18.5.2009 | 21:41
Helmut biður að heilsa
Við Friðrik læknir vorum mættir upp úr kl. fimm í dag. Ekki var um annað að ræða en setjast á bekk á plani og ræða málin. Það var sól og það var heitt. Svo dreif hlaupara að einn af öðrum og þegar komið var að hlaupi voru mættir um eða yfir 20 vaskir hlauparar, þar á meðal var Helmut. Benedikt og Eiríkur stilltu sér upp og báðu um orðið. Þeir fluttu mikla lofræðu um þjálfarana sem hefðu undirbúið þá fyrir Londonmaraþon af sjálfsfórn og óeigingirni. Þjálfararnir urðu feimnir eins og sveitastelpur. Þeir fengu afhenta Flora-boli í viðurkenningarskyni.
Þá var það hlaup dagsins. Fyrr um daginn kom óbein áskorun um að taka brekkuhlaup í Öskjuhlíð og hlaut sú hugmynd náð fyrir augum þjálfara. Fara hægt út í Nauthólsvík. Ekki þurfti að endurtaka þá skipun, hópurinn lagði rólega af stað í hreint ótrúlegri sumarblíðu, 16 stiga hita, heiðskíru og hægum andvara.
Það var haldið upp Hi-Lux-brekku og svo var sprett úr spori upp löngu brekkuna (veit ekki hvað hún heitir, kannski Wassily-brekkan). Við sáum Flosa á undan okkur og eltum hann upp að Perlu, það voru ritari, Friðrik kaupmaður, Birgir og blómasalinn. En þetta var einhver vitleysa, við sáum ekki þau hin. Svo var farið niður aftur á stíga milli trjáa og greinilegt að átti að taka spretti sem leiddu okkur í hringi. En við hættum ekki, heldur héldum áfram að fara stígana í Öskjuhlíðinni, slepptum lengingunni upp að Perlu og þá loks fórum við að eygja þau hin sem venjulega fara fremst: þjálfarar, Björn, Ósk og fleiri.
Það voru farnir fimm hringir af okkar hálfu, veit ekki um fremsta fólk. Góðir sprettir sem tóku í. Svo var lengt út í Suðurhlíð og þá leið tilbaka í Nauthólsvík. Nú gerðust hlutirnir. Í veðri sem þessu er ótækt annað en fara í sjóinn. Fjöldi manns í sjóböðum. Þarna mættum við á rampinn okkar góða og þessir böðuðu: Ólafur ritari, Flosi, Ósk, Friðrik kaupmaður, Björn, Eiríkur, Birgir, Rúnar (!), Georg þýzki, með öðrum orðum ALLIR NEMA ónefndur BLÓMASALI. Hann stóð innan um börn sem hentu sér í 7 gráðu heitan sjóinn og heyktist á sjóbaði. Ekkert minna en hneyksli. Einkum vakti það ánægju að þjálfarinn féllst á að njóta þessarar sjaldgæfu sælu að svala sér í Atlanzhafsöldunni, sem endurnærði og styrkti eftir hressandi sprettina í Hlíðinni.
Svo var haldið á hægu tölti til baka og til Laugar. Birgir tók hópinn í góða jógaæfingu sem vakti mikla athygli þeirra sem leið áttu um Plan. Við mættum nokkrum hlaupurum sem misst höfðu af sprettum í Öskjuhlíð, þeirra á meðal var Helmut. Maður vorkennir stundum hlaupurum sem missa af aksjóninni og hasarnum kringum spretti og sjóböð! Legið í potti og sagðar sögur.
Stefnan er á öfugan 69 á miðvikudag og sjóbað á ný ef veður leyfir.
Þá var það hlaup dagsins. Fyrr um daginn kom óbein áskorun um að taka brekkuhlaup í Öskjuhlíð og hlaut sú hugmynd náð fyrir augum þjálfara. Fara hægt út í Nauthólsvík. Ekki þurfti að endurtaka þá skipun, hópurinn lagði rólega af stað í hreint ótrúlegri sumarblíðu, 16 stiga hita, heiðskíru og hægum andvara.
Það var haldið upp Hi-Lux-brekku og svo var sprett úr spori upp löngu brekkuna (veit ekki hvað hún heitir, kannski Wassily-brekkan). Við sáum Flosa á undan okkur og eltum hann upp að Perlu, það voru ritari, Friðrik kaupmaður, Birgir og blómasalinn. En þetta var einhver vitleysa, við sáum ekki þau hin. Svo var farið niður aftur á stíga milli trjáa og greinilegt að átti að taka spretti sem leiddu okkur í hringi. En við hættum ekki, heldur héldum áfram að fara stígana í Öskjuhlíðinni, slepptum lengingunni upp að Perlu og þá loks fórum við að eygja þau hin sem venjulega fara fremst: þjálfarar, Björn, Ósk og fleiri.
Það voru farnir fimm hringir af okkar hálfu, veit ekki um fremsta fólk. Góðir sprettir sem tóku í. Svo var lengt út í Suðurhlíð og þá leið tilbaka í Nauthólsvík. Nú gerðust hlutirnir. Í veðri sem þessu er ótækt annað en fara í sjóinn. Fjöldi manns í sjóböðum. Þarna mættum við á rampinn okkar góða og þessir böðuðu: Ólafur ritari, Flosi, Ósk, Friðrik kaupmaður, Björn, Eiríkur, Birgir, Rúnar (!), Georg þýzki, með öðrum orðum ALLIR NEMA ónefndur BLÓMASALI. Hann stóð innan um börn sem hentu sér í 7 gráðu heitan sjóinn og heyktist á sjóbaði. Ekkert minna en hneyksli. Einkum vakti það ánægju að þjálfarinn féllst á að njóta þessarar sjaldgæfu sælu að svala sér í Atlanzhafsöldunni, sem endurnærði og styrkti eftir hressandi sprettina í Hlíðinni.
Svo var haldið á hægu tölti til baka og til Laugar. Birgir tók hópinn í góða jógaæfingu sem vakti mikla athygli þeirra sem leið áttu um Plan. Við mættum nokkrum hlaupurum sem misst höfðu af sprettum í Öskjuhlíð, þeirra á meðal var Helmut. Maður vorkennir stundum hlaupurum sem missa af aksjóninni og hasarnum kringum spretti og sjóböð! Legið í potti og sagðar sögur.
Stefnan er á öfugan 69 á miðvikudag og sjóbað á ný ef veður leyfir.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.