6.8.2008 | 23:29
29,08 km - tempó 5:14.
Miðvikudagur: langt. Hlaup eru umfram allt andleg íþrótt, þar reynir á vilja vs. vellíðunarlögmálið. Á þetta reyndi í hlaupi dagsins. Mættir: Flosi, dr. Friðrik, Bjarni, Una, Rúnar, Margrét, Björn, Ágúst, Jörundur, dr. Karl, Birgir og ritari. Það var sama kaosið við brottför, engin ræða, engar leiðbeiningar, hreytt í fólk "þú ferð 28 - þú ferð 24". Okkar minnstu bræður ætluðu eitthvað skemmra.
Tíðindalaust út í Skerjafjörð, þar mættum við Kára og dr. Önnu Birnu á e-u undarlegu róli sem enginn áttaði sig á. Kári reyndi að grípa til blekkinga með því að hlaupa aftur á bak, en gat ekki dulist. Þung undiralda kynlífsóra alla leið út í Nauthólsvík og jafnvel lengra, svo mjög að ritari mun ekki greina nánar frá því sem menn létu sér um munn fara af virðingu fyrir fjölskyldum og nánustu venzlakreðsum. E.t.v. voru hér greinanleg áhrif Hinsegin daga og rifjuð upp leðurbuxnaeign Hlaupasamtakanna.
Þjálfararnir hlaupa aldrei langt, þess vegna geta þeir spennt upp hraðann eins og þeim sýnist. Við sem ætluðum langt pössuðum okkur á þessu og fórum á upphitunartempói. Bjössi virtist eitthvað á báðum áttum hvert hann ætlaði, en ákvað svo að fylgja okkur Ágústi og Bigga á Kársnes, en varaði okkur við mikilli skítalykt bæði á nesinu og í sjálfum Kópavogsdal. Það hnussaði í Ágústi og hann kannaðist ekki við neinn óþef í heimabæ sínum. Hér fóru menn að auka hraða hlaups, enda orðnir vel heitir.
Fórum hratt um Kársnes og svo austurúr. Mættum ungum stúlkum, líklega úr HK, sem voru í æfingahlaupi. Tókum upp spjall við þær og sögðum það helzta af okkur, Björn gekk fram fyrir skjöldu til þess að impónera dömurnar, sagði að við hefðum lagt upp frá Vesturbæjarlaug og ætluðum 28 km. Já er það? sögðu dömurnar, heyrðu vinur, ég held þú sért að missa af félögum þínum. Svona kommentarar virka ekki vel á menn. Birgir talaði óskaplega mikið og hátt alla leiðina - en nam ekki nema ca. 58% af því sem við sögðum við hann -- og varð ítrekað að segja hlutina aftur og jafnvel byrja frásagnir frá byrjun því hann hafði ekki verið að fylgjast með. Þetta tók frá okkur orku.
Ólíkt því sem var s.l. miðvikudag efldumst við með hverju skrefi í Kópavogsdal og fórum æ hraðar. E-s staðar upphóf Birgir mikinn fróðleik um mikilvægi þess að innbyrða prótein fyrir hlaup. Menn mótmæltu, og sögðu, þú ert að rugla próteini saman við kolvetni. Björn lét einhverjar glósur fjúka. Erfiðar brekkur framundan, en Lækjarhjalli nálgaðist og Ágúst lofaði viðurgjörningi - "ef Ólöf sé heima" missti hann út úr sér þegar við vorum að koma á stéttina hjá honum heima.
Jæja, hvað um það. Frú Ólöf birtist þegar Ágúst var búinn að berja allt utan heima hjá sér í fimm mínútur. En Birgi var hvergi að sjá. Hann hafði dregist aftur úr þegar við komum upp brekkurnar - og við göluðum á hann, en fengum ekkert svar. Drukkum vel af svaladrykkjum og fengum m.a.s. gel til að bæta að orkubirgðirnar. Enn enginn Birgir. Hér fórum við að hugsa hvort við hefðum móðgað hann, hvort Björn hefði sært hann með ummælum sínum. Ágúst varð hugsi og sagði svo: Gaman væri að sjá Birgi spældan. Á endanum sáum við að við svo búið gat ekki gengið - Birgir hlaut að hafa fótbrotnað eða liðið í ómegin - við urðum að halda áfram ef við áttum ekki að stirðna upp. Áfram upp úr Dalnum og hefðbundið inn í Mjódd - upp Holtið og yfir í Elliðaárdalinn, upp að Árbæjarlaug þar sem við gerðum stuttan stanz og áttum vinalegar viðræður við ungviði bæjarhlutans.
