Hefur frétzt af hlaupi?

Spurt er: var hlaupið? Sunnudag, laugardag? Hið rétta í málinu er að sem ritari situr í potti Laugar Vorrar um hádegisbil á laugardag þyrpist að honum einvalalið hlaupara, þar fremstir Benedikt og Eiríkur, og eru óðamála. Segja frá 18 km löngu hlaupi á laugardagsmorgni undir stjórn þjálfara, Rúnars og Margrétar. Að vísu eru þeir óforskammaðir til að byrja með og hreyta ónotum í ritara, vænandi hann um leti og ómennsku. Síðan bætast við þeir Hjálmar, Ósk og sjálfastur blómasalinn ekki skammt undan, glaðbeittur og óþolandi hress. "Ég hljóp 18" sagði blómasali. "Hljópst ÞÚ 18?" spurði ritari hissa. "Já, ég hljóp 18." Það kom leiðarlýsing sem minnti á 69.

Ritari hljóp síðar sama dag 16,35 km.

Um sunnudag vitum vér það sannast að hlaupið hafi Jörundur og Þorvaldur. Blómasali reyndi að villa um fyrir fólki með því að mæta til Laugar og blanda sér í hópinn, en hann hljóp ekki. Er ritari mætti í útiklefa mætti hann blómasalanum og dr. Einari Gunnari og var umræðuefnið: matur.

Hins vegar eru áform um hlaup í dag kl. 17:30 - stundvíslega. Skráning í gamlaársdagshlaup er hafin á hlaup.is. Muna búningana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband