Ófyrirleitin ósannindi

Jörundur prentari var bandsjóðandivitlaus þegar hann kom í Sunnudagspott. Hann sagði að ómerkilegur fréttasnepill á Nesinu flytti þau ósannindi að TKS væri elsti hlaupahópur landsins. Hann upplýsti að TKS hefði byrjað sem gönguhópur kvenna og ekki umbreyst í hlaupahóp beggja kynja fyrr en eftir að Jón Ásbergsson, Þórarinn Eldjárn, Gísli Ragnarsson o. fl. hófu hlaup frá Vesturbæjarlaug undir merkjum Hlaupasamtaka Lýðveldisins. Vissulega voru aðeins hlaupnir 1-3 km í næsta nágrenni Laugar fyrsta árið, en eftir það lengdu menn í 5km án þess að finna fyrir því eða blása úr nös. Við höldum fast í þá söguskoðun að Samtök Vor séu elsti og virðulegasti hlaupahópur landsins, en jafnframt sá hógværasti.

Ólafur Þorsteinsson hljóp einn í dag, enda var Skrifari í ferð útskriftarnema frá Reykjavíkur Lærða Skóla 1978 í gær og þar var Saungvatn. Ólafur kvað það hafa verið einmanalegt að hlaupa einn í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband