Glóðarsteiktur skógarköttur

Mánudagurinn 8. júní rann upp bjartur og fagur og fullur fyrirheita. Það var hlaupið kl. 17:30 frá Vesturbæjarlaug. Ekki man ég hverjir voru mættir, en man þó að blómasalinn var ekki mættur, svo mikið er víst! Sprettir 1 mín., 2 mín., 4 mín. út frá Skítastöð og inn í brekku handan Kringlumýrarbrautar, þrjú sett, mín. á milli, 2 milli setta. Tekið á því. Erfitt en ánægjulegt. Fólk almennt að komast í fantaform.

Fram fóru umræður í potti um Fyrsta Föstudag hinn 5. júní er fram fór með miklum ágætum að Kára og Önnu Birnu. Grillað kjöt af einhverju tagi sem vildi kvikna í. Dr. Jóhönnu ofbauð brunamennskan svo hún þreif dulu og ætlaði að kæfa bálið með henni. Í ljós kom að "dulan" var köttur sem svarar nafninu Kismundur og er heimilisfastur á því sama heimili heiðurshjóna. Góðir menn gengu milli, en doktorinn grunaður um óvild í garð saklausra málleysingja.

Minningarhlaup Guðmundar Karls Gíslasonar þreytt þriðjudaginn 9. júní - myndir af hlaupi er að finna í myndaalbúmi bloggsíðunnar.

Í gvuðs friði. Ritari.

PS - verður hlaupið? Verður sjór?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Kismundur var skógarköttur en er nú síamsköttur.  Sagan hermir að síamskettir hafi orðið snögghærðir af því að bjarga egypsku musteri frá bruna.  Nú ber Kismundur þessar sömu benjar, þökk sé Jóhönnu.

Nei, þetta er bara skrökulýgi, Jóhanna er saklaus eins og sú sem var sett á bálið í Orleans.  Kismundur er snögghærður af því við fórum með hann í vorklippingu.

Kári Harðarson, 11.6.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband