31.12.2008 | 15:38
Gamlaárshlaup 2008
Óvenjumargir voru mættir í Gamlaárshlaup ÍR 2008 - tæplega 500 forskráðir og örugglega margir til viðbótar sem mættu beint í hlaup. Fjölmargir úr Hlaupasamtökunum mættir: Margrét og Rúnar, Ágúst (klæddur jólasveinabúningi og kom hlaupandi úr Kópavoginum), Kalli (arabískur sjeik), ritari (Hálandahöfðingi á Skotapilsi), Flosi (nýlentur eftir Ameríkuflug), Magnús Júlíus, dr. Friðrik, Jörundur (Íslendingur á lopapeysu), Bjössi, Rúna og Friðrik, Eiríkur, Birgir og Sigurður Ingvarsson. Fólk úr periferíunni: Denni. E.t.v. hafa verið fleiri - en ég man ekki eftir fleirum, þetta var eins og á góðri æfingu (NB enginn blómasali!). Veður eins og bezt verður á kosið til hlaupa, hægur vindur og hiti um 4 gráður.
Búið var að breyta hlaupaleiðinni - hlaup hófst í brekkunni hjá rússneska sendiráðinu og hefur mönnum þar innandyra sjálfsagt brugðið við að sjá þennan mannsöfnuð fyrir utan hjá sér. Rakettan fór í loftið og þvagan silaðist af stað - Jörundur hafði á orði að þetta væri eins og við upphaf hlaups í Berlín, maður komst ekkert áfram fyrstu metrana. Svo leystist úr þrönginni og menn gátu farið að spretta úr spori.
Það var allt í lagi að hlaupa í Skotapilsi - ekkert of þungt eða íþyngjandi. Það hringlaði í hausnum á Jörundi, hann var með húfu á hausnum sem á var fest eitthvert glingur, auglýsingar fyrir Sjóvá og eitthvað fleira í þeim dúr.
Mér varð hugsað þegar kom út á Nesið að þessu væri í raun lokið áður en það hæfist. Ákvað að hafa hlaupið þægilegt æfingahlaup og bara njóta þess. Á leiðinni var vatn í boði skipuleggjenda hlaups og var ágætt - engin sérstök þörf á einhverju meira í svona stuttu hlaupi. Áður en maður vissi af var komið út á Suðurgötu og þá var bara farið á lensinu tilbaka. Löng biðröð við markið vegna hins mikla fjölda.
Ég vil nota tækifærið og þakka félögum mínum í Hlaupasamtökunum, sem og öðrum hlaupurum, fyrir gott hlaupaár og óska ykkur alls hins bezta á nýju ári. Í gvuðs friði, ritari.
PS - frá ritun pistils hefur komið í ljós að bæði Einar blómasali og Hjálmar þreyttu Gamlaárshlaup ÍR. Er það áréttað hér með, þeir beðnir afsökunar á vanrækslu ritara (líklega hafa þeir verið svona vandlega dulbúnir að ég bar ekki kennzl á þá) - jafnframt því að fært er til bókar hálfmaraþonhlaup Þorvaldar Gunnlaugssonar frá því í sumar sem erifðlega hefur gengið að fá viðurkennt á tímanum 1:45:35. Er þetta afrek hér með límt við nafn hans um ókomna framtíð.
Búið var að breyta hlaupaleiðinni - hlaup hófst í brekkunni hjá rússneska sendiráðinu og hefur mönnum þar innandyra sjálfsagt brugðið við að sjá þennan mannsöfnuð fyrir utan hjá sér. Rakettan fór í loftið og þvagan silaðist af stað - Jörundur hafði á orði að þetta væri eins og við upphaf hlaups í Berlín, maður komst ekkert áfram fyrstu metrana. Svo leystist úr þrönginni og menn gátu farið að spretta úr spori.
Það var allt í lagi að hlaupa í Skotapilsi - ekkert of þungt eða íþyngjandi. Það hringlaði í hausnum á Jörundi, hann var með húfu á hausnum sem á var fest eitthvert glingur, auglýsingar fyrir Sjóvá og eitthvað fleira í þeim dúr.
Mér varð hugsað þegar kom út á Nesið að þessu væri í raun lokið áður en það hæfist. Ákvað að hafa hlaupið þægilegt æfingahlaup og bara njóta þess. Á leiðinni var vatn í boði skipuleggjenda hlaups og var ágætt - engin sérstök þörf á einhverju meira í svona stuttu hlaupi. Áður en maður vissi af var komið út á Suðurgötu og þá var bara farið á lensinu tilbaka. Löng biðröð við markið vegna hins mikla fjölda.
Ég vil nota tækifærið og þakka félögum mínum í Hlaupasamtökunum, sem og öðrum hlaupurum, fyrir gott hlaupaár og óska ykkur alls hins bezta á nýju ári. Í gvuðs friði, ritari.
PS - frá ritun pistils hefur komið í ljós að bæði Einar blómasali og Hjálmar þreyttu Gamlaárshlaup ÍR. Er það áréttað hér með, þeir beðnir afsökunar á vanrækslu ritara (líklega hafa þeir verið svona vandlega dulbúnir að ég bar ekki kennzl á þá) - jafnframt því að fært er til bókar hálfmaraþonhlaup Þorvaldar Gunnlaugssonar frá því í sumar sem erifðlega hefur gengið að fá viðurkennt á tímanum 1:45:35. Er þetta afrek hér með límt við nafn hans um ókomna framtíð.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 1.1.2009 kl. 17:23 | Facebook
Athugasemdir
Við snögga skimun á hlaup.is koma m.a. fram eftirfarandi tímar í Gamlárshlaupi ÍR 2008: Rúnar Reynisson 39:24, Sigurður Ingvarsson 41:56, Margrét Elíasdóttir 42:21, Eiríkur Magnús Jensson 42:21, Valur Sigurðarson 43:04, Friðrik Á. Guðmundsson 45:34, Björn Á. Guðmundsson 46:00, Hjálmar Sveinsson 48:19, Magnús J. Kristinsson 49:17, Birgir Þ. Jóakimsson 50:20, Ágúst Kvaran 50:59, Einar Þ. Jónsson 51:55, Flosi A. H. Kristjánsson 52:39, Friðrik Kr. Guðbrandsson 54:42, Ólafur G. Krisjánsson 55:24, Friðrik G. Halldórsson 55:28, Karl G. Kristinsson 55:48, Jörundur Guðmundsson 55:50, Rúna Hauksdóttir Hvannberg 57:07
Sigurður Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.