7.9.2007 | 20:42
Er hlaupið dagana sem ritari hleypur ekki...?
Þessi existensíalíska spurning dúkkaði upp í huga ritara er hann kom á Brottfararplan í dag. Hún er í ætt við viðhorf þeirra sem telja að sá heimur sé ekki til sem þeir upplifa ekki sjálfir af eigin raun. Pæling. Nema hvað, hér kemur Lýðveldisins þjón og erfiðismaður, slitinn af amstri, áhyggjum og streitu dagsins, búinn að standa vaktina fyrir Fósturjörðina og fórnaði hlaupi að auki - hvað mætir honum annað en aðkast og móðganir? Á stétt úti stóðu hlaupararnir dr. Jóhanna, próf.dr. Fróði, Einar blómasali, Jói, Birgir og Kári, öndvegisfólk í alla staði. Þar fyrir utan var stödd á stétt ungfrú Maja, norskrar ættar og dóttir kollega ritara. Hafði hún fylgt hlaupurum eftir og myndað þá í bak og fyrir - þ.e.a.s. þá sem hlupu með henni. Ágúst kvartaði yfir að hún hefði aðallega smellt myndum af "þeim" - með fyrirlitingu og benti á Einar, Birgi og Kára.
Í útiklefa ræddu Birgir og Einar af ákefð um Lego-kubba, ég áttaði mig ekki fyllilega á því hvert þetta stefndi, nema áður en ég vissi orðið af var Birgir búinn að lofa sér í þegnskylduvinnu hjá Einari. Stundum nær maður ekki samhengi hlutanna. Í potti var rætt um fimmtudagshlaupið - einhver taldi sig hafa séð fimm hlaupara mætta - "voru það ekki bara fremstu hlauparar?" spurði annar hlaupari. "Jú, það hlýtur að vera svo." Fróðlegt verður að heyra frásagnir þátttakenda, en ritari hefur boðið mönnum að senda sér línu og láta vita af afrekum.
Það var Fyrsti Föstudagur. Farið á Mimmann. Þar mættu: Ágúst, Denni, Magnús, Kári, Jói, Ólöf og ritari. Drukkið við sleitur. En svona lifnaður dugir ekki hlaupandi fólki, á morgun er nýr hlaupadagur, mæting kl. 10:00, farið hægt og hljótt með þjálfara. Vel mætt! Ritari.
Í útiklefa ræddu Birgir og Einar af ákefð um Lego-kubba, ég áttaði mig ekki fyllilega á því hvert þetta stefndi, nema áður en ég vissi orðið af var Birgir búinn að lofa sér í þegnskylduvinnu hjá Einari. Stundum nær maður ekki samhengi hlutanna. Í potti var rætt um fimmtudagshlaupið - einhver taldi sig hafa séð fimm hlaupara mætta - "voru það ekki bara fremstu hlauparar?" spurði annar hlaupari. "Jú, það hlýtur að vera svo." Fróðlegt verður að heyra frásagnir þátttakenda, en ritari hefur boðið mönnum að senda sér línu og láta vita af afrekum.
Það var Fyrsti Föstudagur. Farið á Mimmann. Þar mættu: Ágúst, Denni, Magnús, Kári, Jói, Ólöf og ritari. Drukkið við sleitur. En svona lifnaður dugir ekki hlaupandi fólki, á morgun er nýr hlaupadagur, mæting kl. 10:00, farið hægt og hljótt með þjálfara. Vel mætt! Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.