22.8.2008 | 10:49
Stóri hlaupafiskisúpudagurinn
Eftir hlaup 15.ágúst buðu Birgir Jóakims og Björn kokkur öllum hlaupahópnum í fiskisúpu.
Súpan var grilluð úti í garði hjá Birgi Jóakims og frú. Björn meistarakokkur, sjósundmaður og maraþonhlaupari átti heiðurinn af súpgerðinni. Því miður er ekki hægt að taka ljósmynd af bragðinu.
Rúna tilkynnti hlaupara mánaðarins sem að þessu sinni var Einar en hann var fjarri góðu gamni.
Vilhjálmur kom færandi hendi og bauð upp á Hrefnukjöt sem við borðuðum í vísindaskyni með góðri sojasósu.
Þar sem Birgir ljósmyndari festist ekki á filmu bæti ég minni eigin mynd af honum hér í lokin:
Myndir frá Birgi en færslan frá Kára
Flokkur: Almennt skraf | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.