Áfram niður úr á fantastími - Ágúst og Björn skiptust á upplýsingum um tempó, sem iðulega var í kringum 5/km. Við vorum allir í góðum málum og létum engan bilbug á okkur finna, fórum hjá Rafstöð og yfir Elliðaárnar. Upp í Fossvogsdal og gáfum í þar. Það var eins og við efldumst með hverri raun, og í stað þess að láta þreytu buga okkur, jukum við hraðann. Ég var ánægður að hafa fengið þá tvo sem hlaupafélaga í kvöld - þeir héldu mér við efnið og gættu þess að ég héldi þokkalegum hraða. Í Nauthólsvík verðlaunuðum við okkur með svalandi sjávarbaði, syntum út að flotbryggju þar sem ónefndur félagi gerði nokkrar tilraunir til þess að hneyksla nærstadda túrista með impróvíseruðum núdísma.
Áfram eins og spýtukarlar - mjöðmin fór að hrekkja mig og var ég lengi að hitna svo vel að ég gæti hlaupið að ráði, en þeir Ágúst og Björn fóru á undan á góðu skokki og bættu í ef eitthvað var. Hittum Birgi í potti og kröfðum hann skýringa. Hann hafði fengið aðsvif í Dalnum og misst sjónar á okkur, hringsólað í Kópavogi, en tekið svo strikið upp úr Kópavogi og þá leið sem preskríberuð var, Mjódd, Árbæjarlaug og svo Fossvog tilbaka. Líklega hefur Birgir tekið einhverja útúrdúra meðan á meðvitundarleysi hans stóð - því að þegar upp var staðið hafði hann hlaupið 30,1 km (ritari var vitni, las á Garmintækið hans að hlaupi loknu) - meðan við eymingjarnir fórum bara 29,08 km - og hann var kominn löngu á undan okkur til Laugar. Hér er komin rétt lýsing á Birgi: þegar hann er við það að bugast herðir hann hlaupið og bætir í. Hann var ausinn lofi og kallaður alvöruhlaupari í potti sem við hinir þyrftum að óttast og hafa áhyggjur af - en jafnframt skammaður fyrir að hunza gott boð góðrar konu í Lækjarhjalla sem lagði fram sérstakt glas honum til handa að bergja á.
Frábært hlaup sem við vorum ánægðir með, 29,08 km á meðaltempóinu 5,14 - lofar það ekki bara góðu? Næst stutt og rólegt á föstudag - einhverjir kunna að hafa áhuga á að hlaupa á morgun, fimmtudag - hlaup er í boði. En á föstudag, já, föstudag - þá er Fyrsti Föstudagur. Menn vita hvað það þýðir.
Tíðindalaust út í Skerjafjörð, þar mættum við Kára og dr. Önnu Birnu á e-u undarlegu róli sem enginn áttaði sig á. Kári reyndi að grípa til blekkinga með því að hlaupa aftur á bak, en gat ekki dulist. Þung undiralda kynlífsóra alla leið út í Nauthólsvík og jafnvel lengra, svo mjög að ritari mun ekki greina nánar frá því sem menn létu sér um munn fara af virðingu fyrir fjölskyldum og nánustu venzlakreðsum. E.t.v. voru hér greinanleg áhrif Hinsegin daga og rifjuð upp leðurbuxnaeign Hlaupasamtakanna.
Þjálfararnir hlaupa aldrei langt, þess vegna geta þeir spennt upp hraðann eins og þeim sýnist. Við sem ætluðum langt pössuðum okkur á þessu og fórum á upphitunartempói. Bjössi virtist eitthvað á báðum áttum hvert hann ætlaði, en ákvað svo að fylgja okkur Ágústi og Bigga á Kársnes, en varaði okkur við mikilli skítalykt bæði á nesinu og í sjálfum Kópavogsdal. Það hnussaði í Ágústi og hann kannaðist ekki við neinn óþef í heimabæ sínum. Hér fóru menn að auka hraða hlaups, enda orðnir vel heitir.
Fórum hratt um Kársnes og svo austurúr. Mættum ungum stúlkum, líklega úr HK, sem voru í æfingahlaupi. Tókum upp spjall við þær og sögðum það helzta af okkur, Björn gekk fram fyrir skjöldu til þess að impónera dömurnar, sagði að við hefðum lagt upp frá Vesturbæjarlaug og ætluðum 28 km. Já er það? sögðu dömurnar, heyrðu vinur, ég held þú sért að missa af félögum þínum. Svona kommentarar virka ekki vel á menn. Birgir talaði óskaplega mikið og hátt alla leiðina - en nam ekki nema ca. 58% af því sem við sögðum við hann -- og varð ítrekað að segja hlutina aftur og jafnvel byrja frásagnir frá byrjun því hann hafði ekki verið að fylgjast með. Þetta tók frá okkur orku.
