Óhlaupinn

Ég er að vona að félagar mínir lesi titil minn sem "Unforgiven" - enda mikill Eastwood aðdáandi hér á ferð. Þannig stóð á hjá þeim er hjér ritar að hann er búinn að rífa eldhúsið sitt og hefur því engan stað til að elda matinn á. Dagurinn fór í að brjóta upp gólf og aka því í Sorpu. Af þeirri ástæðu hentaði ekki að hlaupa, en hugur minn var hjá félögum mínum. Sem ég ek út úr bænum og er að skila kerru sem notuð var til fyrrgreindra hluta sá ég Gísla félaga minn á Hringbrautinni, hann var að hvíla sig, en hélt fljótlega áfram hlaupandi. Næst er ég staddur á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar og verð þá fyrir dejá vu upplifun - sé tvo kunnuglega nóta, Þorvald og Vilhjálm þar sem þeir æða yfir gatnamót gegn rauðu ljósi, og Þorvaldur virðist reyna að henda sér fyrir bíla, en mistekst. Þeir sleppa llifandi yfir gatnamótin eftir því sem ég bezt fæ séð. Held áfram ferð minni og skila kerrunni. Ek sem leið liggur tilbaka í bæinn og mæti til Laugar, sveittur og skítugur. Hitti Inga og Flosa, í potti er Nesverji, Denni, spyr af hverju ég hafi ekki hlaupið. Manni finnst það skrýtið að þarna skuli maður úr öðru sveitarfélagi og öðrum hlaupahópi spyrjast fyrir um hluti sem ekki lúta að iðkun drykkju Fyrsta Föstudags.

Í vorum hópi eru einhverjir beztir flugmenn sem sögur fara af. Ekki einasta eru menn miklir prívat flugmenn, heldur hafa menn demónstrerað mikla hæfileika í hvers kyns hjóla- og annarra tegunda flugum. Er þar skemmst að minnast prófessors  Fróða sem er ekki lakari flugmaður en bróðir hans sem ritari hefur flogið með til Köben. Mörgum sinnum hefur prófessorinn tekið flugið á hlaupum, öllum viðstöddum til óblandinnar gleði - en stundum uppskorið skurmsl og meiðsli fyrir vikið.  Lærisveinar hafa fylgt í fótspor meistarans og tekið flugið hver á fætur öðrum, ritari og Þorvaldur hafa báðir flogið eftirminnilega.

Vonandi fara flugmenn að mæta að nýju til iðkunar, ásamt þeim fleirum sem erindi eiga á slétturnar við Ægisíðu.

ritari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband