26.12.2008 | 16:29
Íðilfagur Elliðaárdalur - fjölmenni á ferð
Hlaupasamtök Lýðveldisins stóðu fyrir hlaupi á annan dag jóla frá Árbæjarlaug, sem opnaði kl. 12 á hádegi. Mættir til hlaups Ólafur ritari og Þorvaldur. Við tókum góðan túr um dalinn allan, fyrst upp að Breiðholtsbraut austanvert, svo yfir ána og alveg niðurúr og yfir hjá Rafstöð og þaðan aftur upp að Laug.
Ritari eyddi gærdeginum í að svara sms-skeytum frá ónefndum blómasala sem hafði þungar áhyggjur af því hvar hlaupið yrði í dag. Verður það Vesturbæjarlaug eða Árbæjarlaug? Engin niðurstaða. Þar sem ritari ekur síðan sem leið liggur um Miklubraut fyrr í dag í átt í Árbæinn sér hann hóp hlaupara sem er strandaður á umferðareyju við Lönguhlíð. Hann bar kennsl á suma, en sá ekki blómasala og varð mjög hissa. Taldi þar vera kominn hluta Vesturbæjarhópar - en enginn blómasali.
Veður fagurt til hlaupa og því var engin leið að hætta. Ástand gott. Margt í laugu. Aftur hlaupið á morgun, laugardag.
Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.