19.4.2008 | 13:24
Bara bjart framundan
Hlaupasamtökin hafa ævinlega verið þess hvetjandi að menn leituðust við að bæta árangur sinn í hlaupum, ef hugur þeirra stefndi til þess. En við höfum jafnframt rýmt fyrir þeim sem gerðu það ekki að úrslitaatriði hver árangur væri af hlaupum - lögðu sumsé meiri áherslu á nærveru og samveru. Þetta sjónarmið var víðs fjarri á þessum hlaupadegi, föstudegi, sem er hlaupadagur án þjálfara, þegar mýsnar geta leikið sér. Góðir menn vöktu athygli á þessari staðreynd og frelsistilfinningin flaut um Brottfararsal. Mættir: dr Friðrik (sem heimtaði að það yrði skráð að hann var mættur í stuttum hlaupabuxum), prof.dr. Fróði, dr. Jóhanna, Bjössi, Einar blómasali, Rúna, ritari, Þorvaldur, Denni, Kári og.. dr. Jóhanna. Benni.
Þessi hópur fór rólega af stað, hægt og rólega. M.a.s. blómasalinn var fremstur um sinn, - en svo kom náttúrlega að því að hinir eiginlegu hlauparar tóku til sinna ráða. Meðaltempó var 5:18 á þeim sem fremstir fóru. Áfram haldið upp Hi-Lux, já nú man ég, það var strákur úr Hagaskóla með okkur, sá sami og Ágúst veitti athygli s.l. föstudag. Upp Hi-Lux á þéttingi, og þá voru nú eiginlega bara þessir helztu strákar og dr. Jóhanna með. Farið um Veðurstofuhálendi, Hlíðar, Klambra með þéttingi, og var ég stoltur að ná að hanga í fremstu hlaupurum. Á Sæbrautinni var Brautin breið og það var gefið í.
Í potti var gæðatími. Þar voru lagðar línur um skemmtanir næstu vikna - fá þeir einir upplýsingar sem hlaupa. Ég samdi við Kára um að leiðrétta villur í bremsum á reiðhjólafák mínum. Það flækti málið að á sama tíma var félagi okkar, Vilhjálmur Bjarnason, að keppa fyrir sveitarfélag sitt í spurningakeppni og við höfðum einsett okkur að fylgjast með frammistöðunni. Niðurstaðan var sú að ég mætti til Kára og horfði með fjölskyldunni á VB gersigra fólk úr Mosó - svo fórum við út í bílskúr að laga reiðhjólið. Blómasalinn kom að fylgjast með framkvæmdum og gekk allt vel - þetta var gæðastund, eins og sagt er.
Þessi hópur fór rólega af stað, hægt og rólega. M.a.s. blómasalinn var fremstur um sinn, - en svo kom náttúrlega að því að hinir eiginlegu hlauparar tóku til sinna ráða. Meðaltempó var 5:18 á þeim sem fremstir fóru. Áfram haldið upp Hi-Lux, já nú man ég, það var strákur úr Hagaskóla með okkur, sá sami og Ágúst veitti athygli s.l. föstudag. Upp Hi-Lux á þéttingi, og þá voru nú eiginlega bara þessir helztu strákar og dr. Jóhanna með. Farið um Veðurstofuhálendi, Hlíðar, Klambra með þéttingi, og var ég stoltur að ná að hanga í fremstu hlaupurum. Á Sæbrautinni var Brautin breið og það var gefið í.
Í potti var gæðatími. Þar voru lagðar línur um skemmtanir næstu vikna - fá þeir einir upplýsingar sem hlaupa. Ég samdi við Kára um að leiðrétta villur í bremsum á reiðhjólafák mínum. Það flækti málið að á sama tíma var félagi okkar, Vilhjálmur Bjarnason, að keppa fyrir sveitarfélag sitt í spurningakeppni og við höfðum einsett okkur að fylgjast með frammistöðunni. Niðurstaðan var sú að ég mætti til Kára og horfði með fjölskyldunni á VB gersigra fólk úr Mosó - svo fórum við út í bílskúr að laga reiðhjólið. Blómasalinn kom að fylgjast með framkvæmdum og gekk allt vel - þetta var gæðastund, eins og sagt er.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.