Lofræða

Ritara er bæði ljúft og skylt að birta meðfylgjandi lofræðu frá félaga Bigga um ... hann sjálfan ... og raunar fleiri:

Ritari vitrari?

Mér finnst rétt að ritari vor fái aðeins aðhald hér á blogginu okkar 
og einoki ekki einn þennan ágæta vettvang vorn fyrir hlaupatengda lífsspeki í bland 
við annað.

Mér féll í fyrstu ekkert sérlega vel við þennan mann sem virtist ekki 
víla það fyrir sér að nefna mann ýmsum nöfnum fjölskyldu minni, aldraðri móður og 
fjarskyldum frænda til mikillar undrunar. En þetta átti eftir að breytast.

Ég hafði heldur ekki mikið álit á honum sem hlaupara. Taldi raunar að 
hlaupin væru aðeins yfirskin til að geta fengið útrás á okkur eymingjunum.

Þegar ég svo sé manninn (Ólaf riddara, nei ég meina ritara) hlaupa 
heilt maraþon í fyrra án þess að blása úr nös og ausa úr brunni visku og kærleika yfir 
okkur minni hlaupara, fór ég að sjá hið stóra samhengi hlutanna.

Ólafur er einfaldlega hinn fullkomni leiðbeinandi sem leiðir oss á 
hina þrengri og vandrataðri stigu hlauparans. Hann hefur í rólegheitum bent okkur á 
með góðu fordæmi að þær stundir koma að við þurfum að slaka aðeins á, taka 
langt með smá tempói þegar þjálfarinn segir brekkusprettir, vegna þess að líkami 
vor segir okkur það.

Samt sem áður hefur Ólafur af sinn meðfæddu diplómasíu náð að fylgja 
þjálfurum að mestu og er af sanngirni farinn að mæla með því að við hlýðum þeirra 
fyrirmælum. Þó aldrei svo að við lokum eyrunum fyrir því sem líkami vor hefur að 
mæla.

Ferfalt húrra fyrir Ólafi, Rúnari, Möggu, Hauki (sem kom þjálfurunum af atvinnuleysisbótunum) og okkur öllum hinum sem erum að fara til Berlínar nú í lok september 
2008!

Biggi jógi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband