17.4.2008 | 22:26
Skrýtin tilfinning...
Það var sannarlega einkennileg tilfinning að ganga inn Brottfararplan á fimmtudegi í þeim tilgangi að þreyta hlaup. "Fimmtudagur? Hvers konar viðundur er maður eiginlega?" varð þessum hlaupara hugsað. Fór sem leið lá í útiklefa og klæddist þar í hlaupagallann í viðurvist Söngvara Lýðveldisins, sem tónar, ræskir sig og rymur eins og sannur tenór. Ég óttaðist að þetta yrði einmanalegt, en vanur því að hlaupa einn herti ég upp hugann og hvarf til Brottfararsalar í þeirri trú að þetta færi nú líklega einhvern veginn á endanum. Þar var þá Rúnar þjálfari að undirbúa hlaup. Smám saman birtust æ fleiri hlauparar: Þorbjörg, Kalli kokkur, dr. Friðrik, Margrét þjálfari, fjórir hlauparar sem ég hef ekki nöfnin á, og loks kom hlaupandi sjálfur Einar blómasali.
Það sveif einhver minniháttarfíling yfir hópnum, eins og saman væri komið safn af lúserum, eða þannig upplifði ég stemmninguna. Reyndi þó að berja í brestina og vera uppbyggilegur, allir þyrftu að byrja einhvers staðar og svona, menn væru ekki heimsmeistarar í fyrstu tilraun og þannig áfram. En það var fremur dapurlegur hópur sem lagði í hann og ljóst að engin afrek yrðu unnin á þessum degi, frekar spurning um að panta sjúkrabíl til að fylgja okkur, og leigja ýmis hjálpartæki hjá Hjálpartækjamiðstöð, sjúkrarúm, hjólastóla, göngugrindur, hækjur og hvaðeina.
Nema hvað, Rúnar ákveður að fara með okkur að húsabaki um Haga og út á Suðurgötu, allt gengur það vel. Rætt lítillega um Berlínarmaraþon og skráningar þar. Fljótlega er blómasalinn farinn að blanda sér í umræðu fremstu manna og þá kemur einn vaselínbrandari. Svo fer hann að rifja upp mataræðið í Köben - hamborgarar, sósur, franskar, steikur, bjór - hér spurði Margrét: hefurðu enga stjórn á þér? Nei, ég hef enga stjórn...
Nú var mannskapurinn kominn út á Suðurgötu og stefnan tekin á dælustöð/skítastöð. Mistur í lofti af háfjöllum eftir því sem Þorbjörg sagði. Nú voru hinir þyngri menn farnir að dragast aftur úr og mynduðu breiðfylking. Fremstur hljóp sá er hér ritar og er þó engi afreksmaður í hlaupum, fannst þetta furðu einkennilega tilfinning að vera fremstur, eins og að vera að hlaupa með leikskólabörnum. Nema hvað, öðru hverju dúkkuðu þjálfararnir upp til að sýna samstöðu með þessum einmana hlaupara, sem þó hafði fylgd af Þorbjörgu út í Nauthólsvík. Eftir það kom Margrét þjálfari í stuttan tíma og hljóp með út að Kringlumýrarbraut en hefur svo líklega snúið við eða farið Suðurhlíðar. Ég fór yfir brúna og setti strikið á Fossvoginn.
Nú tók við hlutskipti hins einmana langhlaupara, en það þekkjum við og þarf ekki að koma á óvart. Ég bölvaði sjálfum mér að hafa gleymt að taka með mér æpodinn sem ég erfði frá dótturinni þegar hún fékk æpodinn drengsins þegar hann fékk nýjasta æpodinn. Og þurfti því að láta mér nægja eigin hugrenningar alla leiðina í Fossvoginn, inn að Víkingsheimili og yfir Elliðaár. Aftur yfir og upp á Stokk. Þá leið tilbaka. Mig grunar að tempóið hafi verið 5:20 - en var sosum ekki með áreiðanlegt mælitæki, svona Garmin sem allir eru að tala um og skreyta sig með, en mér kæmi ekki á óvart að tempóið hafi verið allhratt. Hlaupið var hratt og fyrirhafnarlítið, fór 16 km án þess að blása úr nös eða fá hjartaáfall. Aðrir fóru eitthvað styttra, Þorbjörg og félagar fóru 11 km - Suðurhlíðar.
Það var góð tilfinning að koma tilbaka á Móttökuplan og teygja. Nú er ég farinn að taka teygju (eða beygju) sem Biggi kenndi mér og vill láta blómasalann taka: beygju allra beygja, fara niður á hækjur sér og beygja höfuðið milli hnjánna - þessi beygja kemur í veg fyrir bakverki.
Næst hlaupið á morgun, föstudag. Vel mætt. Í gvuðs friði, ritari.
Það sveif einhver minniháttarfíling yfir hópnum, eins og saman væri komið safn af lúserum, eða þannig upplifði ég stemmninguna. Reyndi þó að berja í brestina og vera uppbyggilegur, allir þyrftu að byrja einhvers staðar og svona, menn væru ekki heimsmeistarar í fyrstu tilraun og þannig áfram. En það var fremur dapurlegur hópur sem lagði í hann og ljóst að engin afrek yrðu unnin á þessum degi, frekar spurning um að panta sjúkrabíl til að fylgja okkur, og leigja ýmis hjálpartæki hjá Hjálpartækjamiðstöð, sjúkrarúm, hjólastóla, göngugrindur, hækjur og hvaðeina.
Nema hvað, Rúnar ákveður að fara með okkur að húsabaki um Haga og út á Suðurgötu, allt gengur það vel. Rætt lítillega um Berlínarmaraþon og skráningar þar. Fljótlega er blómasalinn farinn að blanda sér í umræðu fremstu manna og þá kemur einn vaselínbrandari. Svo fer hann að rifja upp mataræðið í Köben - hamborgarar, sósur, franskar, steikur, bjór - hér spurði Margrét: hefurðu enga stjórn á þér? Nei, ég hef enga stjórn...
Nú var mannskapurinn kominn út á Suðurgötu og stefnan tekin á dælustöð/skítastöð. Mistur í lofti af háfjöllum eftir því sem Þorbjörg sagði. Nú voru hinir þyngri menn farnir að dragast aftur úr og mynduðu breiðfylking. Fremstur hljóp sá er hér ritar og er þó engi afreksmaður í hlaupum, fannst þetta furðu einkennilega tilfinning að vera fremstur, eins og að vera að hlaupa með leikskólabörnum. Nema hvað, öðru hverju dúkkuðu þjálfararnir upp til að sýna samstöðu með þessum einmana hlaupara, sem þó hafði fylgd af Þorbjörgu út í Nauthólsvík. Eftir það kom Margrét þjálfari í stuttan tíma og hljóp með út að Kringlumýrarbraut en hefur svo líklega snúið við eða farið Suðurhlíðar. Ég fór yfir brúna og setti strikið á Fossvoginn.
Nú tók við hlutskipti hins einmana langhlaupara, en það þekkjum við og þarf ekki að koma á óvart. Ég bölvaði sjálfum mér að hafa gleymt að taka með mér æpodinn sem ég erfði frá dótturinni þegar hún fékk æpodinn drengsins þegar hann fékk nýjasta æpodinn. Og þurfti því að láta mér nægja eigin hugrenningar alla leiðina í Fossvoginn, inn að Víkingsheimili og yfir Elliðaár. Aftur yfir og upp á Stokk. Þá leið tilbaka. Mig grunar að tempóið hafi verið 5:20 - en var sosum ekki með áreiðanlegt mælitæki, svona Garmin sem allir eru að tala um og skreyta sig með, en mér kæmi ekki á óvart að tempóið hafi verið allhratt. Hlaupið var hratt og fyrirhafnarlítið, fór 16 km án þess að blása úr nös eða fá hjartaáfall. Aðrir fóru eitthvað styttra, Þorbjörg og félagar fóru 11 km - Suðurhlíðar.
Það var góð tilfinning að koma tilbaka á Móttökuplan og teygja. Nú er ég farinn að taka teygju (eða beygju) sem Biggi kenndi mér og vill láta blómasalann taka: beygju allra beygja, fara niður á hækjur sér og beygja höfuðið milli hnjánna - þessi beygja kemur í veg fyrir bakverki.
Næst hlaupið á morgun, föstudag. Vel mætt. Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
"fara niður á hækjur sér" (Hægðarleikurinn)
Já einmitt… þetta að mínu mati mikilvægasta teygja
langhlauparans. Hún er sumsé þannig að við setjumst á hækjur vorar,
(beygjum hnén þannig að rass sígur eins langt niður og hægt er),
grípum höndum saman aftan á hnakka og látum höfuðið hanga slakt.
Síðan ef við erum stíf og stirð (eins og blómasalinn), þá náum við EKKI
að setja hælana í jörð. Það er allt í lagi, aðalmálið er að anda djúpt…
og á fráöndun reynum, við að slaka vel á og finna hvernig við erum að
losa þannig spennuna í mjóbakinu. Hægðarleikurinn er líka góður fyrir hnén o.fl.
Kv, Biggi jógakennari m.m.
Birgir Þorsteinn Jóakimsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.