1.6.2009 | 16:32
Það var hlaupið - það var fámennt
Mættir til hlaups á annan í hvítasunnu Ólafur ritari og Einar blómasali. Veður ákjósanlegt til hlaupa og gerast sunnudasgmorgnar ekki fegurri (var að vísu mánudagur, en okkur fannst vera sunnudagur). Fórum hefðbundið og ræddum allt það helzta sem er á döfinni í þjóðmálum þessi missirin. Hlaup gekk vel, enda báðir hlauparar í ágætu formi.
Hlaupasamtökin áttu fjóra hlaupara í Mývatnsmaraþoni í gær: Pawel að fara sitt fyrsta maraþon, maður nýbyrjaður að hlaupa, og lauk með sóma. Friðrik, Rúna og Stefán Ingi í hálfu, Frikki fimmti maður í sínum flokki.
Við Einar sórum þess heit í miðju hlaupi í dag að hætta að drekka bjór, að mestu! Við höfum þá eindregnu löngun að léttast og verða grannir menn. Sem er vandamál þegar kemur að Fyrsta Föstudegi n.k. föstudag. Þá er engin Laug - enginn samastaður, hvað er hægt að gera?
Hlaupasamtökin áttu fjóra hlaupara í Mývatnsmaraþoni í gær: Pawel að fara sitt fyrsta maraþon, maður nýbyrjaður að hlaupa, og lauk með sóma. Friðrik, Rúna og Stefán Ingi í hálfu, Frikki fimmti maður í sínum flokki.
Við Einar sórum þess heit í miðju hlaupi í dag að hætta að drekka bjór, að mestu! Við höfum þá eindregnu löngun að léttast og verða grannir menn. Sem er vandamál þegar kemur að Fyrsta Föstudegi n.k. föstudag. Þá er engin Laug - enginn samastaður, hvað er hægt að gera?
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.