10.5.2008 | 13:10
Frá Laug til Laugar
Ritari Hlaupasamtaka Lýðveldisins reis árla úr rekkju á þessum fagra laugardegi í maí, tók til hlaupafatnað og hélt til Laugar. Nú hefur ekki verið hlaupið í viku vegna embættisanna og úr því skyldi bætt. Klukkan var hálfníu og fáir á ferli. Veður kjörið til hlaupa, 10 stiga hiti og úrkoma í nánd. Hitti Flosa í útiklefa - hann sagði að blómasalinn hefði verið dreginn í 15 km hlaup í gær og fengið ókeypis orkudrykk sér til styrkingar. Mætti séra Ólafi í anddyri Laugar, hann rak upp hæðnishlátur þegar hann sá mig á stuttbuxum - það er hlegið að manni hvarvetna.
Ég lagði í hann einn og yfirgefinn, eins og venjulega, og mætti strax mótvindi á Ægisíðu, en hugsaði gott til glóðarinnar að fara langt á þessum morgni. Hugsaði um brekkuna í Kópavogi, hugsaði um Goldfinger, Stíbblu, Árbæjarlaug. Planið var sem sagt að fara langt, mjög langt. Ekkert bar til tíðinda inn í Nauthólsvík, og í raun ekki heldur inn í Fossvog. Til að gera langa sögu stutta má raunar segja að ekkert hafi borið til tíðinda allt hlaupið, nema að það var hlaupið. Og hlaupið. Ég mætti nokkrum hlaupurum á leiðinni, en ekki mörgum. Leið vel eftir brekkuna hjá Lönguvitleysu, og raunar alla leiðina upp að Árbæjarlaug, hugsaði um það eitt hvað þetta væri yndislegt, veðrið, náttúran, allt saman.
Staldraði við efra og bætti á mig vatni, hélt svo áfram niðurúr. Fór að finna til þreytu í Laugardalnum, en ekki svo að það truflaði mig, bætti vel á mig vökva, enda rann svitinn í stríðum straumum. Lauk hlaupi á viðunandi tíma, enda er þessi hlaupari alltaf að bæta sig.
Næst hlaupið á morgun, hvítasunnudag, kl. 10:10, frá Vesturbæjarlaug.
Ég lagði í hann einn og yfirgefinn, eins og venjulega, og mætti strax mótvindi á Ægisíðu, en hugsaði gott til glóðarinnar að fara langt á þessum morgni. Hugsaði um brekkuna í Kópavogi, hugsaði um Goldfinger, Stíbblu, Árbæjarlaug. Planið var sem sagt að fara langt, mjög langt. Ekkert bar til tíðinda inn í Nauthólsvík, og í raun ekki heldur inn í Fossvog. Til að gera langa sögu stutta má raunar segja að ekkert hafi borið til tíðinda allt hlaupið, nema að það var hlaupið. Og hlaupið. Ég mætti nokkrum hlaupurum á leiðinni, en ekki mörgum. Leið vel eftir brekkuna hjá Lönguvitleysu, og raunar alla leiðina upp að Árbæjarlaug, hugsaði um það eitt hvað þetta væri yndislegt, veðrið, náttúran, allt saman.
Staldraði við efra og bætti á mig vatni, hélt svo áfram niðurúr. Fór að finna til þreytu í Laugardalnum, en ekki svo að það truflaði mig, bætti vel á mig vökva, enda rann svitinn í stríðum straumum. Lauk hlaupi á viðunandi tíma, enda er þessi hlaupari alltaf að bæta sig.
Næst hlaupið á morgun, hvítasunnudag, kl. 10:10, frá Vesturbæjarlaug.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.