Snautlegt!

Veður fagurt. Yfirlýsingar á Plani um langt. Hinir lakari ætluðu "bara" Þriggjabrúa. Við Ágúst ætluðum langt. Einar slakur, ósofinn, latur, aumur. Aðrir sæmilegir. En stundum fara hlutirnir öðruvísi en ætlunin er. Hægur út, datt aftur úr hinum sem fóru á brjáluðu tempói og einfaldlega hurfu. Fann að ég var ekki eins upplagður að hlaupa og ég hélt í upphafi, lét þó slag standa og skellti mér í Fossvoginn. Átti alveg eins von á að það gæti kólnað verulega er á liði hlaup.

Var orðinn einn, raunar orðinn einn í Nauthólsvík. Sá á eftir prófessornum. Hann slakaði ekki á. Er komið var að Víkingsvelli fann ég að ég væri of stirður og þreyttur til þess að geta farið það sem planið var, eða 24 km. Lét mér nægja að fara það sem þeir kalla Viktor, yfir Breiðholtsbraut á brú, ofan í Ellliðaárdalinn og aftur tilbaka undir brautina og í Fossvoginn, þá leið tilbaka, líklega 18 km. Stundum er dagsformið bara ekki hliðhollt hlaupum.

Hitti Flosa, Frikka, Bjössa og Þorbjörgu K. í potti. Sagðar sögur. Þau fóru Þriggjabrúa á tryllingslegum hraða. Nú verður hvílt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband