27.06.2009 - Brákarhlaupið

Landnámssetrið í Borgarnesi efnir til hlaups með þrautum á hlaupaleiðinni sem kallað verður Brákarhlaup.

Tímasetning
Hlaupið fer fram 27. júní 2009 og hefst kl. 11.00.

Hlaupaleið
Hlaupið er eftir Borgarnesi endirlöngu. Frá Sandvík og út í Brákarey. Vegalengd um 2.000 m. Á leiðinni verða hlaupar að leysa ýmsar þrautir.

Nánar um sögu hlaupsins:
Þegar Vesturbæjarhópurinn var að hefja göngu sína undir forystu Ingólfs Arnarsonar fór frægasta hlaup Íslandssögunnar fram í Borgarnesi þegar Skallagrímur Kveldúlfsson elti ambáttina Þorgerði Brák niður í Brákarey þar sem hún fleygði sér til sunds. Karlinn greip bjarg mikið og fleygði á eftir henni og tókst að hitta hana. Nú er ætlunin að endurtaka leikinn, allt nema steinakastið.

PS
Frétzt hefur að Gísli Ragnarsson rektor muni mæta í hlaupið og skella sér í sjóinn líkt og kerling forðum. Félagar Hlaupasamtakanna eru hvattir til að taka þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband