30.9.2007 | 15:12
Það er líf eftir dauðann
Spennan hékk í loftinu í Brottfararsal rétt um það leyti sem ritari var tilbúinn til hlaups, auk hans var Guðmundur mættur, Vilhjálmur, Magnús, Þorvaldur, Jörundur - og svo var spurningin bara: mætir Hann, prýði Vesturbæjarins, eigandi R-158, velunnari hlaupa og framfara í Vesturbæ Lýðveldisins? Á síðustu mínútu birtist hann hrópandi: Það er líf eftir dauðann. Jafnframt jós hann úr sér óbótaskömmum á KR-liðið, sem hann kvað hafa verðskuldað að falla. Framundan væri fimm ára barátta Víkings fyrir því að komast upp. Hefði KR fallið hefðu menn einfaldlega dregið upp veskin sín og dælt inn meira fjármagni til kaupa á nýjum og betri leikmönnum. Menn reyndu að umgangast Ólaf frænda minn af nærgætni, þ.e.a.s. allir nema ónefndur álitsgjafi, sem bara glotti og nuddaði salti í sárin eftir getu.
Fyrsta vísbendingaspurning kom fljótlega, Ólafur spurði um mann. Ég gat upp á honum í fyrsta - spurt um afburðalögfræðing sem tekið hefði eitthvert hæsta próf sem þekktist í lögfræðinni og væri væntanlegur í pott á eftir. Ég svaraði: Ólafur Jóhannes Einarsson. Rétt! hrópaði nafni minn. Nú var sagt frá brúðkaupi sem téður sonur Einars Gunnars hefði sótt kvöldið áður: dóttursonur afburðakennara sem kenndi í Hagaskóla Lýðveldisins á sjötta og sjöunda áratugnum. Rétt svar: Stefán Pálsson, afinn var Haraldur Steinþórsson. Þá blandaði álitsgjafinn sér í vísbendingaspurningarnar: hvernig tengist fyrrnefndur Stefán Brautarholti á Kjalarnesi og þar með Ólafi Þorsteinssyni. Nú varð frændi minn undirfurðulegur og einkennilega tómur í framan, sem er sjaldgæf sýn. Nei, þetta vissi hann ekki. Var því svarað til að langafi Stefáns hefði verið bróðir ömmu Ólafs, að mig minnir.
Hlaupið í Nauthólsvík og gengið lengi. Fleiri vísbendingaspurningar, áfram í kirkjugarð og skoðuð leiði breskra og kanadískra hermanna sem hér féllu í stríðinu. Ólafur fræddi okkur um gæðastjórnunarmál, en hefði að sögn álitsgjafans mátt beita svolítilli gæðastjórnun í frásögnum sínum, svo rangar og misvísandi væru þær, hann virtist misminna um alla hluti í dag. Hér gáfu þeir Magnús, Guðmundur og Þorvaldur í og hurfu okkur hinum, sem fastheldnari erum á hefðir sunnudagahlaupa með skyldustoppum á völdum stöðum. Ég fór fetið með Jörundi sem fræddi mig á gömlum sögum af langafa mínum á Hreimsstöðum í Borgarfirði, eitthvað um myrkfælni. Við fórum Klambratúnið, Hlemm og niður á Sæbraut.
Í potti fór Ólafur Þorsteinsson með vísbendingaspurninguna sem hann hafði ekki svarið við sjálfur fyrr um daginn yfir dr. Baldri Símonarsyni, dr. Einari Gunnari Péturssyni og Ólafi Jóhannesi Einarssyni. Þeir vissu svarið strax. Rætt meira um ættir manna og ævir og virtist minnisleysi frænda míns kæta Vilhjálm Bjarnason svo mjög að hann ýmist gapti opinmynntur á frænda, eða skellti upp úr, sem hefur ekki áður gerst þar sem ég hef verið nærverandi, að Vilhjálmur Bjarnason hlægi upphátt. Lítið er ungs manns gaman mætti maður e.t.v. segja um þann viðburð. Síðan komu þau mæðgin dr. Jóhanna og Tumi menntaskólanemi. Rætt um kennara í Reykjavíkur Lærða Skóla. Einnig um borgina Brussel sem er sumum okkur kunn.
Ritari er allur að koma til í skrokknum og hlakkar til að hitta félaga sína á ný í hlaupi morgundagsins. Vel mætt! Í gvuðs friði. Ritari.
Fyrsta vísbendingaspurning kom fljótlega, Ólafur spurði um mann. Ég gat upp á honum í fyrsta - spurt um afburðalögfræðing sem tekið hefði eitthvert hæsta próf sem þekktist í lögfræðinni og væri væntanlegur í pott á eftir. Ég svaraði: Ólafur Jóhannes Einarsson. Rétt! hrópaði nafni minn. Nú var sagt frá brúðkaupi sem téður sonur Einars Gunnars hefði sótt kvöldið áður: dóttursonur afburðakennara sem kenndi í Hagaskóla Lýðveldisins á sjötta og sjöunda áratugnum. Rétt svar: Stefán Pálsson, afinn var Haraldur Steinþórsson. Þá blandaði álitsgjafinn sér í vísbendingaspurningarnar: hvernig tengist fyrrnefndur Stefán Brautarholti á Kjalarnesi og þar með Ólafi Þorsteinssyni. Nú varð frændi minn undirfurðulegur og einkennilega tómur í framan, sem er sjaldgæf sýn. Nei, þetta vissi hann ekki. Var því svarað til að langafi Stefáns hefði verið bróðir ömmu Ólafs, að mig minnir.
Hlaupið í Nauthólsvík og gengið lengi. Fleiri vísbendingaspurningar, áfram í kirkjugarð og skoðuð leiði breskra og kanadískra hermanna sem hér féllu í stríðinu. Ólafur fræddi okkur um gæðastjórnunarmál, en hefði að sögn álitsgjafans mátt beita svolítilli gæðastjórnun í frásögnum sínum, svo rangar og misvísandi væru þær, hann virtist misminna um alla hluti í dag. Hér gáfu þeir Magnús, Guðmundur og Þorvaldur í og hurfu okkur hinum, sem fastheldnari erum á hefðir sunnudagahlaupa með skyldustoppum á völdum stöðum. Ég fór fetið með Jörundi sem fræddi mig á gömlum sögum af langafa mínum á Hreimsstöðum í Borgarfirði, eitthvað um myrkfælni. Við fórum Klambratúnið, Hlemm og niður á Sæbraut.
Í potti fór Ólafur Þorsteinsson með vísbendingaspurninguna sem hann hafði ekki svarið við sjálfur fyrr um daginn yfir dr. Baldri Símonarsyni, dr. Einari Gunnari Péturssyni og Ólafi Jóhannesi Einarssyni. Þeir vissu svarið strax. Rætt meira um ættir manna og ævir og virtist minnisleysi frænda míns kæta Vilhjálm Bjarnason svo mjög að hann ýmist gapti opinmynntur á frænda, eða skellti upp úr, sem hefur ekki áður gerst þar sem ég hef verið nærverandi, að Vilhjálmur Bjarnason hlægi upphátt. Lítið er ungs manns gaman mætti maður e.t.v. segja um þann viðburð. Síðan komu þau mæðgin dr. Jóhanna og Tumi menntaskólanemi. Rætt um kennara í Reykjavíkur Lærða Skóla. Einnig um borgina Brussel sem er sumum okkur kunn.
Ritari er allur að koma til í skrokknum og hlakkar til að hitta félaga sína á ný í hlaupi morgundagsins. Vel mætt! Í gvuðs friði. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.