Kvittur um sjóbað á Plani. Lagt í hann. Farið afar hægt út. Allir rólegir. Blómasalinn játaði að hafa fengið sér tvo bita af KFC, franskar, lítra af kóki og tvö stór hrís. Eftir hlaup hafði hann á orði að þetta væri ekki heppileg undirstaða.
Það var hlaupið á rólegu stími austur Sólrúnarbraut. Mættum hjólreiðamanneskju á hlaupastígnum, og bentum viðkomandi á að heill hjólastígur væri aðeins ofar í túninu. Áfram stíginn - Friðrik nefndi veizlu þá sem haldin verður að Útey n.k. laugardag í framhaldi af Bláskógaskokki, þá verður tekið á móti félögum með soðnu rúgbrauði úr flæðarmálinu við Laugarvatn og ofan á heitreyktur eða taðreyktur silungur sem er svo dæmalaus að hann bráðnar á tungu manns. Margrét vildi fá kæfu með hverabrauðinu. Kári vildi fá að gista, en það var að sögn Friðriks ekki inni í myndinni.
Eiríkur og Benni samir við sig, skildu okkur eftir. Ég og Þorvaldur vorum þar á eftir. Blómasalinn og þeir hinir þar á eftir. Er komið var í Nauthólsvík var dregið úr ferðinni og stefnt á sjó. Ritari beið eftir dr. Friðrik, Kalla, blómasala og Kára, allir fóru þeir niður að sjó, farið af pjötlum og í sjó, þ.e. ritari, dr. Friðrik, dr. Karl og blómasali upp að hnjám, en hann þjáist enn af ótta við kulda. Kári var á rólinu kringum okkur en fór ekki í sjó. Að baði loknu áttum við spjall við slökkviliðsmenn sem staddir voru á ströndinni.
Eftir sjóbað var ákveðið að fara um Hlíðarfót - að vísu með mótmælum ritara. En dr. Friðrik lýsti því yfir í vitna viðurvist að fólki sem hefði tekið þátt í átakahlaupi kvöldinu áður væri ekki hollt að hlaupa lengra. Svo að við fórum fetið. Á leiðinni spruttu upp áhugaverðar bókmenntafræðilegar umræður um kynhneigðir í fornsögum, einkum Njálu. E.t.v. var það nándin við Öskjuhlíðina sem kveikti rómantíkina í hugum hlaupara, einhverjir fundu hjá sér þörf fyrir að rifja upp Hi-Lux. Í ljós kom að til voru fleiri en ein útgáfa af gömlu Hi-Lux-flökkusögninni.
Hægt stím tilbaka. Teygt á Plani, fólk tíndist tilbaka á nokkurn veginn sama tíma. Nema Jörundur, sem fór 15 km og var nokkru seinni en við hin. Blómasalinn sleppti potti því að hann var með 10 manns í mat. Framundan er ýmislegt: hlaup föstudagsmorgin kl. 6:25, sömuleiðis seinnipartinn 16:30. Bláskógaskokk laugardaginn. Veizla að Útey að hlaupi loknu hjá Frikka og Rúnu. Engin gisting NB, ef einhver gerði sér grillur! Ritari mun hlaupa á Agureyri um helgina. Í gvuðs friði.
Það var ekki vit í öðru en taka því rólega í dag, hlaupnir færu Hlíðarfót, aðrir máttu sosum fara Suðurhlíðar eða Þriggjabrúahlaup. Kvittur um sjóbað á Plani. Lagt í hann. Farið afar hægt út. Allir rólegir. Blómasalinn játaði að hafa fengið sér tvo bita af KFC, franskar, lítra af kóki og tvö stór hrís. Eftir hlaup hafði hann á orði að þetta væri ekki heppileg undirstaða.
Það var hlaupið á rólegu stími austur Sólrúnarbraut. Mættum hjólreiðamanneskju á hlaupastígnum, og bentum viðkomandi á að heill hjólastígur væri aðeins ofar í túninu. Áfram stíginn - Friðrik nefndi veizlu þá sem haldin verður að Útey n.k. laugardag í framhaldi af Bláskógaskokki, þá verður tekið á móti félögum með soðnu rúgbrauði úr flæðarmálinu við Laugarvatn og ofan á heitreyktur eða taðreyktur silungur sem er svo dæmalaus að hann bráðnar á tungu manns. Margrét vildi fá kæfu með hverabrauðinu. Kári vildi fá að gista, en það var að sögn Friðriks ekki inni í myndinni.
Eiríkur og Benni samir við sig, skildu okkur eftir. Ég og Þorvaldur vorum þar á eftir. Blómasalinn og þeir hinir þar á eftir. Er komið var í Nauthólsvík var dregið úr ferðinni og stefnt á sjó. Ritari beið eftir dr. Friðrik, Kalla, blómasala og Kára, allir fóru þeir niður að sjó, farið af pjötlum og í sjó, þ.e. ritari, dr. Friðrik, dr. Karl og blómasali upp að hnjám, en hann þjáist enn af ótta við kulda. Kári var á rólinu kringum okkur en fór ekki í sjó. Að baði loknu áttum við spjall við slökkviliðsmenn sem staddir voru á ströndinni.
Eftir sjóbað var ákveðið að fara um Hlíðarfót - að vísu með mótmælum ritara. En dr. Friðrik lýsti því yfir í vitna viðurvist að fólki sem hefði tekið þátt í átakahlaupi kvöldinu áður væri ekki hollt að hlaupa lengra. Svo að við fórum fetið. Á leiðinni spruttu upp áhugaverðar bókmenntafræðilegar umræður um kynhneigðir í fornsögum, einkum Njálu. E.t.v. var það nándin við Öskjuhlíðina sem kveikti rómantíkina í hugum hlaupara, einhverjir fundu hjá sér þörf fyrir að rifja upp Hi-Lux. Í ljós kom að til voru fleiri en ein útgáfa af gömlu Hi-Lux-flökkusögninni.
Hægt stím tilbaka. Teygt á Plani, fólk tíndist tilbaka á nokkurn veginn sama tíma. Nema Jörundur, sem fór 15 km og var nokkru seinni en við hin. Blómasalinn sleppti potti því að hann var með 10 manns í mat. Framundan er ýmislegt: hlaup föstudagsmorgin kl. 6:25, sömuleiðis seinnipartinn 16:30. Bláskógaskokk laugardaginn. Veizla að Útey að hlaupi loknu hjá Frikka og Rúnu. Engin gisting NB, ef einhver gerði sér grillur! Ritari mun hlaupa á Agureyri um helgina. Í gvuðs friði.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.