27.9.2010 | 21:27
Bjarni snýr tilbaka til hlaupa
Leti er helzti óvinur hlauparans. Í dag var meira að segja Magga löt, sagðist ekki nenna neinu. Samt tókst okkur að drösla henni með okkur inn að rótum Öskjuhlíðar. Þar fékkst hún til þess að taka nokkra spretti um brekkurnar með þeim hinum. Ágúst og Flosi fóru áfram í Fossvoginn og enduðu með Stokki. Við Maggi fórum Hlíðarfót og römbuðum á Rakel á leiðinni. Báðir þungir, þreyttir og slappir. Engu að síður náðum við góðum spretti við endann á flugbraut.
Það bar til tíðinda í hlaupi dagsins að Bjarni mætti eftir nokkra fjarveru. Kvaðst hafa verið að gera við bíl. Aðspurður hvernig bílaviðgerðir gátu staðið í vegi fyrir hlaupum svaraði hann því til að það hefði þurft að nota bílinn við atvinnurekstur. Mættum Kára og Önnu Birnu á tröppum Laugar, þarna hafði letin víst komið við sögu líka. Helmut mættur til að hlaupa, fór hring á Nesi einsamall. Í potti var rætt um fyrirbærið Bigga. Já, Biggi, sagði Kári og dæsti. Að biðja Bigga að vera normal er eins og að biðja íslenzkan hund um að gelta ekki.
Það bar til tíðinda í hlaupi dagsins að Bjarni mætti eftir nokkra fjarveru. Kvaðst hafa verið að gera við bíl. Aðspurður hvernig bílaviðgerðir gátu staðið í vegi fyrir hlaupum svaraði hann því til að það hefði þurft að nota bílinn við atvinnurekstur. Mættum Kára og Önnu Birnu á tröppum Laugar, þarna hafði letin víst komið við sögu líka. Helmut mættur til að hlaupa, fór hring á Nesi einsamall. Í potti var rætt um fyrirbærið Bigga. Já, Biggi, sagði Kári og dæsti. Að biðja Bigga að vera normal er eins og að biðja íslenzkan hund um að gelta ekki.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.