Hauströkkrið yfir mér

Senn líður að hausti. Hlauparar dusta rykið af skóm sínum, draga fram dulur sínar úr skápum og hefja undirbúning hausthlaupa. Í gær safnaðist harðsnúinn hópur hlaupara saman við VBL og þreytti hlaup á Nes. Var þar á ferð Jóhanna með drengina sína, Einar, Óla Gunn og Frikka. Á sunnudeginum hlupu Einar, Frikki, Rúna og Ólafur skrifari frá Gjábakka, eða því sem næst, til Apavatns í einmunablíðu með sundlaugarferð attaní og grilli á eftir í bústað Einars. Og þess má geta að í morgun þeysti skrifari af nýju um götur borgarinnar kl. 6:02 í fullkominni einsemd og örfáir reykspúandi launamenn á leið til vinnu þeir einu sem hann mætti. Ný vinátta kviknaði við Kristskirkju þar sem menn signa sig, skrifari og pólskur sorphirðumaður sameinuðust í tilbeiðslu á sköpunarverkinu. Lífið er gott og haustið býður upp á spennandi tækifæri til hlaupa og uppbyggilegra samræðna meðan á þeim stendur. Í gvuðs friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband