8.9.2008 | 21:50
Hvað er að fólki?
Það vakti meiri athygli að hvorki Benedikt né Birgir voru mættir í hlaup kvöldsins, heldur en hitt, hverjir voru mættir, og voru það engin smápeð. Dr. Friðrik, Vilhjálmur, Bjarni, Eiríkur, Hjálmar, Einar blómasali, Ingi, Rúnar, Margrét, Una, Flosi, ritari, Helmut og dr. Jóhanna. Enn furða menn sig á því að próf. dr. Ágúst Frodensis skuli halda sig fjarri Fósturjarðar ströndum og fjarri hlaupi, maður sem er að venja sig á eyðimerkursand og leðurblökuát. Það átti að hvíla eftir átök laugardagsins. Sumum veittist erfitt að skilja hvað fjórir 5X200m sprettir ættu skylt við "hvíld" - en svona notum við hugtök með misjöfnum hætti. Þetta var sem sagt planið, þeir sem nenntu, vildu eða gátu áttu að taka spretti, aðrir máttu velja interval eða 12 km hlaup með nokkrum þéttingum.
Það var stífur mótvindur á Ægisíðu og nokkurn veginn eins leiðinlegt veður og hugsast getur að hlaupa í, samt voru menn hvassir og fóru fremstir á hröðu tempói. Farið út að Skítastöð og svo tvístraðist hópurinn. Ég spurði blómasalann hvað hann hefði fengið sér í hádegismat. "Samloku með remólaði og róstbiff." "Þú meinar, með róstbiff og remólaði.." sagði ég. "Nei," sagði blómasalinn eins og handhafi sannleikans. "Með remólaði og róstbiff." Það kom sumsé í ljós að hann hafði gætt sér á samloku með miklu remólaði. Er komið var út í Skítastöð var samlokan komin upp í vélindað, og virtist ekki vera á niðurleið. Ég varð samferða Flosa, blómasalanum og Friðriki aftur vesturúr og var aðalumræðuefnið samlokur og mismunandi gerðir áleggs og salats. Einnig var bryddað upp á bókmenntaumræðu, þar sem greint var frá manngerð sem er ljósfælin og mannfælin að degi til, en "vulkanaktig i könslivet" om natten. Gullkorn.
Það var farið afar hægt og sóttist okkur hlaupið seinna eftir því sem lengra dró, ásetningur um þétting á Ægisíðu féll niður, en Flosi geystist áfram og skildi okkur eftir í reykmekki, dr. Jóhanna og Helmut þar fyrir framan. Það er ekki gott að hlaupa með blómasalanum, það er bara talað um mat og allur taktur fer úr skorðum og maður slappast og verður þreyttur. Þegar kom að Hofsvallagötu hætti blómasalinn og sagðist vera orðinn veikur, samlokan væri komin upp í háls. Friðrik fór með honum til Laugar. Ritari hélt áfram á Nes á eftir Flosa og dr. Jóhönnu og Helmut. Það var svo búið að brjóta mann niður að maður slampaðist einhvern veginn áfram.
Ég var kominn á Suðurströnd þegar ég heyri í ökuföntum koma á ofsahraða eftir götunni og lágu á flautunni. Er þetta einhver sem vill ná sambandi við ritara, spurði sig ritari. Leit upp og sá glaðbeitt andlit blómasalans skína eins og tungl út um bílrúðuna á einhverri sportgræju. Sá ekki vel hver sat í farþegarsætinu. Held áfram og hugsa með mér: Nú! Hann var þá ekki veikari en þetta! Nema hvað, þegar ég er að koma að Lindarbraut kemur þessi sportbifreið á sama ólöglega hraða á móti mér og sá ég þá að dr. Friðrik sat í farþegasætinu og veifaði. Hvað er að fólki? hugsaði ég. Hætta hlaupi tl þess að fara að þenja sig á sportbíl.
Ég upp Lindarbraut og bara þreyttur. Norðanmegin sé ég Flosa teygja og við tökum sprett tilbaka. Nú sást hvað það skiptir miklu með hverjum maður hleypur: hvort það er feitur og latur blómasali, eða frískur og kraftmikill unglingakennari úr Vestbyen, það var sem sagt tekinn þéttingur frá Lindarbraut og alla leið að Grandavegi, tempóið 4:45. Eftir það lulluðum við tilbaka og komum tímanlega til að hitta fyrir Bjarna - og stuttu síðar komu Helmut, dr. Jóhanna, og Rúnar, Margrét og Eiríkur, höfðu tekið fyrrgreinda spretti, samtals 8 km, sem er ekki mikið, og eiginlega ekki til þess að segja frá.