Ólíkt því sem var s.l. miðvikudag efldumst við með hverju skrefi í Kópavogsdal og fórum æ hraðar. E-s staðar upphóf Birgir mikinn fróðleik um mikilvægi þess að innbyrða prótein fyrir hlaup. Menn mótmæltu, og sögðu, þú ert að rugla próteini saman við kolvetni. Björn lét einhverjar glósur fjúka. Erfiðar brekkur framundan, en Lækjarhjalli nálgaðist og Ágúst lofaði viðurgjörningi - "ef Ólöf sé heima" missti hann út úr sér þegar við vorum að koma á stéttina hjá honum heima.
Jæja, hvað um það. Frú Ólöf birtist þegar Ágúst var búinn að berja allt utan heima hjá sér í fimm mínútur. En Birgi var hvergi að sjá. Hann hafði dregist aftur úr þegar við komum upp brekkurnar - og við göluðum á hann, en fengum ekkert svar. Drukkum vel af svaladrykkjum og fengum m.a.s. gel til að bæta að orkubirgðirnar. Enn enginn Birgir. Hér fórum við að hugsa hvort við hefðum móðgað hann, hvort Björn hefði sært hann með ummælum sínum. Ágúst varð hugsi og sagði svo: Gaman væri að sjá Birgi spældan. Á endanum sáum við að við svo búið gat ekki gengið - Birgir hlaut að hafa fótbrotnað eða liðið í ómegin - við urðum að halda áfram ef við áttum ekki að stirðna upp. Áfram upp úr Dalnum og hefðbundið inn í Mjódd - upp Holtið og yfir í Elliðaárdalinn, upp að Árbæjarlaug þar sem við gerðum stuttan stanz og áttum vinalegar viðræður við ungviði bæjarhlutans.
Áfram niður úr á fantastími - Ágúst og Björn skiptust á upplýsingum um tempó, sem iðulega var í kringum 5/km. Við vorum allir í góðum málum og létum engan bilbug á okkur finna, fórum hjá Rafstöð og yfir Elliðaárnar. Upp í Fossvogsdal og gáfum í þar. Það var eins og við efldumst með hverri raun, og í stað þess að láta þreytu buga okkur, jukum við hraðann. Ég var ánægður að hafa fengið þá tvo sem hlaupafélaga í kvöld - þeir héldu mér við efnið og gættu þess að ég héldi þokkalegum hraða. Í Nauthólsvík verðlaunuðum við okkur með svalandi sjávarbaði, syntum út að flotbryggju þar sem ónefndur félagi gerði nokkrar tilraunir til þess að hneyksla nærstadda túrista með impróvíseruðum núdísma.
Áfram eins og spýtukarlar - mjöðmin fór að hrekkja mig og var ég lengi að hitna svo vel að ég gæti hlaupið að ráði, en þeir Ágúst og Björn fóru á undan á góðu skokki og bættu í ef eitthvað var. Hittum Birgi í potti og kröfðum hann skýringa. Hann hafði fengið aðsvif í Dalnum og misst sjónar á okkur, hringsólað í Kópavogi, en tekið svo strikið upp úr Kópavogi og þá leið sem preskríberuð var, Mjódd, Árbæjarlaug og svo Fossvog tilbaka. Líklega hefur Birgir tekið einhverja útúrdúra meðan á meðvitundarleysi hans stóð - því að þegar upp var staðið hafði hann hlaupið 30,1 km (ritari var vitni, las á Garmintækið hans að hlaupi loknu) - meðan við eymingjarnir fórum bara 29,08 km - og hann var kominn löngu á undan okkur til Laugar. Hér er komin rétt lýsing á Birgi: þegar hann er við það að bugast herðir hann hlaupið og bætir í. Hann var ausinn lofi og kallaður alvöruhlaupari í potti sem við hinir þyrftum að óttast og hafa áhyggjur af - en jafnframt skammaður fyrir að hunza gott boð góðrar konu í Lækjarhjalla sem lagði fram sérstakt glas honum til handa að bergja á.
Frábært hlaup sem við vorum ánægðir með, 29,08 km á meðaltempóinu 5,14 - lofar það ekki bara góðu? Næst stutt og rólegt á föstudag - einhverjir kunna að hafa áhuga á að hlaupa á morgun, fimmtudag - hlaup er í boði. En á föstudag, já, föstudag - þá er Fyrsti Föstudagur. Menn vita hvað það þýðir.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 7.8.2008 kl. 00:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.