Fólk er almennt í góðu formi og spennan vex fyrir Berlín. Stefnan að Hjálmar og Ósk panti fyrir okkur veitingastað eftir hlaup - því er nauðsynlegt að vita hversu margir vilja vera með í málsverði eftir maraþonið. Sömuleiðis þarf að huga að e-u kvöldið fyrir hlaup, góðri pastaveizlu, Helmut og Jóhanna tékka á því. Meira seinna. Í gvuðs friði. Ritari.
Það var stífur mótvindur á Ægisíðu og nokkurn veginn eins leiðinlegt veður og hugsast getur að hlaupa í, samt voru menn hvassir og fóru fremstir á hröðu tempói. Farið út að Skítastöð og svo tvístraðist hópurinn. Ég spurði blómasalann hvað hann hefði fengið sér í hádegismat. "Samloku með remólaði og róstbiff." "Þú meinar, með róstbiff og remólaði.." sagði ég. "Nei," sagði blómasalinn eins og handhafi sannleikans. "Með remólaði og róstbiff." Það kom sumsé í ljós að hann hafði gætt sér á samloku með miklu remólaði. Er komið var út í Skítastöð var samlokan komin upp í vélindað, og virtist ekki vera á niðurleið. Ég varð samferða Flosa, blómasalanum og Friðriki aftur vesturúr og var aðalumræðuefnið samlokur og mismunandi gerðir áleggs og salats. Einnig var bryddað upp á bókmenntaumræðu, þar sem greint var frá manngerð sem er ljósfælin og mannfælin að degi til, en "vulkanaktig i könslivet" om natten. Gullkorn.
Það var farið afar hægt og sóttist okkur hlaupið seinna eftir því sem lengra dró, ásetningur um þétting á Ægisíðu féll niður, en Flosi geystist áfram og skildi okkur eftir í reykmekki, dr. Jóhanna og Helmut þar fyrir framan. Það er ekki gott að hlaupa með blómasalanum, það er bara talað um mat og allur taktur fer úr skorðum og maður slappast og verður þreyttur. Þegar kom að Hofsvallagötu hætti blómasalinn og sagðist vera orðinn veikur, samlokan væri komin upp í háls. Friðrik fór með honum til Laugar. Ritari hélt áfram á Nes á eftir Flosa og dr. Jóhönnu og Helmut. Það var svo búið að brjóta mann niður að maður slampaðist einhvern veginn áfram.
Ég var kominn á Suðurströnd þegar ég heyri í ökuföntum koma á ofsahraða eftir götunni og lágu á flautunni. Er þetta einhver sem vill ná sambandi við ritara, spurði sig ritari. Leit upp og sá glaðbeitt andlit blómasalans skína eins og tungl út um bílrúðuna á einhverri sportgræju. Sá ekki vel hver sat í farþegarsætinu. Held áfram og hugsa með mér: Nú! Hann var þá ekki veikari en þetta! Nema hvað, þegar ég er að koma að Lindarbraut kemur þessi sportbifreið á sama ólöglega hraða á móti mér og sá ég þá að dr. Friðrik sat í farþegasætinu og veifaði. Hvað er að fólki? hugsaði ég. Hætta hlaupi tl þess að fara að þenja sig á sportbíl.
Ég upp Lindarbraut og bara þreyttur. Norðanmegin sé ég Flosa teygja og við tökum sprett tilbaka. Nú sást hvað það skiptir miklu með hverjum maður hleypur: hvort það er feitur og latur blómasali, eða frískur og kraftmikill unglingakennari úr Vestbyen, það var sem sagt tekinn þéttingur frá Lindarbraut og alla leið að Grandavegi, tempóið 4:45. Eftir það lulluðum við tilbaka og komum tímanlega til að hitta fyrir Bjarna - og stuttu síðar komu Helmut, dr. Jóhanna, og Rúnar, Margrét og Eiríkur, höfðu tekið fyrrgreinda spretti, samtals 8 km, sem er ekki mikið, og eiginlega ekki til þess að segja frá.
Fólk er almennt í góðu formi og spennan vex fyrir Berlín. Stefnan að Hjálmar og Ósk panti fyrir okkur veitingastað eftir hlaup - því er nauðsynlegt að vita hversu margir vilja vera með í málsverði eftir maraþonið. Sömuleiðis þarf að huga að e-u kvöldið fyrir hlaup, góðri pastaveizlu, Helmut og Jóhanna tékka á því. Meira seinna. Í gvuðs friði. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.